Guðni og Eliza ávörpuðu heilbrigðisstarfsfólk Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 21:09 Hjónin báru grímur þegar þau gengu inn í stofuna. Skjáskot Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid senda hugheilar kveðjur til heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þau segja ábyrgð landsmanna mikla, enda þurfi heilbrigðisstarfsfólk að standa vaktina bæði dag og nótt. „Margir fleiri eiga þakkir skildar en um þessar mundir er heilbrigðiskerfi okkar undir einstöku álagi. Ábyrgð okkar hinna er mikil. Við þurfum hvert og eitt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta ykkur störfin. Við þurfum að stuðla að því að ykkur gangi sem allra best að verja þá sem eru veikastir fyrir,“ segir Guðni í ávarpi þeirra hjóna. Hann minnir þjóðina á mikilvægi samstöðu og samúðar, enda muni baráttan taka enda að lokum. „Hermt er að frægur mannfræðingur hafi eitt sinn verið spurður hver hún teldi fyrstu merki um menningu meðal mannkyns. Voru það tilhöggnir steinar eða leirker? Nei, var svarið, það myndi frekar vera ævafornt mannabein, brotinn lærleggur sem hafði verið búið um svo að greri um heilt. Einhver hafði lagt það á sig að hjálpa þeim sem var hjálpar þurfi. Það var menning, það var mennska.“ Þolinmæði og skilningur Eliza hélt ávarp sitt á ensku og beindi orðum sínum einnig til heilbrigðisstarfsfólks. Hún þakkaði því fyrir framlag sitt í erfiðum aðstæðum, vinna þeirra væri ómetanleg. „Svo mörg ykkar hafa svarað kallinu og boðið fram krafta ykkar og reynslu á stöðum þar sem við þurfum mest á því að halda. Takk fyrir að stíga fram,“ sagði Eliza. Þá sagði hún samstöðuna enn mikilvægari fyrir þá sem væru af erlendum uppruna og mögulega án fjölskyldumeðlima hér á landi. Það gæti reynst erfitt að vinna við krefjandi aðstæður án baklands. „Í baráttunni við ósýnilega veiru verðum við öll að standa saman. Við verðum að sýna samstöðu og samúð, þolinmæði og skilning. Og við verðum að styðja hvort annað.“ Hér að neðan má sjá ávarpið. ÁVÖRP // Kveðja forsetahjóna til starfsliðs Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana from Landspítali on Vimeo. Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid senda hugheilar kveðjur til heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þau segja ábyrgð landsmanna mikla, enda þurfi heilbrigðisstarfsfólk að standa vaktina bæði dag og nótt. „Margir fleiri eiga þakkir skildar en um þessar mundir er heilbrigðiskerfi okkar undir einstöku álagi. Ábyrgð okkar hinna er mikil. Við þurfum hvert og eitt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta ykkur störfin. Við þurfum að stuðla að því að ykkur gangi sem allra best að verja þá sem eru veikastir fyrir,“ segir Guðni í ávarpi þeirra hjóna. Hann minnir þjóðina á mikilvægi samstöðu og samúðar, enda muni baráttan taka enda að lokum. „Hermt er að frægur mannfræðingur hafi eitt sinn verið spurður hver hún teldi fyrstu merki um menningu meðal mannkyns. Voru það tilhöggnir steinar eða leirker? Nei, var svarið, það myndi frekar vera ævafornt mannabein, brotinn lærleggur sem hafði verið búið um svo að greri um heilt. Einhver hafði lagt það á sig að hjálpa þeim sem var hjálpar þurfi. Það var menning, það var mennska.“ Þolinmæði og skilningur Eliza hélt ávarp sitt á ensku og beindi orðum sínum einnig til heilbrigðisstarfsfólks. Hún þakkaði því fyrir framlag sitt í erfiðum aðstæðum, vinna þeirra væri ómetanleg. „Svo mörg ykkar hafa svarað kallinu og boðið fram krafta ykkar og reynslu á stöðum þar sem við þurfum mest á því að halda. Takk fyrir að stíga fram,“ sagði Eliza. Þá sagði hún samstöðuna enn mikilvægari fyrir þá sem væru af erlendum uppruna og mögulega án fjölskyldumeðlima hér á landi. Það gæti reynst erfitt að vinna við krefjandi aðstæður án baklands. „Í baráttunni við ósýnilega veiru verðum við öll að standa saman. Við verðum að sýna samstöðu og samúð, þolinmæði og skilning. Og við verðum að styðja hvort annað.“ Hér að neðan má sjá ávarpið. ÁVÖRP // Kveðja forsetahjóna til starfsliðs Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana from Landspítali on Vimeo.
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira