Lögregla segir Madsen hafa fengið aðstoð við flóttann Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2020 10:19 Peter Madsen var handtekinn nokkru frá fangelsinu eftir stutta stund á flótta. AP Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en Madsen hefur nú verið ákærður fyrir flóttatilraunina, auk þess að hafa hótað starfsmönnum fangelsisins, almennum borgunum og lögreglu. Í ákæru kemur meðal annars fram að Madsen hafi fengið aðstoð frá einum eða fleiri aðilum við skipulagningu og framkvæmd flóttans. Hann var handtekinn nokkru frá fangelsinu eftir stuttan tíma á flótta. Madsen á að hafa hótað sálfræðingi sem starfar við fangelsið og tveimur fangavörðum með byssu, sem reyndist ekki vera ekta, og sömuleiðis sagðist hann vera með sprengiefni í belti, en það reyndist heldur ekki vera ekta. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir að hafa hótað almennum borgara þegar hann settist inn í hvítan vörubíl og hrópað að bílstjóranum: „Keyrðu, keyrðu, keyrðu. Annars skýt ég þig.“ Madsen játaði sök í öllum ákæruliðum í morgun. Dómarar hafa ákveðið að málið verði rekið fyrir luktum dyrum þar sem meðverkamenn Madsen gangi enn lausir. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Hann hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Uppfært kl 10:30: BT greinir frá því að Madsen hafi verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12 Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09 Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Sjá meira
Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en Madsen hefur nú verið ákærður fyrir flóttatilraunina, auk þess að hafa hótað starfsmönnum fangelsisins, almennum borgunum og lögreglu. Í ákæru kemur meðal annars fram að Madsen hafi fengið aðstoð frá einum eða fleiri aðilum við skipulagningu og framkvæmd flóttans. Hann var handtekinn nokkru frá fangelsinu eftir stuttan tíma á flótta. Madsen á að hafa hótað sálfræðingi sem starfar við fangelsið og tveimur fangavörðum með byssu, sem reyndist ekki vera ekta, og sömuleiðis sagðist hann vera með sprengiefni í belti, en það reyndist heldur ekki vera ekta. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir að hafa hótað almennum borgara þegar hann settist inn í hvítan vörubíl og hrópað að bílstjóranum: „Keyrðu, keyrðu, keyrðu. Annars skýt ég þig.“ Madsen játaði sök í öllum ákæruliðum í morgun. Dómarar hafa ákveðið að málið verði rekið fyrir luktum dyrum þar sem meðverkamenn Madsen gangi enn lausir. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Hann hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Uppfært kl 10:30: BT greinir frá því að Madsen hafi verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12 Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09 Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Sjá meira
Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12
Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09
Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“