„Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2020 19:23 „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir, varaformaður íbúaráðs Vesturbæjar aðspurð um það hvað henni finnist um að langur tími gæti liðið þangað til að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. Ásta Olga ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um málið. „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími. Okkur datt það ekki í hug,“ sagði Ásta Olga. Íbúaráðið telur mikilvægt að rústir hússins verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kom fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Bent var á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi sé löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. Íbúar vilja hins vegar sem fyrr segir að rústirnar verði fjarlægðar sem fyrst, ekki sé boðlegt að rústirnar blasi við í vetur. „Fyrir fólk sem er hérna í næstu húsum er það alveg gjörsamlega óviðunandi.“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi. Reykjavík Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59 Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40 Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
„Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir, varaformaður íbúaráðs Vesturbæjar aðspurð um það hvað henni finnist um að langur tími gæti liðið þangað til að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. Ásta Olga ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um málið. „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími. Okkur datt það ekki í hug,“ sagði Ásta Olga. Íbúaráðið telur mikilvægt að rústir hússins verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kom fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Bent var á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi sé löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. Íbúar vilja hins vegar sem fyrr segir að rústirnar verði fjarlægðar sem fyrst, ekki sé boðlegt að rústirnar blasi við í vetur. „Fyrir fólk sem er hérna í næstu húsum er það alveg gjörsamlega óviðunandi.“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi.
Reykjavík Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59 Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40 Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59
Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40
Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57
21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13
Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels