Gullbjörninn hvetur fólk til að kjósa Trump Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2020 17:00 Donald Trump á hauk í horni í Jack Nicklaus. getty/Manny Hernandez Jack Nicklaus, sem vann átján risamót í golfi á sínum tíma, greiddi Donald Trump atkvæði sitt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Í færslu á Twitter segist Nicklaus, sem er oft kallaður Gullbjörninn, hafa kynnst Trump vel undanfarin ár. Hann segir að forsetinn hafi sýnt þrautseigju þrátt fyrir andstöðu úr mörgum áttum og staðið við loforð sín. Nicklaus segir jafnframt að stefna Trumps muni hjálpa mörgum fjölskyldum víðs vegar um landið að upplifa ameríska drauminn. Hann lýkur svo færslu sinni á þessum orðum. „Ég veit að það eru aðeins nokkrir dagar í kosningar og mörg ykkar hafa eflaust ekki enn gert upp hug ykkar. En ef við viljum áfram eiga möguleika á ameríska draumnum og ekki þróast í sósíalísk Bandaríki þar sem ríkið ræður öllu hvet ég ykkur eindregið til að íhuga að kjósa Donald Trump til næstu fjögurra ára. Það hef ég gert og greitt honum atkvæði mitt,“ skrifar Nicklaus. Get out and vote. I did! pic.twitter.com/IfQb3NeSO3— Jack Nicklaus (@jacknicklaus) October 29, 2020 Nicklaus er ekki eini þekkti kylfingurinn sem styður Trump því John Daly er einn þekktasti stuðningsmaður forsetans. Hann var m.a. viðstaddur aðrar kappræður Trumps og Joes Biden í síðustu viku. Miðað við skoðanakannanir verða Nicklaus, Daly og aðrir stuðningsmenn Trump fyrir vonbrigðum með niðurstöðu kosninganna 3. nóvember því Biden mælist með gott forskot á forsetann. Golf Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Jack Nicklaus, sem vann átján risamót í golfi á sínum tíma, greiddi Donald Trump atkvæði sitt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Í færslu á Twitter segist Nicklaus, sem er oft kallaður Gullbjörninn, hafa kynnst Trump vel undanfarin ár. Hann segir að forsetinn hafi sýnt þrautseigju þrátt fyrir andstöðu úr mörgum áttum og staðið við loforð sín. Nicklaus segir jafnframt að stefna Trumps muni hjálpa mörgum fjölskyldum víðs vegar um landið að upplifa ameríska drauminn. Hann lýkur svo færslu sinni á þessum orðum. „Ég veit að það eru aðeins nokkrir dagar í kosningar og mörg ykkar hafa eflaust ekki enn gert upp hug ykkar. En ef við viljum áfram eiga möguleika á ameríska draumnum og ekki þróast í sósíalísk Bandaríki þar sem ríkið ræður öllu hvet ég ykkur eindregið til að íhuga að kjósa Donald Trump til næstu fjögurra ára. Það hef ég gert og greitt honum atkvæði mitt,“ skrifar Nicklaus. Get out and vote. I did! pic.twitter.com/IfQb3NeSO3— Jack Nicklaus (@jacknicklaus) October 29, 2020 Nicklaus er ekki eini þekkti kylfingurinn sem styður Trump því John Daly er einn þekktasti stuðningsmaður forsetans. Hann var m.a. viðstaddur aðrar kappræður Trumps og Joes Biden í síðustu viku. Miðað við skoðanakannanir verða Nicklaus, Daly og aðrir stuðningsmenn Trump fyrir vonbrigðum með niðurstöðu kosninganna 3. nóvember því Biden mælist með gott forskot á forsetann.
Golf Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira