Lagerbäck vonsvikinn vegna „amatöranna“ Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 16:31 Lars Lagerbäck hefur þjálfað Noreg síðustu ár og stýrir liðinu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, harmar það að einhver eða einhverjir í norska hópnum skuli hafa lekið því í fjölmiðla hvað gekk á í síðasta landsliðsverkefni. Norski miðillinn Verdens Gang greindi fyrstur frá rifrildi Lagerbäcks við framherjann Alexander Sörloth, sem gagnrýnt hafði undirbúning og leikskipulagi Noregs í tapleiknum gegn Serbíu í EM-umspilinu í síðasta mánuði. Sörloth og Lagerbäck rifust í dágóðan tíma, fyrir framan allan leikmannahóp Noregs, og ljóst að einhver úr hópnum hefur lýst atburðarásinni fyrir VG. Á blaðamannafundi í dag, þar sem Lagerbäck kynnti nýjan landsliðshóp sinn fyrir komandi landsleiki í nóvember, snerist umræðan mikið um þetta mál. Jafnvel þó að Lagerbäck og Sörloth hafi kvittað undir yfirlýsingu um að málinu væri lokið og að af því yrðu ekki frekari eftirmálar. Lagerbäck tjáði sig ekki mikið um málið í dag en beindi spjótum sínum að VG og heimildamanni miðilsins. „Fyrir mér er landsliðið fyrir atvinnumenn. Þeir sem að leka sögum sem eru slæmar fyrir landsliðið vil ég kalla amatöra. Með því að skapa svona umhverfi fyrir landsliðið þá eyðileggja menn atvinnumannamenninguna sem við viljum byggja upp. Þetta er svo sannarlega ekki gott,“ sagði Lagerbäck. Gekk á brott eftir að hafa gagnrýnt VG Svíinn, sem kveðst aldrei hafa lent í sams konar máli á löngum ferli sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs, hyggst tala um það við leikmenn sína þegar þeir koma saman í næstu viku hvernig svona mál hafi ratað í fjölmiðla. „Þeir verða að hugsa út í málið. En ég get ekki sagt að ef ég vissi hver hefði lekið fréttinni þá yrði sá hinn sami tekinn úr landsliðinu. Þá myndi ég vilja vita hvernig þetta gerðist, frá þeim manni. Svo veit ég ekki hversu margir leikmenn blandast inn í þetta, svo ég verð að gæta varúðar. Mín reynsla af þessum hópi hefur verið stórkostleg og ég vona að þetta hafi verið einangrað tilvik,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck sagði frétt VG í meginatriðum rétta en að miðillinn hefði þó farið frjálslega með lýsingar af atburðarásinni og ekki lýst henni eins og hún kom honum fyrir sjónir. Þegar blaðamaður VG bað þjálfarann um að ræða við sig eftir fundinn gekk Lagerbäck á brott. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Noregur Tengdar fréttir Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. 26. október 2020 13:01 Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, harmar það að einhver eða einhverjir í norska hópnum skuli hafa lekið því í fjölmiðla hvað gekk á í síðasta landsliðsverkefni. Norski miðillinn Verdens Gang greindi fyrstur frá rifrildi Lagerbäcks við framherjann Alexander Sörloth, sem gagnrýnt hafði undirbúning og leikskipulagi Noregs í tapleiknum gegn Serbíu í EM-umspilinu í síðasta mánuði. Sörloth og Lagerbäck rifust í dágóðan tíma, fyrir framan allan leikmannahóp Noregs, og ljóst að einhver úr hópnum hefur lýst atburðarásinni fyrir VG. Á blaðamannafundi í dag, þar sem Lagerbäck kynnti nýjan landsliðshóp sinn fyrir komandi landsleiki í nóvember, snerist umræðan mikið um þetta mál. Jafnvel þó að Lagerbäck og Sörloth hafi kvittað undir yfirlýsingu um að málinu væri lokið og að af því yrðu ekki frekari eftirmálar. Lagerbäck tjáði sig ekki mikið um málið í dag en beindi spjótum sínum að VG og heimildamanni miðilsins. „Fyrir mér er landsliðið fyrir atvinnumenn. Þeir sem að leka sögum sem eru slæmar fyrir landsliðið vil ég kalla amatöra. Með því að skapa svona umhverfi fyrir landsliðið þá eyðileggja menn atvinnumannamenninguna sem við viljum byggja upp. Þetta er svo sannarlega ekki gott,“ sagði Lagerbäck. Gekk á brott eftir að hafa gagnrýnt VG Svíinn, sem kveðst aldrei hafa lent í sams konar máli á löngum ferli sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Nígeríu, Íslands og nú Noregs, hyggst tala um það við leikmenn sína þegar þeir koma saman í næstu viku hvernig svona mál hafi ratað í fjölmiðla. „Þeir verða að hugsa út í málið. En ég get ekki sagt að ef ég vissi hver hefði lekið fréttinni þá yrði sá hinn sami tekinn úr landsliðinu. Þá myndi ég vilja vita hvernig þetta gerðist, frá þeim manni. Svo veit ég ekki hversu margir leikmenn blandast inn í þetta, svo ég verð að gæta varúðar. Mín reynsla af þessum hópi hefur verið stórkostleg og ég vona að þetta hafi verið einangrað tilvik,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck sagði frétt VG í meginatriðum rétta en að miðillinn hefði þó farið frjálslega með lýsingar af atburðarásinni og ekki lýst henni eins og hún kom honum fyrir sjónir. Þegar blaðamaður VG bað þjálfarann um að ræða við sig eftir fundinn gekk Lagerbäck á brott.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Noregur Tengdar fréttir Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. 26. október 2020 13:01 Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30 Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Lagerbäck og lærisveinninn grafa stríðsöxina Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, og norski landsliðsframherjinn Alexander Sörloth virðast hafa náð sáttum. 26. október 2020 13:01
Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. 23. október 2020 07:30
Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01
Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01