Eru vandræði Börsunga á enda eftir afsögn forsetans og sigur á Juventus? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2020 07:01 Lionel Messi fagnar marki sínu gegn Juventus í gærkvöld ásamt samherjum sínum. Valerio Pennicino/Getty Images Þó svo að Josep Maria Bartomeu sé búinn að segja starfi sínu lausu sem forseti spænska stórveldisins Barcelona þá er enn töluvert af vandamálum sem herja á félagið, bæði innan vallar sem utan. Hér að neðan munum við fara betur yfir þau sem eiga við innan vallar. Það jákvæðasta við að Bartomeu sé farinn er það að Lionel Messi – slærasta stjarna liðsins – gæti þá ákveðið að vera áfram. Brotthvarf Messi, ef af því verður, gæti hins vegar einnig verið blessun í dulargervi fyrir liðið þegar fram líða stundir. Nánar um það hér að neðan. Í gær fór fram leikur Juventus og Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Börsungar unnu góðan 2-0 útisigur á liði Juventu sem saknaði Cristiano Ronaldo sárlega. Þó svo að Barcelona hafi landað sigri á liði sem hefur einokað ítalska meistaratitilinn undanfarin níu ár þá eru nokkrir hlutir sem vert er að nefna. Juventus var eins og áður sagði án Ronaldo. Álvaro Morata skoraði þrívegis í leiknum en var dæmdur rangstæður í öll þrjú skiptin. Fyrra mark Börsunga var skot af löngu færi sem fór í varnarmann og þaðan í netið. Þá var seinna markið af vítapunktinum. Því má færa rök fyrir því að sigurinn hafi ekki alveg verið jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. 70 goals in 74 games Lionel Messi has scored more goals in the Champions League group stages than any other player in history #UCL pic.twitter.com/RN8yBnSTpl— Goal (@goal) October 28, 2020 Barcelona er aðeins með sjö stig eftir fimm leiki í spænsku úrvalsdeildinni og töpuðu til að mynda tveimur deildarleikjum í röð fyrir leikinn gegn Juventus í gær. Þeim fyrri 0-1 gegn Getafe og svo 1-3 í hinum fornfræga El Clásico, sem fram fór á heimavelli Börsunga að þessu sinni. Sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska í báðum leikjum og þá hafa verið ýmis varnarvandræði undanfarna mánuði. Förum nánar yfir þetta. Markvarslan Hinn 28 ára gamli Marc-André ter Stegen er með betri markvörðum Evrópu þessa dagana en Þjóðverjinn er hins vegar á meiðslalistanum. Hann fór í aðgerð nýverið og ekki er reiknað með að hann snúi aftur fyrr en í desember. Í hans stað er hinn 31 árs gamli Neto á milli stanganna. Þó lítið sé við Neto að sakast þessa dagana þá er vissulega mikill munur á því að vera án manns í þeim gæðaflokki sem ter Stegen er, spyrjið bara Liverpool-aðdáendur. Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona.vísir/getty Varnarleikurinn Varnarleikur Börsunga hefur verið mikið í umræðunni síðan liðið tapaði 8-2 gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Gerard Pique og Jordi Alba hafa verið mikilvægir hlekkir í liði Börsunga undanfarin ár en þeir eru komnir af sínu léttasta skeiði. Liðið hefur átt erfitt með að finna miðvörð til að standa vaktina með Pique í miðverðinum. Frakkinn Samuel Umtiti átti að leysa slík vandræði en hann hefur átt í stökustu vandræðum með að halda sér heilum. Hefur hinn 26 ára gamli örvfætti miðvörður til að mynda ekki enn leikið á þessari leiktíð og náði aðeins 18 leikjum í heildina á síðasta tímabili. Clément Lenglet, samlandi Umtiti, gekk í raðir Börsunga sumarið 2018 frá Sevilla og hefur ekki enn sannfært neinn um að hann sé maðurinn til að taka við af Pique. Þá gekk hinn 19 ára gamli Sergiño Dest til liðs við Börsunga í sumar frá hollenska félaginu Ajax. Er hann hugsaður sem framtíðar hægri bakvörður liðsins en mun eflaust þurfa tíma til að aðlagast. Hinn 21 árs gamli Ronald Araújo frá Úrúgvæ lék í miðverði gegn Juventus í gærkvöld. Var hann tekinn út af í hálfleik fyrir Sergio Busquets, mögulega er það lausn á þeim vandræðum sem Koeman stendur frammi fyrir þegar kemur að því að stilla upp miðju liðsins. Miðjan Liðnir eru þeir dagar er miðja Barcelona var öfunduð um allan heim. Sergio Busquets, Xavi Hernandez og Andrés Iniesta voru nær ósnertanlegir á sínum tíma en nú er Busquets aðeins einn eftir. Busquets verst Paulo Dybala í leiknum í gærkvöld.Daniele Badolato/Getty Images Hinn 32 ára gamli Spánverji hefur verið með bestu djúpu miðjumönnum heims í nú rúman áratug. Með komu Ronald Koeman í þjálfarastól Barcelona hefur staða hans hjá félaginu þó tekið nokkrum breytingum. Til að koma Frenkie De Jong – samlanda sínum – betur inn í liðið hefur Koeman ákveðið að spila með tvo djúpa miðjumenn. Það er eitthvað sem hvorki De Jong né Busquets eru vanir en sá síðarnefndi hefur nær allan sinn feril leikið einn sem tengiliður milli varnar og miðju. Nú er hann allt í einu með mann sér við hlið og virðist ekki alveg vita hvert hann á að snúa. Fór Michael Cox hjá The Athletic til að mynda yfir frammistöðu Busquets í El Clásico á dögunum. Hún var ekki til framdráttar en miðjumenn Real Madrid stungu sér ítrekað á blindu hlið Busquets og skyldu hann í kjölfarið eftir. Fyrsta mark Real í leiknum kom til að mynda eftir slíkt hlaup. Sergio Busquets really struggled in the Clasico. Time for Koeman to make a decision... https://t.co/friFZdn5hA— Michael Cox (@Zonal_Marking) October 26, 2020 Hinn þrítugi Miralem Pjanić fékk hins vegar óvænt tækifæri gegn sínum fyrrum félögum í gærkvöld á kostnað Busquets. Mögulega er það eitthvað sem við munum sjá meira af í vetur. Sóknarleikurinn Það er vissulega einn ljós punktur í sóknarleik Börsunga. Sá heitir Ansu Fati og er 17 ára gamall Spánverji sem var fæddur í Gínea-Bissá. Hann er nú þegar búinn að slá öll met er varðar aldur hjá Barcelona sem og spænska landsliðinu. Í leiknum gegn Real Madrid var honum stillt upp sem fremsta manni en Fati virðist kunna betur við sig á öðrum hvorum vængnum. Pedri Gonzáles – annar 17 ára gutti – byrjaði einnig leikinn gegn Real en báðir voru teknir af velli á 82. mínútu, líkt og Busquets. Raunar eiga Börsungar töluvert af efnilegum leikmönnum en þeir eru einfaldlega ekki til umræðu hér. Juventus v FC Barcelona: Group G - UEFA Champions League TURIN, ITALY - OCTOBER 28: Ansu Fati of FC Barcelona controls the ball against Arthur of Juventus during the UEFA Champions League Group G stage match between Juventus and FC Barcelona at Juventus Stadium on October 28, 2020 in Turin, Italy. (Photo by Chris Ricco/Getty Images) Það hljómar kjánalega að kalla það vandræði að vera með Lionel Messi, Antonio Griezmann, Ousmane Dembéle og Philippe Coutinho alla í sama liðinu. Málið er hins vegar að þeir henta illa saman. Messi er orðinn 33 ára gamall og þarf ákveðna leikmenn í kringum sig til að virka sem best. Koeman hefur verið að nota bæði Griezmann og Coutinho en það hefur því miður ekki gengið sem skyldi. Allir þrír vilja vinna á sama svæði vallarins og því miður er það ekki líklegt til árangurs. Því má í raun segja að leikmennirnir flækist hver fyrir öðrum og auðveldi mótherjunum varnarleikinn fyrir vikið. Hinn 29 ára gamli Griezmann er frábær leikmaður en hann spilar venjulega sem „annar“ framherji, það er leikmaður sem vinnur á bakvið eða í kringum aðalframherja liðsins. Hjá Frakklandi hefur hann átt frábært samstarf með hinum fjallmyndarlega og nautsterka Oliver Giroud. Hjá Atletico Madrid lék hann til að mynda með hinum minna myndarlega en eflaust jafn sterka Diego Costa. Koeman hefur ákveðið að Messi fái ekki að spila sem fölsk nía – það er framherji sem dregur sig niður á völlinn – líkt og Argentínumaðurinn vill gera. Þá virðist hann ekki telja það líklegt til árangurs að setja Messi á kantinn og því er hann í „tíunni“ í 4-2-3-1 leikkerfi Börsunga. Lionel Messi completed more take-ons (6) and created more chances (5) than any other player on the pitch against Juventus.Oh, and he got a goal and an assist. #UCL pic.twitter.com/GIfNFFWKbK— Squawka Football (@Squawka) October 28, 2020 Þá er Coutinho venjulega troðið út á vinstri kant, svo hann geti komið inn á völlinn og valdið usla. Hann er hins vegar að öllum líkindum frá næsta mánuðinn eða svo vegna meiðsla sem þýðir að Koeman getur nýtt hraða og sprengikraft Dembéle á vængnum líkt og hann gerði í gær. Þá þarf hinn 23 ára gamli Frakki hins vegar að stilla vekjaraklukkuna rétt og yfir höfuð nenna að mæta á æfingar. Að öllu þessu sögðu þá tókst Koeman að stýra Barcelona til sigurs gegn Juventus á útivelli. Mögulega lyftir það liðinu upp og hjálpar þeim í komandi leikjum. Ef ekki má reikna með því að Hollendingurinn verði farinn að leita sér að nýju starfi næsta sumar. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona lagði Juventus | Pirlo í vandræðum? Börsungar sóttu sigur til Ítalíu er þeir lögðu Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 2-0 gestunum í vil. 28. október 2020 22:05 FIFA ekkert heyrt frá Barcelona Alþjóða knattspyrnusambandið segist ekki hafa heyrt frá Barcelona varðandi þátttöku þeirra í úrvalsdeild Evrópu. Fráfarandi forseti spænska liðsins sagði að félagið væri tilbúið að taka þátt í slíkri deild þegar hún yrði stofnuð. 28. október 2020 17:15 Bartomeu henti fram „sprengju“ um leið og hann sagði af sér hjá Barcelona Josep Maria Bartomeu hefur fengið á sig mikla gagnrýni í forsetatíð sinni hjá Barcelona og hann lét loksins undan þrýstingnum í gær. Hann varð þó að fara frá með látum. 28. október 2020 07:31 Forseti Barcelona segir af sér | Verður Messi áfram? Svo virðist sem Lionel Messi hafi haft betur í valdabaráttu spænska stórliðsins Barcelona en forseti félagsins - Josep Maria Bartomeu - sagði af sér nú í kvöld. 