Valencia gekk frá Real í vítaspyrnudrama Anton Ingi Leifsson skrifar 8. nóvember 2020 21:56 Ein af fjölmörgum vítaspyrnum kvöldsins dæmd. Angel Martinez/Getty Images Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. Valencia hafði aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum fyrir viðureignina í kvöld. 4-1 | STOP THE COUNT...and AMUNT!#ValenciaRealMadrid — Valencia CF (@valenciacf_en) November 8, 2020 Dramatíkin var alls ráðandi í kvöld en gestirnir komust yfir með marki Karim Benzema á 23. mínútu. Á 30. mínútu var dæmd vítaspyrna fyrir Valencia. Carlos Soler fór á punktinn og lét verja frá sér. Frákastið tók hann sjálfur en skaut í stöngina. Annað frákastið hrökk til Yunus Musah sem skoraði. Eftir skoðun VARsjánnar kom hins vegar í ljós að Musah fór of snemma inn í teiginn og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Úr henni skoraði Carlos Soler og allt jafnt. Á 45. mínútu skoraði Raphael Varane sjálfsmark og því voru heimamenn í Valencia 2-1 yfir í leikhlé. Valencia fékk aftur vítaspyrnu á 54. mínútu og Soler skoraði úr henni. Hann var aftur á ferðinni níu mínútum síðar, aftur úr vítaspyrnu, er hann kom Valencia í 4-1. Það urðu lokatölurnar. - @Carlos10Soler is the 1st player to score a hat-trick of penalty goals in a single La Liga match since Alen Peternac for Real Valladolid in a 8-3 win at Real Oviedo on 19 May 1996. #AmuntValencia #VALRMA— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 8, 2020 Valencia er því í níunda sæti deildarinnar með ellefu stig en Real er í fjórða sætinu með sextán stig, fjórum stigum á eftir Real Sociedad. Spænski boltinn
Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. Valencia hafði aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum fyrir viðureignina í kvöld. 4-1 | STOP THE COUNT...and AMUNT!#ValenciaRealMadrid — Valencia CF (@valenciacf_en) November 8, 2020 Dramatíkin var alls ráðandi í kvöld en gestirnir komust yfir með marki Karim Benzema á 23. mínútu. Á 30. mínútu var dæmd vítaspyrna fyrir Valencia. Carlos Soler fór á punktinn og lét verja frá sér. Frákastið tók hann sjálfur en skaut í stöngina. Annað frákastið hrökk til Yunus Musah sem skoraði. Eftir skoðun VARsjánnar kom hins vegar í ljós að Musah fór of snemma inn í teiginn og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Úr henni skoraði Carlos Soler og allt jafnt. Á 45. mínútu skoraði Raphael Varane sjálfsmark og því voru heimamenn í Valencia 2-1 yfir í leikhlé. Valencia fékk aftur vítaspyrnu á 54. mínútu og Soler skoraði úr henni. Hann var aftur á ferðinni níu mínútum síðar, aftur úr vítaspyrnu, er hann kom Valencia í 4-1. Það urðu lokatölurnar. - @Carlos10Soler is the 1st player to score a hat-trick of penalty goals in a single La Liga match since Alen Peternac for Real Valladolid in a 8-3 win at Real Oviedo on 19 May 1996. #AmuntValencia #VALRMA— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 8, 2020 Valencia er því í níunda sæti deildarinnar með ellefu stig en Real er í fjórða sætinu með sextán stig, fjórum stigum á eftir Real Sociedad.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti