Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2020 19:21 Eins árs leiðangur tuga vísindamanna alls staðar að úr heiminum á Norðurskautið staðfestir að hraðar breytingar eru að eiga sér stað þar sem muni hafa mikil áhrif á veður og loftslag alls staðar í heiminum. Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára. MOSAIC verkefnið er umfangsmesti vísindaleiðangur sem farinn hefur verið á Norðurskautið. Hann hófst í september í fyrra og lauk í september á þessu ári og í dag kynnti Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi fyrstu niðurstöðurnar á webinar hjá Arctic Circle. Ekkert svæði í heiminum hlýnar hraðar en Norðurskautið og segja vísindamenn allt sem gerist þar endurspeglast um allan heim. Þýski ísbrjótuinn Pólstjarnan var aðalbækistöð tuga vísindamanna og fjölda annarra sem að leiðangrinum komu í heilt ár.Alfred Wegener Institute/M Hoppmann Þýski ísbrjóturinn Pólstjarnan rak með ísbreiðunni allan síðasta vetur og naut stuðnings flugvéla og annarra skipa varðandi vistir og áhafnaskipti. Markus Rex leiðangursstjóri segir tugi vísindamanna alls staðar að úr heiminum hafa safnað gífurlegu magni gagna og sýna úr ísnum, hafinu og andrúmsloftinu. „Við höfum núna meiri skilning á virkni lofslagskerfa heimskautanna. Við getum framkallað virknina betur í tölvum okkar, það er að segja í loftslagslíkönum okkar. Hingað til höfum við þurft að giska á hvernig þessir ferlar eiga sér stað," segir Rex. Markus Rex leiðangursstjóri MOSIAC leiðangursins segir mannkynið enn hafa möguleika á að snúa þróuninni á Norðurskautinu við með stórfelldri minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundumAlfred Wegener Institude/Jan Pauls Þetta muni auðvelda vísindamönnum að þróa nákvæmara spálíkan. Þá komst leiðangurinn nær norðurpólnum að vetri til en nokkru sinni hefur áður tekist eða í um 917 metra fjarlægð. „Ísinn hörfar. Á svæðinu norður af Grænland á ísinn venjulega að vera þykkur og þar á að vera margra ára gamall ís. Þar fundum við hins vegar víðáttumikil íslaus svæði. Jafnvel á sjálfum Norðurpólnum var ísinn uppleystur, mjög bráðinn og holóttur." segir Rex. Ef ekkert verði að gert geti norðurskautið orðið algerlega íslaust yfir sumarmánuðina eftir um tuttugu ár. Breytingarnar valdi veðurfarsbreytingum og ofsaveðrum um allan heim. Hugsanlega fáum við ekki íslaus sumur á heimskautssvæðinu ef við grípum til ráðstafana til að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Settar hafa verið fram tilgátur um að þetta takist ekki en þó er ekki öll von úti," segir Markus Rex. Vísindi Veður Loftslagsmál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Eins árs leiðangur tuga vísindamanna alls staðar að úr heiminum á Norðurskautið staðfestir að hraðar breytingar eru að eiga sér stað þar sem muni hafa mikil áhrif á veður og loftslag alls staðar í heiminum. Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára. MOSAIC verkefnið er umfangsmesti vísindaleiðangur sem farinn hefur verið á Norðurskautið. Hann hófst í september í fyrra og lauk í september á þessu ári og í dag kynnti Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi fyrstu niðurstöðurnar á webinar hjá Arctic Circle. Ekkert svæði í heiminum hlýnar hraðar en Norðurskautið og segja vísindamenn allt sem gerist þar endurspeglast um allan heim. Þýski ísbrjótuinn Pólstjarnan var aðalbækistöð tuga vísindamanna og fjölda annarra sem að leiðangrinum komu í heilt ár.Alfred Wegener Institute/M Hoppmann Þýski ísbrjóturinn Pólstjarnan rak með ísbreiðunni allan síðasta vetur og naut stuðnings flugvéla og annarra skipa varðandi vistir og áhafnaskipti. Markus Rex leiðangursstjóri segir tugi vísindamanna alls staðar að úr heiminum hafa safnað gífurlegu magni gagna og sýna úr ísnum, hafinu og andrúmsloftinu. „Við höfum núna meiri skilning á virkni lofslagskerfa heimskautanna. Við getum framkallað virknina betur í tölvum okkar, það er að segja í loftslagslíkönum okkar. Hingað til höfum við þurft að giska á hvernig þessir ferlar eiga sér stað," segir Rex. Markus Rex leiðangursstjóri MOSIAC leiðangursins segir mannkynið enn hafa möguleika á að snúa þróuninni á Norðurskautinu við með stórfelldri minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundumAlfred Wegener Institude/Jan Pauls Þetta muni auðvelda vísindamönnum að þróa nákvæmara spálíkan. Þá komst leiðangurinn nær norðurpólnum að vetri til en nokkru sinni hefur áður tekist eða í um 917 metra fjarlægð. „Ísinn hörfar. Á svæðinu norður af Grænland á ísinn venjulega að vera þykkur og þar á að vera margra ára gamall ís. Þar fundum við hins vegar víðáttumikil íslaus svæði. Jafnvel á sjálfum Norðurpólnum var ísinn uppleystur, mjög bráðinn og holóttur." segir Rex. Ef ekkert verði að gert geti norðurskautið orðið algerlega íslaust yfir sumarmánuðina eftir um tuttugu ár. Breytingarnar valdi veðurfarsbreytingum og ofsaveðrum um allan heim. Hugsanlega fáum við ekki íslaus sumur á heimskautssvæðinu ef við grípum til ráðstafana til að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Settar hafa verið fram tilgátur um að þetta takist ekki en þó er ekki öll von úti," segir Markus Rex.
Vísindi Veður Loftslagsmál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira