Fullt af möguleikum í stöðunni en sættist að endingu á tíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 14:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætir hér á blaðamannafund í Hörpu í dag ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Ölmu Möller landlækni. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ýmsir möguleikar aðrir en tíu manna fjöldatakmarkanir hafi verið í stöðunni. Sú tala hafi að endingu orðið fyrir valinu. Hann vonar að árangur sjáist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur en bendir þó á að kórónuveiran sé nær algjörlega ófyrirsjáanleg. Samkomubann á Íslandi mun miðast við tíu manns þegar hertar veiruaðgerðir taka gildi á miðnætti. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar í dag að fleiri möguleikar hefðu verið í stöðunni. „Já, það voru fullt af möguleikum í stöðunni en þessi tala varð fyrir valinu,“ sagði Þórólfur. Allir þurfi að taka þátt Þá kvaðst hann gera sér vonir um að árangur sæist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur, að því gefnu að allir taki þátt og geri það sem þeim beri að gera. Inntur eftir því hvort hann hefði viljað ganga lengra í aðgerðum en raunin varð, eða hvort hann hefði haft samfélagsleg sjónarmið að leiðarljósi, sagði Þórólfur að slík sjónarmið hefði hann alltaf haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku varðandi faraldurinn og aðgerðir vegna hans. „Auðvitað er hægt að grípa til hörðustu aðgerða strax og eitthvað gerist og lifa með því en ég er ekki viss um að heildarárangurinn af því verði æskilegur, við getum séð alls konar aukaverkanir af því, samfélagslegar og sálrænar sem við viljum ekki sjá,“ sagði Þórólfur. Með aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti mun öll íþróttaiðkun leggjast af í bili, einnig íþróttaiðkun barna. Þórólfur sagði að fjölgun smitaðra barna undanfarið ætti þátt í þeirri ákvörðun. „Ég held það þurfi að vera með hreinar línur í þessu. Við höfum verið að sjá aukningu í smitum meðal barna, þó að þau smiti síður út frá sér og veikist ekki eins, þá viljum við girða fyrir alla leka í þessu.“ Fyrirsjáanleikinn lítill sem enginn Þá kvaðst Þórólfur hafa rætt við ýmsa aðila við ákvarðanatökuna nú. Ákvarðanir þyrfti að taka hratt, enda veiran ófyrirsjáanleg. „Og við höfum þurft að grípa til aðgerða mjög hratt. Við vorum að gæla við þá hugmynd í síðustu viku að við gætum létt á aðgerðum. En fyrirsjáanleikinn í þessu er enginn eða lítill, þannig að þegar maður er búinn að taka ákvörðun eða gæla við hugmyndir um eina aðgerð snýr veiran á okkur og breytir ástandinu þannig að við þurfum að grípa til annarra ráðstafana eins og núna.“ Viðtalið við Þórólf má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að ýmsir möguleikar aðrir en tíu manna fjöldatakmarkanir hafi verið í stöðunni. Sú tala hafi að endingu orðið fyrir valinu. Hann vonar að árangur sjáist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur en bendir þó á að kórónuveiran sé nær algjörlega ófyrirsjáanleg. Samkomubann á Íslandi mun miðast við tíu manns þegar hertar veiruaðgerðir taka gildi á miðnætti. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar í dag að fleiri möguleikar hefðu verið í stöðunni. „Já, það voru fullt af möguleikum í stöðunni en þessi tala varð fyrir valinu,“ sagði Þórólfur. Allir þurfi að taka þátt Þá kvaðst hann gera sér vonir um að árangur sæist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur, að því gefnu að allir taki þátt og geri það sem þeim beri að gera. Inntur eftir því hvort hann hefði viljað ganga lengra í aðgerðum en raunin varð, eða hvort hann hefði haft samfélagsleg sjónarmið að leiðarljósi, sagði Þórólfur að slík sjónarmið hefði hann alltaf haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku varðandi faraldurinn og aðgerðir vegna hans. „Auðvitað er hægt að grípa til hörðustu aðgerða strax og eitthvað gerist og lifa með því en ég er ekki viss um að heildarárangurinn af því verði æskilegur, við getum séð alls konar aukaverkanir af því, samfélagslegar og sálrænar sem við viljum ekki sjá,“ sagði Þórólfur. Með aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti mun öll íþróttaiðkun leggjast af í bili, einnig íþróttaiðkun barna. Þórólfur sagði að fjölgun smitaðra barna undanfarið ætti þátt í þeirri ákvörðun. „Ég held það þurfi að vera með hreinar línur í þessu. Við höfum verið að sjá aukningu í smitum meðal barna, þó að þau smiti síður út frá sér og veikist ekki eins, þá viljum við girða fyrir alla leka í þessu.“ Fyrirsjáanleikinn lítill sem enginn Þá kvaðst Þórólfur hafa rætt við ýmsa aðila við ákvarðanatökuna nú. Ákvarðanir þyrfti að taka hratt, enda veiran ófyrirsjáanleg. „Og við höfum þurft að grípa til aðgerða mjög hratt. Við vorum að gæla við þá hugmynd í síðustu viku að við gætum létt á aðgerðum. En fyrirsjáanleikinn í þessu er enginn eða lítill, þannig að þegar maður er búinn að taka ákvörðun eða gæla við hugmyndir um eina aðgerð snýr veiran á okkur og breytir ástandinu þannig að við þurfum að grípa til annarra ráðstafana eins og núna.“ Viðtalið við Þórólf má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26
Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“