27. október 2020 20:16 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Þó svo að Josep Maria Bartomeu sé búinn að segja starfi sínu lausu sem forseti spænska stórveldisins Barcelona þá er enn töluvert af vandamálum sem herja á félagið, bæði innan vallar sem utan. Hér að neðan munum við fara betur yfir þau sem eiga við innan vallar. Það jákvæðasta við að Bartomeu sé farinn er það að Lionel Messi – slærasta stjarna liðsins – gæti þá ákveðið að vera áfram. Brotthvarf Messi, ef af því verður, gæti hins vegar einnig verið blessun í dulargervi fyrir liðið þegar fram líða stundir. Nánar um það hér að neðan. Í gær fór fram leikur Juventus og Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Börsungar unnu góðan 2-0 útisigur á liði Juventu sem saknaði Cristiano Ronaldo sárlega. Þó svo að Barcelona hafi landað sigri á liði sem hefur einokað ítalska meistaratitilinn undanfarin níu ár þá eru nokkrir hlutir sem vert er að nefna. Juventus var eins og áður sagði án Ronaldo. Álvaro Morata skoraði þrívegis í leiknum en var dæmdur rangstæður í öll þrjú skiptin. Fyrra mark Börsunga var skot af löngu færi sem fór í varnarmann og þaðan í netið. Þá var seinna markið af vítapunktinum. Því má færa rök fyrir því að sigurinn hafi ekki alveg verið jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. 70 goals in 74 games Lionel Messi has scored more goals in the Champions League group stages than any other player in history #UCL pic.twitter.com/RN8yBnSTpl— Goal (@goal) October 28, 2020 Barcelona er aðeins með sjö stig eftir fimm leiki í spænsku úrvalsdeildinni og töpuðu til að mynda tveimur deildarleikjum í röð fyrir leikinn gegn Juventus í gær. Þeim fyrri 0-1 gegn Getafe og svo 1-3 í hinum fornfræga El Clásico, sem fram fór á heimavelli Börsunga að þessu sinni. Sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska í báðum leikjum og þá hafa verið ýmis varnarvandræði undanfarna mánuði. Förum nánar yfir þetta. Markvarslan Hinn 28 ára gamli Marc-André ter Stegen er með betri markvörðum Evrópu þessa dagana en Þjóðverjinn er hins vegar á meiðslalistanum. Hann fór í aðgerð nýverið og ekki er reiknað með að hann snúi aftur fyrr en í desember. Í hans stað er hinn 31 árs gamli Neto á milli stanganna. Þó lítið sé við Neto að sakast þessa dagana þá er vissulega mikill munur á því að vera án manns í þeim gæðaflokki sem ter Stegen er, spyrjið bara Liverpool-aðdáendur. Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona.vísir/getty Varnarleikurinn Varnarleikur Börsunga hefur verið mikið í umræðunni síðan liðið tapaði 8-2 gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Gerard Pique og Jordi Alba hafa verið mikilvægir hlekkir í liði Börsunga undanfarin ár en þeir eru komnir af sínu léttasta skeiði. Liðið hefur átt erfitt með að finna miðvörð til að standa vaktina með Pique í miðverðinum. Frakkinn Samuel Umtiti átti að leysa slík vandræði en hann hefur átt í stökustu vandræðum með að halda sér heilum. Hefur hinn 26 ára gamli örvfætti miðvörður til að mynda ekki enn leikið á þessari leiktíð og náði aðeins 18 leikjum í heildina á síðasta tímabili. Clément Lenglet, samlandi Umtiti, gekk í raðir Börsunga sumarið 2018 frá Sevilla og hefur ekki enn sannfært neinn um að hann sé maðurinn til að taka við af Pique. Þá gekk hinn 19 ára gamli Sergiño Dest til liðs við Börsunga í sumar frá hollenska félaginu Ajax. Er hann hugsaður sem framtíðar hægri bakvörður liðsins en mun eflaust þurfa tíma til að aðlagast. Hinn 21 árs gamli Ronald Araújo frá Úrúgvæ lék í miðverði gegn Juventus í gærkvöld. Var hann tekinn út af í hálfleik fyrir Sergio Busquets, mögulega er það lausn á þeim vandræðum sem Koeman stendur frammi fyrir þegar kemur að því að stilla upp miðju liðsins. Miðjan Liðnir eru þeir dagar er miðja Barcelona var öfunduð um allan heim. Sergio Busquets, Xavi Hernandez og Andrés Iniesta voru nær ósnertanlegir á sínum tíma en nú er Busquets aðeins einn eftir. Busquets verst Paulo Dybala í leiknum í gærkvöld.Daniele Badolato/Getty Images Hinn 32 ára gamli Spánverji hefur verið með bestu djúpu miðjumönnum heims í nú rúman áratug. Með komu Ronald Koeman í þjálfarastól Barcelona hefur staða hans hjá félaginu þó tekið nokkrum breytingum. Til að koma Frenkie De Jong – samlanda sínum – betur inn í liðið hefur Koeman ákveðið að spila með tvo djúpa miðjumenn. Það er eitthvað sem hvorki De Jong né Busquets eru vanir en sá síðarnefndi hefur nær allan sinn feril leikið einn sem tengiliður milli varnar og miðju. Nú er hann allt í einu með mann sér við hlið og virðist ekki alveg vita hvert hann á að snúa. Fór Michael Cox hjá The Athletic til að mynda yfir frammistöðu Busquets í El Clásico á dögunum. Hún var ekki til framdráttar en miðjumenn Real Madrid stungu sér ítrekað á blindu hlið Busquets og skyldu hann í kjölfarið eftir. Fyrsta mark Real í leiknum kom til að mynda eftir slíkt hlaup. Sergio Busquets really struggled in the Clasico. Time for Koeman to make a decision... https://t.co/friFZdn5hA— Michael Cox (@Zonal_Marking) October 26, 2020 Hinn þrítugi Miralem Pjanić fékk hins vegar óvænt tækifæri gegn sínum fyrrum félögum í gærkvöld á kostnað Busquets. Mögulega er það eitthvað sem við munum sjá meira af í vetur. Sóknarleikurinn Það er vissulega einn ljós punktur í sóknarleik Börsunga. Sá heitir Ansu Fati og er 17 ára gamall Spánverji sem var fæddur í Gínea-Bissá. Hann er nú þegar búinn að slá öll met er varðar aldur hjá Barcelona sem og spænska landsliðinu. Í leiknum gegn Real Madrid var honum stillt upp sem fremsta manni en Fati virðist kunna betur við sig á öðrum hvorum vængnum. Pedri Gonzáles – annar 17 ára gutti – byrjaði einnig leikinn gegn Real en báðir voru teknir af velli á 82. mínútu, líkt og Busquets. Raunar eiga Börsungar töluvert af efnilegum leikmönnum en þeir eru einfaldlega ekki til umræðu hér. Juventus v FC Barcelona: Group G - UEFA Champions League TURIN, ITALY - OCTOBER 28: Ansu Fati of FC Barcelona controls the ball against Arthur of Juventus during the UEFA Champions League Group G stage match between Juventus and FC Barcelona at Juventus Stadium on October 28, 2020 in Turin, Italy. (Photo by Chris Ricco/Getty Images) Það hljómar kjánalega að kalla það vandræði að vera með Lionel Messi, Antonio Griezmann, Ousmane Dembéle og Philippe Coutinho alla í sama liðinu. Málið er hins vegar að þeir henta illa saman. Messi er orðinn 33 ára gamall og þarf ákveðna leikmenn í kringum sig til að virka sem best. Koeman hefur verið að nota bæði Griezmann og Coutinho en það hefur því miður ekki gengið sem skyldi. Allir þrír vilja vinna á sama svæði vallarins og því miður er það ekki líklegt til árangurs. Því má í raun segja að leikmennirnir flækist hver fyrir öðrum og auðveldi mótherjunum varnarleikinn fyrir vikið. Hinn 29 ára gamli Griezmann er frábær leikmaður en hann spilar venjulega sem „annar“ framherji, það er leikmaður sem vinnur á bakvið eða í kringum aðalframherja liðsins. Hjá Frakklandi hefur hann átt frábært samstarf með hinum fjallmyndarlega og nautsterka Oliver Giroud. Hjá Atletico Madrid lék hann til að mynda með hinum minna myndarlega en eflaust jafn