Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2020 19:21 Eins árs leiðangur tuga vísindamanna alls staðar að úr heiminum á Norðurskautið staðfestir að hraðar breytingar eru að eiga sér stað þar sem muni hafa mikil áhrif á veður og loftslag alls staðar í heiminum. Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára. MOSAIC verkefnið er umfangsmesti vísindaleiðangur sem farinn hefur verið á Norðurskautið. Hann hófst í september í fyrra og lauk í september á þessu ári og í dag kynnti Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi fyrstu niðurstöðurnar á webinar hjá Arctic Circle. Ekkert svæði í heiminum hlýnar hraðar en Norðurskautið og segja vísindamenn allt sem gerist þar endurspeglast um allan heim. Þýski ísbrjótuinn Pólstjarnan var aðalbækistöð tuga vísindamanna og fjölda annarra sem að leiðangrinum komu í heilt ár.Alfred Wegener Institute/M Hoppmann Þýski ísbrjóturinn Pólstjarnan rak með ísbreiðunni allan síðasta vetur og naut stuðnings flugvéla og annarra skipa varðandi vistir og áhafnaskipti. Markus Rex leiðangursstjóri segir tugi vísindamanna alls staðar að úr heiminum hafa safnað gífurlegu magni gagna og sýna úr ísnum, hafinu og andrúmsloftinu. „Við höfum núna meiri skilning á virkni lofslagskerfa heimskautanna. Við getum framkallað virknina betur í tölvum okkar, það er að segja í loftslagslíkönum okkar. Hingað til höfum við þurft að giska á hvernig þessir ferlar eiga sér stað," segir Rex. Markus Rex leiðangursstjóri MOSIAC leiðangursins segir mannkynið enn hafa möguleika á að snúa þróuninni á Norðurskautinu við með stórfelldri minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundumAlfred Wegener Institude/Jan Pauls Þetta muni auðvelda vísindamönnum að þróa nákvæmara spálíkan. Þá komst leiðangurinn nær norðurpólnum að vetri til en nokkru sinni hefur áður tekist eða í um 917 metra fjarlægð. „Ísinn hörfar. Á svæðinu norður af Grænland á ísinn venjulega að vera þykkur og þar á að vera margra ára gamall ís. Þar fundum við hins vegar víðáttumikil íslaus svæði. Jafnvel á sjálfum Norðurpólnum var ísinn uppleystur, mjög bráðinn og holóttur." segir Rex. Ef ekkert verði að gert geti norðurskautið orðið algerlega íslaust yfir sumarmánuðina eftir um tuttugu ár. Breytingarnar valdi veðurfarsbreytingum og ofsaveðrum um allan heim. Hugsanlega fáum við ekki íslaus sumur á heimskautssvæðinu ef við grípum til ráðstafana til að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Settar hafa verið fram tilgátur um að þetta takist ekki en þó er ekki öll von úti," segir Markus Rex. Vísindi Veður Loftslagsmál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Eins árs leiðangur tuga vísindamanna alls staðar að úr heiminum á Norðurskautið staðfestir að hraðar breytingar eru að eiga sér stað þar sem muni hafa mikil áhrif á veður og loftslag alls staðar í heiminum. Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára. MOSAIC verkefnið er umfangsmesti vísindaleiðangur sem farinn hefur verið á Norðurskautið. Hann hófst í september í fyrra og lauk í september á þessu ári og í dag kynnti Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi fyrstu niðurstöðurnar á webinar hjá Arctic Circle. Ekkert svæði í heiminum hlýnar hraðar en Norðurskautið og segja vísindamenn allt sem gerist þar endurspeglast um allan heim. Þýski ísbrjótuinn Pólstjarnan var aðalbækistöð tuga vísindamanna og fjölda annarra sem að leiðangrinum komu í heilt ár.Alfred Wegener Institute/M Hoppmann Þýski ísbrjóturinn Pólstjarnan rak með ísbreiðunni allan síðasta vetur og naut stuðnings flugvéla og annarra skipa varðandi vistir og áhafnaskipti. Markus Rex leiðangursstjóri segir tugi vísindamanna alls staðar að úr heiminum hafa safnað gífurlegu magni gagna og sýna úr ísnum, hafinu og andrúmsloftinu. „Við höfum núna meiri skilning á virkni lofslagskerfa heimskautanna. Við getum framkallað virknina betur í tölvum okkar, það er að segja í loftslagslíkönum okkar. Hingað til höfum við þurft að giska á hvernig þessir ferlar eiga sér stað," segir Rex. Markus Rex leiðangursstjóri MOSIAC leiðangursins segir mannkynið enn hafa möguleika á að snúa þróuninni á Norðurskautinu við með stórfelldri minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundumAlfred Wegener Institude/Jan Pauls Þetta muni auðvelda vísindamönnum að þróa nákvæmara spálíkan. Þá komst leiðangurinn nær norðurpólnum að vetri til en nokkru sinni hefur áður tekist eða í um 917 metra fjarlægð. „Ísinn hörfar. Á svæðinu norður af Grænland á ísinn venjulega að vera þykkur og þar á að vera margra ára gamall ís. Þar fundum við hins vegar víðáttumikil íslaus svæði. Jafnvel á sjálfum Norðurpólnum var ísinn uppleystur, mjög bráðinn og holóttur." segir Rex. Ef ekkert verði að gert geti norðurskautið orðið algerlega íslaust yfir sumarmánuðina eftir um tuttugu ár. Breytingarnar valdi veðurfarsbreytingum og ofsaveðrum um allan heim. Hugsanlega fáum við ekki íslaus sumur á heimskautssvæðinu ef við grípum til ráðstafana til að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Settar hafa verið fram tilgátur um að þetta takist ekki en þó er ekki öll von úti," segir Markus Rex.
Vísindi Veður Loftslagsmál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira