Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2020 15:59 Mótmælendur komu saman fyrir utan stjórnlagadómstólinn í Varsjá áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/EPA Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. Aðgerðin verður nú aðeins heimil í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það stríddi gegn stjórnarskrá að skilyrða líf fósturs við heilsu þess, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fósturgalli var algengasta ástæðan fyrir þeim þungunarrofum sem hafa farið fram löglega í Póllandi. Aðeins 2% þeirra aðgerða sem hafa verið gerðar undanfarin ár eru á þeim forsendum sem verða áfram taldar gildar. Kvenréttindasamtök segja dóminn verstu mögulegu niðurstöðuna sem eigi eftir að rústa lífi fjölda kvenna og fjölskyldna. Þungunarrofslög í Póllandi voru ein þau ströngustu í Evrópu fyrir. „Þetta neyðir sérstaklega þá snauðu til að fæða börn gegn vilja sínum. Annað hvort eiga þau engar líkur á að lifa af, þau hafa engan möguleika á sjálfstæðu lífi eða þau eiga eftir að deyja skömmu eftir fæðingu,“ segir Kamila Ferenc, lögmaður sem vinnur með samtökum sem aðstoða konur sem hefur verið neitað um þungunarrof. Dunja Mijatovic, mannréttindastjóri Evrópusambandsins, harmaði niðurstöðu pólska dómstólsins og sagði daginn dapurlegan fyrir kvenréttindi. Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Baráttufólk fyrir rétti kvenna til þungunarrofs hefur sakað yfirvöld um að neita konum um þungunarrof, jafnvel í þeim tilfellum sem það er löglegt. Margir læknar nýta sér ennfremur rétt til að hafna því að gera aðgerðina af trúarlegum ástæðum en sumir þeirra segjast undir þrýstingi frá yfirboðurum sínum um það. Pólland Þungunarrof Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. Aðgerðin verður nú aðeins heimil í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það stríddi gegn stjórnarskrá að skilyrða líf fósturs við heilsu þess, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fósturgalli var algengasta ástæðan fyrir þeim þungunarrofum sem hafa farið fram löglega í Póllandi. Aðeins 2% þeirra aðgerða sem hafa verið gerðar undanfarin ár eru á þeim forsendum sem verða áfram taldar gildar. Kvenréttindasamtök segja dóminn verstu mögulegu niðurstöðuna sem eigi eftir að rústa lífi fjölda kvenna og fjölskyldna. Þungunarrofslög í Póllandi voru ein þau ströngustu í Evrópu fyrir. „Þetta neyðir sérstaklega þá snauðu til að fæða börn gegn vilja sínum. Annað hvort eiga þau engar líkur á að lifa af, þau hafa engan möguleika á sjálfstæðu lífi eða þau eiga eftir að deyja skömmu eftir fæðingu,“ segir Kamila Ferenc, lögmaður sem vinnur með samtökum sem aðstoða konur sem hefur verið neitað um þungunarrof. Dunja Mijatovic, mannréttindastjóri Evrópusambandsins, harmaði niðurstöðu pólska dómstólsins og sagði daginn dapurlegan fyrir kvenréttindi. Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Baráttufólk fyrir rétti kvenna til þungunarrofs hefur sakað yfirvöld um að neita konum um þungunarrof, jafnvel í þeim tilfellum sem það er löglegt. Margir læknar nýta sér ennfremur rétt til að hafna því að gera aðgerðina af trúarlegum ástæðum en sumir þeirra segjast undir þrýstingi frá yfirboðurum sínum um það.
Pólland Þungunarrof Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira