Lífið

Daði Freyr allt í öllu í fyrsta þættinum af Strictly Come Dancing

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði fékk mikla umfjöllun um helgina í einum vinsælasta þætti Bretlands.
Daði fékk mikla umfjöllun um helgina í einum vinsælasta þætti Bretlands.

Í fyrsta þættinum í nýjustu seríunni af Strictly Come Dancing á BBC á laugardagskvöldið dönsuðu þau Jamie Lang og Karen Hauer við lagið Think about Things eftir Daða Frey. 

Aðeins öðruvísi útgáfa af laginu sem virkaði vel með Cha Cha. Jamie Lang er raunveruleikastjarna í Bretlandi og Karen Hauer er fagdansarinn sem keppir með honum.

Lagið sem átti að vera framlag Ísland í Eurovision í Hollandi í maí.

Lagið hefur heldur betur slegið í gegn en það hefur nú þegar þetta er skrifað verið spilað tæplega 55 milljón sinnum á Spotify. Lagið vann áhorfendaverðlaunin í mörgum löndum Evrópu, m.a. í öllum hinum norrænu löndunum.

Það má með sanni segja að Daði Freyr hafi verið allt í öllu í þættinum en einnig bar sýnt myndband þar sem allir keppendur dönsuðu saman við lagið Think About Things.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.