sterka Diego Costa. Koeman hefur ákveðið að Messi fái ekki að spila sem fölsk nía – það er framherji sem dregur sig niður á völlinn – líkt og Argentínumaðurinn vill gera. Þá virðist hann ekki telja það líklegt til árangurs að setja Messi á kantinn og því er hann í „tíunni“ í 4-2-3-1 leikkerfi Börsunga. Lionel Messi completed more take-ons (6) and created more chances (5) than any other player on the pitch against Juventus.Oh, and he got a goal and an assist. #UCL pic.twitter.com/GIfNFFWKbK— Squawka Football (@Squawka) October 28, 2020 Þá er Coutinho venjulega troðið út á vinstri kant, svo hann geti komið inn á völlinn og valdið usla. Hann er hins vegar að öllum líkindum frá næsta mánuðinn eða svo vegna meiðsla sem þýðir að Koeman getur nýtt hraða og sprengikraft Dembéle á vængnum líkt og hann gerði í gær. Þá þarf hinn 23 ára gamli Frakki hins vegar að stilla vekjaraklukkuna rétt og yfir höfuð nenna að mæta á æfingar. Að öllu þessu sögðu þá tókst Koeman að stýra Barcelona til sigurs gegn Juventus á útivelli. Mögulega lyftir það liðinu upp og hjálpar þeim í komandi leikjum. Ef ekki má reikna með því að Hollendingurinn verði farinn að leita sér að nýju starfi næsta sumar.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona lagði Juventus | Pirlo í vandræðum? Börsungar sóttu sigur til Ítalíu er þeir lögðu Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 2-0 gestunum í vil. 28. október 2020 22:05 FIFA ekkert heyrt frá Barcelona Alþjóða knattspyrnusambandið segist ekki hafa heyrt frá Barcelona varðandi þátttöku þeirra í úrvalsdeild Evrópu. Fráfarandi forseti spænska liðsins sagði að félagið væri tilbúið að taka þátt í slíkri deild þegar hún yrði stofnuð. 28. október 2020 17:15 Bartomeu henti fram „sprengju“ um leið og hann sagði af sér hjá Barcelona Josep Maria Bartomeu hefur fengið á sig mikla gagnrýni í forsetatíð sinni hjá Barcelona og hann lét loksins undan þrýstingnum í gær. Hann varð þó að fara frá með látum. 28. október 2020 07:31 Forseti Barcelona segir af sér | Verður Messi áfram? Svo virðist sem Lionel Messi hafi haft betur í valdabaráttu spænska stórliðsins Barcelona en forseti félagsins - Josep Maria Bartomeu - sagði af sér nú í kvöld. 27. október 2020 20:16 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Barcelona lagði Juventus | Pirlo í vandræðum? Börsungar sóttu sigur til Ítalíu er þeir lögðu Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 2-0 gestunum í vil. 28. október 2020 22:05
FIFA ekkert heyrt frá Barcelona Alþjóða knattspyrnusambandið segist ekki hafa heyrt frá Barcelona varðandi þátttöku þeirra í úrvalsdeild Evrópu. Fráfarandi forseti spænska liðsins sagði að félagið væri tilbúið að taka þátt í slíkri deild þegar hún yrði stofnuð. 28. október 2020 17:15
Bartomeu henti fram „sprengju“ um leið og hann sagði af sér hjá Barcelona Josep Maria Bartomeu hefur fengið á sig mikla gagnrýni í forsetatíð sinni hjá Barcelona og hann lét loksins undan þrýstingnum í gær. Hann varð þó að fara frá með látum. 28. október 2020 07:31
Forseti Barcelona segir af sér | Verður Messi áfram? Svo virðist sem Lionel Messi hafi haft betur í valdabaráttu spænska stórliðsins Barcelona en forseti félagsins - Josep Maria Bartomeu - sagði af sér nú í kvöld. 27. október 2020 20:16
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti