Skoraði óvart og „klúðraði“ leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 09:31 Calvin Ridley fagnar Todd Gurley eftir snertimarkið en Gurley gerir sér grein fyrir því að hann gerði mistök. Getty/ Kevin C. Cox Er hægt að „klúðra“ leik með því að skora? Jú það er hægt í NFL-deildinni og gerðist einmitt í leik Atlanta Falcons og Detriot Lions í gær. Atlanta Falcons liðið á þessu tímabili gæti gefið út handbók yfir því hvernig á að klúðra leikjum í ameríska fótboltanum og enn einn kaflinn bættist við í gær. Hvað eftir annað hafa Fálkarnir frá Atlanta misst niður yfirburðarforystu og tapað á lokasekúndum og svo var einnig í gær. Detriot Lions tryggði sér 23-22 sigur á Atlanta Falcons með því að skora snertimark á síðustu sekúndu leiksins eftir magnaða sókn upp allan völlinn. Atlanta Falcons var í lykilstöðu í lokasókn sinni og átti möguleika að tryggja sér endurnýjun þegar 72 sekúndur voru eftir af leiknum. .@TG3II crosses the goal line to give the @AtlantaFalcons the lead! : #DETvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/MIIkbfUwYk pic.twitter.com/X1UPU3RXGH— NFL (@NFL) October 25, 2020 Hlauparinn Todd Gurley var búinn að tryggja sér endurnýjun en skoraði „óvart“ snertimark. Atlanta Falcons komst þar með í 22-16 en það var rúm mínúta eftir. Gurley reyndi að hætta við að skora en tókst það ekki. Ekki oft sem maður sér sóknarlið ekki vilja fá snertimark dæmt gilt. Það má sjá þetta hér fyrir ofan. Það réttasta í stöðunni fyrir Gurley hefði verið að skora ekki og þá hefði Atlanta Falcons liðið getað eytt miklu meira af klukkunni og skorað síðan vallarmark sem hefði nægt liðinu til að vinna. Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions, fékk hins vegar rúma mínútu til að fara með liðið sitt upp allan völlinn. Það tókst og hann fann loksins innherjann T. J. Hockenson á síðustu sekúndunni og tryggði Ljónunum sigurinn. Það má sjá sigursnertimarkið hér fyrir neðan. TJ HOCKENSON. FOR THE WIN. ON #NationalTightEndsDay! #OnePride #DETvsATL pic.twitter.com/IgPI0pOLGy— NFL (@NFL) October 25, 2020 NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Er hægt að „klúðra“ leik með því að skora? Jú það er hægt í NFL-deildinni og gerðist einmitt í leik Atlanta Falcons og Detriot Lions í gær. Atlanta Falcons liðið á þessu tímabili gæti gefið út handbók yfir því hvernig á að klúðra leikjum í ameríska fótboltanum og enn einn kaflinn bættist við í gær. Hvað eftir annað hafa Fálkarnir frá Atlanta misst niður yfirburðarforystu og tapað á lokasekúndum og svo var einnig í gær. Detriot Lions tryggði sér 23-22 sigur á Atlanta Falcons með því að skora snertimark á síðustu sekúndu leiksins eftir magnaða sókn upp allan völlinn. Atlanta Falcons var í lykilstöðu í lokasókn sinni og átti möguleika að tryggja sér endurnýjun þegar 72 sekúndur voru eftir af leiknum. .@TG3II crosses the goal line to give the @AtlantaFalcons the lead! : #DETvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/MIIkbfUwYk pic.twitter.com/X1UPU3RXGH— NFL (@NFL) October 25, 2020 Hlauparinn Todd Gurley var búinn að tryggja sér endurnýjun en skoraði „óvart“ snertimark. Atlanta Falcons komst þar með í 22-16 en það var rúm mínúta eftir. Gurley reyndi að hætta við að skora en tókst það ekki. Ekki oft sem maður sér sóknarlið ekki vilja fá snertimark dæmt gilt. Það má sjá þetta hér fyrir ofan. Það réttasta í stöðunni fyrir Gurley hefði verið að skora ekki og þá hefði Atlanta Falcons liðið getað eytt miklu meira af klukkunni og skorað síðan vallarmark sem hefði nægt liðinu til að vinna. Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions, fékk hins vegar rúma mínútu til að fara með liðið sitt upp allan völlinn. Það tókst og hann fann loksins innherjann T. J. Hockenson á síðustu sekúndunni og tryggði Ljónunum sigurinn. Það má sjá sigursnertimarkið hér fyrir neðan. TJ HOCKENSON. FOR THE WIN. ON #NationalTightEndsDay! #OnePride #DETvsATL pic.twitter.com/IgPI0pOLGy— NFL (@NFL) October 25, 2020
NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira