Vildu stöðva „stjórnlausa afbrotahrinu“ í Hrísey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 19:31 Hrísey er í Eyjafirði. Vísir/Egill Lögreglan á Norðurlandi eystra fór meðal annars fram á gæsluvarðhald yfir manni búsettum í Hrísey sem grunaður er um fjölmörg ofbeldisbrot til þess að stöðva afbrotahrinu hans, sem lögreglan segir að virðist hafa verið orðin stjórnlaus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manninum á dögunum. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi til 12. nóvember. Fyrr í mánuðinum greindi lögreglan frá því að verið væri að rannsaka fjölmörg ofbeldisbrot mannsins, sem er á fertugsaldri, meðal annars gegn unnustu sinni, sambýlisfólki og nágrönnum í Hrísey. Í úrskurði Landsréttar er varpað ljósi á það hvaða brot maðurinn er grunaður um að hafa framið. Þar segir að hann sé sakaður að hafa ítrekað ráðist að unnustu sinni, fyrst í nóvember á síðasta ári þannig að hann hafi tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Konan hafi sakað hann um daglegt ofbeldi frá því að samband þeirra hófst skömmu áður. Í úrskurði Landsréttar segir að það sem hafi orðið ástæða afskipta lögreglu af manninum hafi verið að maðurinn hafi skvett súpu og olíu yfir konuna, slegið hana, hrint henni og troðið pappír ofan í kok hennar, auk frelssisviptingar. Maðurinn er sagðir hafa játað þetta að stórum hluta. Grunuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum Þá er hann grunaður um að hafa ráðist á annan mann, brotið allar rúður í húsi hans og síðar ráðist á hann og keyrt hátalara að hálsi fórnarlambsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Að auki er hann grunaður um að hafa ruðst inn til nokkurra nágranna sinn, sakaður um innbrot og þjófnað í Dalvíkurbyggð svo dæmi séu tekin. Þá eru hann og unnusta hans sökuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum á meðan þau hafi átt að vera í sóttkví eftir að hafa valið að sleppa skimun eftir heimkomu erlendis frá. Í greinargerð lögreglu segir meðal annars að maðurinn hafi ítrekað rofið skilyrð reynslulausnar og „nú sé ástandið þannig að hann virðist vera í stjórnlausri afbrotahrinu.“ Mikilvægt sé að stöðva þessa brotahrinu svo hægt sé að ljúka rannsókn þessara mála og eftir atvikum dómsmeðferðar þeirra. Að auki sé það mat lögreglustjóra að vernda þurfi samfélagið fyrir manninum. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og verður maðurinn því í gæsluvarðhaldi til 12. nóvember. Hrísey Dómsmál Lögreglumál Akureyri Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra fór meðal annars fram á gæsluvarðhald yfir manni búsettum í Hrísey sem grunaður er um fjölmörg ofbeldisbrot til þess að stöðva afbrotahrinu hans, sem lögreglan segir að virðist hafa verið orðin stjórnlaus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manninum á dögunum. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi til 12. nóvember. Fyrr í mánuðinum greindi lögreglan frá því að verið væri að rannsaka fjölmörg ofbeldisbrot mannsins, sem er á fertugsaldri, meðal annars gegn unnustu sinni, sambýlisfólki og nágrönnum í Hrísey. Í úrskurði Landsréttar er varpað ljósi á það hvaða brot maðurinn er grunaður um að hafa framið. Þar segir að hann sé sakaður að hafa ítrekað ráðist að unnustu sinni, fyrst í nóvember á síðasta ári þannig að hann hafi tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Konan hafi sakað hann um daglegt ofbeldi frá því að samband þeirra hófst skömmu áður. Í úrskurði Landsréttar segir að það sem hafi orðið ástæða afskipta lögreglu af manninum hafi verið að maðurinn hafi skvett súpu og olíu yfir konuna, slegið hana, hrint henni og troðið pappír ofan í kok hennar, auk frelssisviptingar. Maðurinn er sagðir hafa játað þetta að stórum hluta. Grunuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum Þá er hann grunaður um að hafa ráðist á annan mann, brotið allar rúður í húsi hans og síðar ráðist á hann og keyrt hátalara að hálsi fórnarlambsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Að auki er hann grunaður um að hafa ruðst inn til nokkurra nágranna sinn, sakaður um innbrot og þjófnað í Dalvíkurbyggð svo dæmi séu tekin. Þá eru hann og unnusta hans sökuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum á meðan þau hafi átt að vera í sóttkví eftir að hafa valið að sleppa skimun eftir heimkomu erlendis frá. Í greinargerð lögreglu segir meðal annars að maðurinn hafi ítrekað rofið skilyrð reynslulausnar og „nú sé ástandið þannig að hann virðist vera í stjórnlausri afbrotahrinu.“ Mikilvægt sé að stöðva þessa brotahrinu svo hægt sé að ljúka rannsókn þessara mála og eftir atvikum dómsmeðferðar þeirra. Að auki sé það mat lögreglustjóra að vernda þurfi samfélagið fyrir manninum. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og verður maðurinn því í gæsluvarðhaldi til 12. nóvember.
Hrísey Dómsmál Lögreglumál Akureyri Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira