Árásarmaðurinn kom frá Túnis fyrir nokkrum dögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 23:31 Frá Nice í dag. AP/Eric Gaillard Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. Hann var með þrjá hnífa á sér, þar af var einn þeirra þrjátíu sentimetra langur. BBC greinir frá Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu og hefur verið nafngreindur sem Brahim Aioussaoi, 21 árs gamall Túnisbúi sem kom til Frakklands fyrir örfáum dögum síðan frá Túnis. Hann er sagður hafa áður komið til Evrópu frá Túnis í síðasta mánuði. Hann var skotinn í aðgerðum lögreglu og er ástand hans sagt alvarlegt. Lögregla segist hafa fundið Kóraninn, tvo síma, einn þrjátíu sentimetra langan hníf með sautján sentimetra löngu blaði sem notaður var í árásinni og tvo aðra hnífa sem voru ónotaðir í fórum árásarmannsins. Yfirvöld segja að um hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða. Yfirvöld segja að eitt fórnarlambana, kona á sjötugsaldri, hafi verið nær afhöfðað í árásinni. Þá var karlmaður á sextugsaldri skorinn á háls og kona á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára skömmu eftir árásina eftir að henni tókst að flýja árásarmanninn. Árásin var framin við Notre Dame kirkjuna í miðborg Nice í morgun en fregnir herma að karlmaðurinn sem lést í árásinni hafi verið starfsmaður kirkjunnar. Frakkar hafa gripið til hertra aðgerða gegn meintum öfgahópum í landinu í kjölfar þess að Samuel Paty, kennari í París, var myrtur á dögunum eftir að hafa sýnt nemendum sínum umdeildar skopmyndir blaðsins Charlie Hebdo af Múhameð spámanni. Morðið vakti hörð viðbrögð í Frakklandi. Ríkisstjórn Emmanuels Macrons forseta hefur meðal annars hert eftirlit með moskum í kjölfar þeirrar árásar og forsetinn hefur neitað að fordæma skopmyndirnar. Þessi viðbrögð hafa farið öfugt ofan í fjölda múslima bæði innan Frakklands sem utan. Al Jazeera sagði frá því að margir franskir múslimar óttist nú útskúfun og þá hafa leiðtogar fjölda múslimaríkja hvatt landa sína til að sniðganga franskar vörur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlat að tvöfalda þann fjölda hermanna sem sinnir öryggisgæslu innan landamæranna, úr 3.000 í 7.000. Frakkland Túnis Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri hermenn munu gæta öryggis Frakka Þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi eftir að 21 árs karlmaður frá Túnis stakk þrennt til bana í Nice. 29. október 2020 18:30 Lögregla skaut árásarmann til bana í Avignon Maður vopnaður hnífi var skotinn til bana af lögreglu í frönsku borginni Avignon um klukkan 11:15 í morgun að staðartíma eftir að sá hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. 29. október 2020 11:19 Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. 29. október 2020 09:10 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. Hann var með þrjá hnífa á sér, þar af var einn þeirra þrjátíu sentimetra langur. BBC greinir frá Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu og hefur verið nafngreindur sem Brahim Aioussaoi, 21 árs gamall Túnisbúi sem kom til Frakklands fyrir örfáum dögum síðan frá Túnis. Hann er sagður hafa áður komið til Evrópu frá Túnis í síðasta mánuði. Hann var skotinn í aðgerðum lögreglu og er ástand hans sagt alvarlegt. Lögregla segist hafa fundið Kóraninn, tvo síma, einn þrjátíu sentimetra langan hníf með sautján sentimetra löngu blaði sem notaður var í árásinni og tvo aðra hnífa sem voru ónotaðir í fórum árásarmannsins. Yfirvöld segja að um hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða. Yfirvöld segja að eitt fórnarlambana, kona á sjötugsaldri, hafi verið nær afhöfðað í árásinni. Þá var karlmaður á sextugsaldri skorinn á háls og kona á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára skömmu eftir árásina eftir að henni tókst að flýja árásarmanninn. Árásin var framin við Notre Dame kirkjuna í miðborg Nice í morgun en fregnir herma að karlmaðurinn sem lést í árásinni hafi verið starfsmaður kirkjunnar. Frakkar hafa gripið til hertra aðgerða gegn meintum öfgahópum í landinu í kjölfar þess að Samuel Paty, kennari í París, var myrtur á dögunum eftir að hafa sýnt nemendum sínum umdeildar skopmyndir blaðsins Charlie Hebdo af Múhameð spámanni. Morðið vakti hörð viðbrögð í Frakklandi. Ríkisstjórn Emmanuels Macrons forseta hefur meðal annars hert eftirlit með moskum í kjölfar þeirrar árásar og forsetinn hefur neitað að fordæma skopmyndirnar. Þessi viðbrögð hafa farið öfugt ofan í fjölda múslima bæði innan Frakklands sem utan. Al Jazeera sagði frá því að margir franskir múslimar óttist nú útskúfun og þá hafa leiðtogar fjölda múslimaríkja hvatt landa sína til að sniðganga franskar vörur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlat að tvöfalda þann fjölda hermanna sem sinnir öryggisgæslu innan landamæranna, úr 3.000 í 7.000.
Frakkland Túnis Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri hermenn munu gæta öryggis Frakka Þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi eftir að 21 árs karlmaður frá Túnis stakk þrennt til bana í Nice. 29. október 2020 18:30 Lögregla skaut árásarmann til bana í Avignon Maður vopnaður hnífi var skotinn til bana af lögreglu í frönsku borginni Avignon um klukkan 11:15 í morgun að staðartíma eftir að sá hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. 29. október 2020 11:19 Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. 29. október 2020 09:10 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Tvöfalt fleiri hermenn munu gæta öryggis Frakka Þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi eftir að 21 árs karlmaður frá Túnis stakk þrennt til bana í Nice. 29. október 2020 18:30
Lögregla skaut árásarmann til bana í Avignon Maður vopnaður hnífi var skotinn til bana af lögreglu í frönsku borginni Avignon um klukkan 11:15 í morgun að staðartíma eftir að sá hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. 29. október 2020 11:19
Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. 29. október 2020 09:10