Ósáttir við tilmæli sem bárust fimm tímum fyrir rjúpnaveiðitímabilið Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2020 10:52 Rjúpnaveiðimenn eru margir hverjir ósáttir við þessa tilmæli sóttvarnayfirvalda. Vísir/Vilhelm Skotvís harmar að yfirvöld skuli ekki hafa verið í nánari samvinnu við félagið fyrir komandi rjúpnaveiðitímabil. Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa hvatt rjúpnaveiðimenn til að vera heima og taka þannig þátt í baráttunni við kórónuveiruna. Tilkynningin frá sóttvarnalækni og almannavarnadeildinni barst fimm klukkustundum áður en rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í henni kom fram að það væri ekki í anda núverandi reglna að fara í ferðalög á milli landshluta vegna rjúpnaveiði. Skotveiðifélagið Skotvís segist hafa ítrekað óskað eftir fundum með yfirvöldum fyrir yfirvofandi rjúpnaveiðitímabil en ekki fengið slíkan fund. Tilmælin hafi borist án samtals við veiðimenn „Með samtali hefði t.d. verið hægt að fresta fyrstu helginni og bæta þá við annari í byrjun desember og/eða opna SV-svæðið fyrir skotveiðum. Einfaldar aðgerðir sem mótvægi en fengu ekki umræðu,“ segir í yfirlýsingu félagsins og ljóst að mikil óánægja er meðal skotveiðimanna um þessi tilmæli. „Samt er tekið fram að ALLIR eigi að halda sig heima. Það sýnist félaginu vera stefnubreyting frá því í gær. Einfaldara hefði verið að segja fólki þá að ferðast innanhúss þessa helgi og tilkynna það fyrr. það skýtur skökku við að þessum tilmælum er eingöngu beint til veiðimanna en ekki annarar útivistar þar sem fólk er í meiri nánd t.d. ferðalaga í sumarbústaði,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Skotvís segist hafa að eigið frumkvæði hafa sett í gang með nokkrum fyrirvara herferð þar sem veiðimenn eru hvattir til að huga að sóttvörnum. „Þar sem margir eru lagðir af stað eða geta ekki hætt við ferðir þá viljum við ítreka tilmæli okkar: Forðist samneyti við aðra Notið ekki þjónustu eða kaupið þjónustu Ef tveir eða fleiri eru í bíl, hugið að sóttvörnum, sprittið og verið með grímur. Veiðiferð skal vera ferð frá A til B, veiðar á veiðislóð, ferða frá B til A. Farið varlega, akið eftir aðstæðum og ekki leggja í tvísýnt veður. Við erum ÖLL í þessu saman, en það krefst samvinnu, samtals og sveigjanleika. Við skorum á veiðimenn að hlýða þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni og skorum á stjórnvöld að taka upp beint samtal við hagsmunasamtök veiðimanna.“ Skotveiði Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Skotvís harmar að yfirvöld skuli ekki hafa verið í nánari samvinnu við félagið fyrir komandi rjúpnaveiðitímabil. Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa hvatt rjúpnaveiðimenn til að vera heima og taka þannig þátt í baráttunni við kórónuveiruna. Tilkynningin frá sóttvarnalækni og almannavarnadeildinni barst fimm klukkustundum áður en rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í henni kom fram að það væri ekki í anda núverandi reglna að fara í ferðalög á milli landshluta vegna rjúpnaveiði. Skotveiðifélagið Skotvís segist hafa ítrekað óskað eftir fundum með yfirvöldum fyrir yfirvofandi rjúpnaveiðitímabil en ekki fengið slíkan fund. Tilmælin hafi borist án samtals við veiðimenn „Með samtali hefði t.d. verið hægt að fresta fyrstu helginni og bæta þá við annari í byrjun desember og/eða opna SV-svæðið fyrir skotveiðum. Einfaldar aðgerðir sem mótvægi en fengu ekki umræðu,“ segir í yfirlýsingu félagsins og ljóst að mikil óánægja er meðal skotveiðimanna um þessi tilmæli. „Samt er tekið fram að ALLIR eigi að halda sig heima. Það sýnist félaginu vera stefnubreyting frá því í gær. Einfaldara hefði verið að segja fólki þá að ferðast innanhúss þessa helgi og tilkynna það fyrr. það skýtur skökku við að þessum tilmælum er eingöngu beint til veiðimanna en ekki annarar útivistar þar sem fólk er í meiri nánd t.d. ferðalaga í sumarbústaði,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Skotvís segist hafa að eigið frumkvæði hafa sett í gang með nokkrum fyrirvara herferð þar sem veiðimenn eru hvattir til að huga að sóttvörnum. „Þar sem margir eru lagðir af stað eða geta ekki hætt við ferðir þá viljum við ítreka tilmæli okkar: Forðist samneyti við aðra Notið ekki þjónustu eða kaupið þjónustu Ef tveir eða fleiri eru í bíl, hugið að sóttvörnum, sprittið og verið með grímur. Veiðiferð skal vera ferð frá A til B, veiðar á veiðislóð, ferða frá B til A. Farið varlega, akið eftir aðstæðum og ekki leggja í tvísýnt veður. Við erum ÖLL í þessu saman, en það krefst samvinnu, samtals og sveigjanleika. Við skorum á veiðimenn að hlýða þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni og skorum á stjórnvöld að taka upp beint samtal við hagsmunasamtök veiðimanna.“
Skotveiði Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39
Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25