Tugþúsundir barna heima meðan kennarar ráða ráðum sínum Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 07:32 Leik- og grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru lokaðir í dag vegna skipulagsdags. Vísir/Vilhelm Tugir þúsunda barna víðs vegar um landið verða heima í dag vegna þess skipulagsdags sem komið var á í mörgum leik- og grunnskólum til að skólastjórnendur geti skipulagt starfið framundan í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi. Skipulagsdagur hefur þannig verið boðaður í öllum leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Í Reykjanesbæ er skipulagsdagur í grunnskólum, en leikskólar verða ekki með skipulagsdag eins og grunnskólarnir fyrir utan Stapaskóla þar sem þar þarf að taka tillit til sameiginlegrar starfsemi leik- og grunnskólastigins sem er í sömu byggingunni. Á Ísafirði og í Múlaþingi verður starfsdagur í öllum grunnskólum. Leikskólar þar verða hins vegar opnir. Leikskólabörn á landinu voru árið 2019 alls um 18.700 talsins, en börn í grunnskóla um 46 þúsund. Eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái svigrúm og tíma Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 í gær að í leikskólum verði, líkt og í grunnskólum, sóttvarnahólf og að það sé mjög eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái þennan tíma til að skipuleggja sig. „Þetta eru auðvitað hertar aðgerðir í öllu samfélaginu og mér það skipta mjög miklu máli, til þess að ná ákveðinni samheldni og að við getum nálgast þessa stóru áskorun í sameiningu að við gefum þeim þetta svigrúm,“ sagði Lilja. Hún segir það rétt að verkefnið sé erfitt, að skipuleggja sóttvarnahólfin, en að það sé vel gerlegt. „Við sýndum það í vor, eitt fárra ríkja, að við lokuðum ekki skólunum okkar. Það voru við og Svíþjóð sem héldum alveg fast í það grundvallarsjónarmið, í þágu hvers við vildum forgangsraða. Það verður að segjast eins og er, að það gekk mjög vel í vor. Það eru auðvitað svolítið breyttar forsendur núna og við verðum að hafa skilning á því. Við viljum hins vegar tryggja það að þau börn sem eru að upplifa þessa tíma að þau hljóti viðunandi menntun. Við erum að fylgjast mjög vel með framvindunni, það er hvernig þeim líður, hvernig við gætum mögulega stutt betur við alla nemendur,“ sagði Lilja. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Tugir þúsunda barna víðs vegar um landið verða heima í dag vegna þess skipulagsdags sem komið var á í mörgum leik- og grunnskólum til að skólastjórnendur geti skipulagt starfið framundan í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi. Skipulagsdagur hefur þannig verið boðaður í öllum leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Í Reykjanesbæ er skipulagsdagur í grunnskólum, en leikskólar verða ekki með skipulagsdag eins og grunnskólarnir fyrir utan Stapaskóla þar sem þar þarf að taka tillit til sameiginlegrar starfsemi leik- og grunnskólastigins sem er í sömu byggingunni. Á Ísafirði og í Múlaþingi verður starfsdagur í öllum grunnskólum. Leikskólar þar verða hins vegar opnir. Leikskólabörn á landinu voru árið 2019 alls um 18.700 talsins, en börn í grunnskóla um 46 þúsund. Eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái svigrúm og tíma Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 í gær að í leikskólum verði, líkt og í grunnskólum, sóttvarnahólf og að það sé mjög eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái þennan tíma til að skipuleggja sig. „Þetta eru auðvitað hertar aðgerðir í öllu samfélaginu og mér það skipta mjög miklu máli, til þess að ná ákveðinni samheldni og að við getum nálgast þessa stóru áskorun í sameiningu að við gefum þeim þetta svigrúm,“ sagði Lilja. Hún segir það rétt að verkefnið sé erfitt, að skipuleggja sóttvarnahólfin, en að það sé vel gerlegt. „Við sýndum það í vor, eitt fárra ríkja, að við lokuðum ekki skólunum okkar. Það voru við og Svíþjóð sem héldum alveg fast í það grundvallarsjónarmið, í þágu hvers við vildum forgangsraða. Það verður að segjast eins og er, að það gekk mjög vel í vor. Það eru auðvitað svolítið breyttar forsendur núna og við verðum að hafa skilning á því. Við viljum hins vegar tryggja það að þau börn sem eru að upplifa þessa tíma að þau hljóti viðunandi menntun. Við erum að fylgjast mjög vel með framvindunni, það er hvernig þeim líður, hvernig við gætum mögulega stutt betur við alla nemendur,“ sagði Lilja.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
„Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55
Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26
Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24