Nýir Volvo lögreglubílar fyrir 200 milljónir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. október 2020 07:01 Volvo V90 Cross Country við hlið forfeðra sinna. Ríkiskaup hefur, í kjölfar útboðs fyrir hönd lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tekið lægsta tilboði Brimborgar um kaup á 17 nýjum Volvo lögreglubifreiðum að verðmæti yfir 200 milljónir króna. Um er að ræða Volvo V90 Cross Country AWD sem eru búnir sérstyrktum undirvagni með sérstaklega öflugu bremsukerfi, kraftmikilli en sparneytinni 235 hestafla B5 Mild Hybrid dísil vél, fjórhjóladrifi og góðri veghæð. Nýju lögreglubílarnir eru vígalegir. Lögregluembættin á Íslandi hafa í áratugi notast við Volvo bíla í störfum sínum. Nýju bílarnir fyrir lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum verða afhentir í þremur afhendingum, 6 bílar á þessu ári, 7 bílar árið 2021 og 4 bílar byrjun árs 2022. Auk þessarar afhendingar fékk lögreglan á Vestfjörðum nýlega afhentan Volvo XC90 AWD sem verður staðsettur á Patreksfirði og mun þjóna víðfeðmu umdæmi lögreglunnar á svæðinu. Lögreglan Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent
Ríkiskaup hefur, í kjölfar útboðs fyrir hönd lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tekið lægsta tilboði Brimborgar um kaup á 17 nýjum Volvo lögreglubifreiðum að verðmæti yfir 200 milljónir króna. Um er að ræða Volvo V90 Cross Country AWD sem eru búnir sérstyrktum undirvagni með sérstaklega öflugu bremsukerfi, kraftmikilli en sparneytinni 235 hestafla B5 Mild Hybrid dísil vél, fjórhjóladrifi og góðri veghæð. Nýju lögreglubílarnir eru vígalegir. Lögregluembættin á Íslandi hafa í áratugi notast við Volvo bíla í störfum sínum. Nýju bílarnir fyrir lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum verða afhentir í þremur afhendingum, 6 bílar á þessu ári, 7 bílar árið 2021 og 4 bílar byrjun árs 2022. Auk þessarar afhendingar fékk lögreglan á Vestfjörðum nýlega afhentan Volvo XC90 AWD sem verður staðsettur á Patreksfirði og mun þjóna víðfeðmu umdæmi lögreglunnar á svæðinu.
Lögreglan Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent