„Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2020 07:51 Trump á kosningafundinum í Michigan í gær. Getty/Chip Somodevilla Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beindi orðum sínum að konum á kosningafundi í Michigan í gær þegar hann sagði að hann myndi hjálpa eiginmönnum þeirra að finna vinnu eftir kórónuveirukreppuna. Tæp vika er nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Trump hefur undanfarið lagt mikla áherslu á að ná til kvenna í úthverfunum en atkvæði þeirra áttu stóran þátt í sigri Trumps árið 2016. Nú bendir hins vegar flest til þess að þessar konur hafi snúið baki við Trump og ætli ekki að kjósa hann í kosningunum næsta þriðjudag. „Eiginmenn ykkar, þeir vilja fara aftur að vinna, er það ekki? Þeir vilja fara aftur að vinna. Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar, og allir vilja það. Lækningin getur aldrei orðið verri en sjálft vandamálið,“ sagði Trump á fundinum í gær. Sagðist elska konur miklu meira en karlmenn Skömmu áður montaði hann sig af stuðningi kvenna við sig og sagði að þær myndu kjósa hann því þær vilji öryggi og lög og reglu. „Við munum standa okkur frábærlega. Ég elska konur, ég get ekki gert að því. Þær eru bestar. Ég elska þær miklu meira en karlmenn,“ sagði forsetinn. Að því er fram kemur í frétt USA Today sýnir fjöldi gagna að kórónuveirufaraldurinn hefur haft verri áhrif á konur á bandarískum vinnumarkaði en karla. Atvinnuleysistölur eru hærri á meðal kvenna en karla og þá hefur dagvistunarúrræðum fyrir börn einnig fækkað í faraldrinum. Vinnutölfræði fyrir september í Bandaríkjunum sýndi að 865 þúsund konur hefðu farið af vinnumarkaðnum á móti 216 þúsund karlmönnum. Loforð Trumps um að finna störf handa eiginmönnum kvennanna voru gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Þannig spurði Demókratinn og öldungadeildarþingmaður Michigan, Curtis Hertel, hvort forsetinn hefði gleymt því að hann væri í framboði á 21. öldinni. Donald Trumps pitch to women voters were getting your husbands back to work. Did he forget what century he is running for President in?— Senator Curtis Hertel (@CurtisHertelJr) October 27, 2020 Fyrir um tveimur vikum biðlaði Trump til kvenna í úthverfum Pennsylvaníu að kjósa sig á kosningafundi í ríkinu. „Má ég biðja ykkur um greiða? Konur í úthverfum, viljið þið vinsamlegast láta ykkur líka við mig. Vinsamlegast. Ég bjargaði andskotans hverfunum ykkar, ókei?“ sagði Trump þá. Í viðtali við 60 mínútur um helgina sagði Trump að hann hefði verið að grínast þegar hann bað konurnar um að láta þeim líka við sig. „Æ, ég sagði þetta ekki. Þú veist, þetta er svo villandi… Ég segi þetta í gríni: „Konur í úthverfunum, þið ættuð að elska mig því ég gef ykkur öryggi,““ sagði Trump í viðtalinu við Lesley Stahl. Líkti forsetanum við svikahrapp Á meðan Trump hélt sinn kosningafund í Michigan í gær hélt Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, kosningafundi í Georgíu. Hann hét því meðal annars að verða forseti sem myndi ekki sundra þjóðinni heldur sameina hana en gagnrýndi Trump jafnframt mjög. Biden líkti forsetanum við svikahrapp og popúlista og gagnrýndi meðal annars viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beindi orðum sínum að konum á kosningafundi í Michigan í gær þegar hann sagði að hann myndi hjálpa eiginmönnum þeirra að finna vinnu eftir kórónuveirukreppuna. Tæp vika er nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Trump hefur undanfarið lagt mikla áherslu á að ná til kvenna í úthverfunum en atkvæði þeirra áttu stóran þátt í sigri Trumps árið 2016. Nú bendir hins vegar flest til þess að þessar konur hafi snúið baki við Trump og ætli ekki að kjósa hann í kosningunum næsta þriðjudag. „Eiginmenn ykkar, þeir vilja fara aftur að vinna, er það ekki? Þeir vilja fara aftur að vinna. Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar, og allir vilja það. Lækningin getur aldrei orðið verri en sjálft vandamálið,“ sagði Trump á fundinum í gær. Sagðist elska konur miklu meira en karlmenn Skömmu áður montaði hann sig af stuðningi kvenna við sig og sagði að þær myndu kjósa hann því þær vilji öryggi og lög og reglu. „Við munum standa okkur frábærlega. Ég elska konur, ég get ekki gert að því. Þær eru bestar. Ég elska þær miklu meira en karlmenn,“ sagði forsetinn. Að því er fram kemur í frétt USA Today sýnir fjöldi gagna að kórónuveirufaraldurinn hefur haft verri áhrif á konur á bandarískum vinnumarkaði en karla. Atvinnuleysistölur eru hærri á meðal kvenna en karla og þá hefur dagvistunarúrræðum fyrir börn einnig fækkað í faraldrinum. Vinnutölfræði fyrir september í Bandaríkjunum sýndi að 865 þúsund konur hefðu farið af vinnumarkaðnum á móti 216 þúsund karlmönnum. Loforð Trumps um að finna störf handa eiginmönnum kvennanna voru gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Þannig spurði Demókratinn og öldungadeildarþingmaður Michigan, Curtis Hertel, hvort forsetinn hefði gleymt því að hann væri í framboði á 21. öldinni. Donald Trumps pitch to women voters were getting your husbands back to work. Did he forget what century he is running for President in?— Senator Curtis Hertel (@CurtisHertelJr) October 27, 2020 Fyrir um tveimur vikum biðlaði Trump til kvenna í úthverfum Pennsylvaníu að kjósa sig á kosningafundi í ríkinu. „Má ég biðja ykkur um greiða? Konur í úthverfum, viljið þið vinsamlegast láta ykkur líka við mig. Vinsamlegast. Ég bjargaði andskotans hverfunum ykkar, ókei?“ sagði Trump þá. Í viðtali við 60 mínútur um helgina sagði Trump að hann hefði verið að grínast þegar hann bað konurnar um að láta þeim líka við sig. „Æ, ég sagði þetta ekki. Þú veist, þetta er svo villandi… Ég segi þetta í gríni: „Konur í úthverfunum, þið ættuð að elska mig því ég gef ykkur öryggi,““ sagði Trump í viðtalinu við Lesley Stahl. Líkti forsetanum við svikahrapp Á meðan Trump hélt sinn kosningafund í Michigan í gær hélt Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, kosningafundi í Georgíu. Hann hét því meðal annars að verða forseti sem myndi ekki sundra þjóðinni heldur sameina hana en gagnrýndi Trump jafnframt mjög. Biden líkti forsetanum við svikahrapp og popúlista og gagnrýndi meðal annars viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira