Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2020 17:45 Joe Biden má alveg brosa í dag. AP/Matt Slocum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. Ef marka má viðbrögð Íslendinga á samfélagsmiðlum virðast tíðindin hafa lagst vel í landsmenn. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr umræðunni á samfélagsmiðlum undanfarin klukkutíma eða svo. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti yfir mikilli gleði í tísti eftir að tíðindin bárust. Dagur var í verslunarleiðangri en vildi greinilega ekki missa af neinu, verandi með útsendingu CNN í eyrunum. Er út í búð. Með @CNN í eyrunum. ÞETTA ER KOMIÐ!!!! @JoeBiden VANN! "Trump presidency is comming to an end." Og ég fæ gæsahúð hjá mjólkurhillunni! Þvílíkur léttir!!! Magnað!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) November 7, 2020 Felix Bergsson bendir á að Biden verður fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem styður hjónaband samkynja para þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins. Joe Biden mun vera fyrsti forseti USA sem styður hjónaband samkynhneigðra þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins. Hann var lengi mjög andsnúinn en sá ljósið og sést hér gefa saman starfsmenn Hvíta hússins sem varaforseti. Svo lærir sem lifir #gayrights #humanrights #potus pic.twitter.com/S9DOvctHf5— Felix Bergsson (@FelixBergsson) November 7, 2020 Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðakona á Fréttablaðinu er með puttana á púlsinum. Gettu hver eru búin að breyta bio á Twitter pic.twitter.com/sEMSadvx61— Ingunn Eitthvað 🍥 (@IngaLalu) November 7, 2020 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, leiðréttir fráfarandi forseta. Neibb (staðfest) https://t.co/7pj52wZMpx— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) November 7, 2020 Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á svið jafnréttismála, er að undirbúa tárin fyrir kvöldið. Ég er búin að undirbúa börn og dýr á heimilinu fyrir grátkastið sem kemur þegar Kamala Harris tekur til máls.— Lára Björg Björnsdóttir (@LaraBjorg) November 7, 2020 Andri Ólafsson, fyrrverandi blaðamaður og núverandi aðstoðarmaður rektors HÍ segir að það sé eitthvað ljóðrænt við að Donald Trump hafi verið í golfi þegar tíðindin bárust. Og Trump í golfi þegar Fox, CNN og fleiri kalla þetta. Nánast ljóðrænt.— Andri Ólafsson (@andriolafsson) November 7, 2020 Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur, sem búsett er í Bandaríkjunum, virðist afskaplega ánægð með tíðindin. Þetta er búið! 🙏🏻❤️😭🇺🇸 pic.twitter.com/Y8XujxSFsD— Birna Anna (@birnaanna) November 7, 2020 Leikkonan Unnur Eggertsdóttir, sem lengi hefur dvalið í Bandaríkjunum, segir það sem eflaust er mörgum af þeim sem eru orðnir þreyttir á Donald Trump efst í huga. Hahahahhahahhahagggahahahahaha fokkaðu þér https://t.co/JI3tQbg6Rr— Unnur Eggerts (@UnnurEggerts) November 7, 2020 Þarna vísar Bragi Valdimar í The Apprentice þætti Donald Trump þar sem þetta var aðalfrasinn hans Trump. Hugsið ykkur bara allar "YOU'RE FIRED" fyrirsagnirnar sem eru í prentun núna.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) November 7, 2020 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro vísar í eitt af fjölmörgum myndböndum frá New York í Bandaríkjunum sem birst hafa á samfélagsmiðlum þar sem heyra má fólk fagna ákaft. Þetta er gæsahúð. Aldrei aftur Trump. https://t.co/tNoQ90MtGK— Logi Pedro (@logipedro101) November 7, 2020 Rithöfundurinn Bergur Ebbi grínast með aldur Joe Bidens. Til hamingju Joe Biden og Kamala Harris fyrir að hafa klárað operation koma kalkúninum úr húsinu! Þvílíkur léttir. P.s. hér er mynd af Joe Biden þegar talning atkvæða hófst. pic.twitter.com/ixm7pUU9BV— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) November 7, 2020 Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Grín og gaman Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira
Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. Ef marka má viðbrögð Íslendinga á samfélagsmiðlum virðast tíðindin hafa lagst vel í landsmenn. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr umræðunni á samfélagsmiðlum undanfarin klukkutíma eða svo. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti yfir mikilli gleði í tísti eftir að tíðindin bárust. Dagur var í verslunarleiðangri en vildi greinilega ekki missa af neinu, verandi með útsendingu CNN í eyrunum. Er út í búð. Með @CNN í eyrunum. ÞETTA ER KOMIÐ!!!! @JoeBiden VANN! "Trump presidency is comming to an end." Og ég fæ gæsahúð hjá mjólkurhillunni! Þvílíkur léttir!!! Magnað!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) November 7, 2020 Felix Bergsson bendir á að Biden verður fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem styður hjónaband samkynja para þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins. Joe Biden mun vera fyrsti forseti USA sem styður hjónaband samkynhneigðra þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins. Hann var lengi mjög andsnúinn en sá ljósið og sést hér gefa saman starfsmenn Hvíta hússins sem varaforseti. Svo lærir sem lifir #gayrights #humanrights #potus pic.twitter.com/S9DOvctHf5— Felix Bergsson (@FelixBergsson) November 7, 2020 Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðakona á Fréttablaðinu er með puttana á púlsinum. Gettu hver eru búin að breyta bio á Twitter pic.twitter.com/sEMSadvx61— Ingunn Eitthvað 🍥 (@IngaLalu) November 7, 2020 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, leiðréttir fráfarandi forseta. Neibb (staðfest) https://t.co/7pj52wZMpx— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) November 7, 2020 Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á svið jafnréttismála, er að undirbúa tárin fyrir kvöldið. Ég er búin að undirbúa börn og dýr á heimilinu fyrir grátkastið sem kemur þegar Kamala Harris tekur til máls.— Lára Björg Björnsdóttir (@LaraBjorg) November 7, 2020 Andri Ólafsson, fyrrverandi blaðamaður og núverandi aðstoðarmaður rektors HÍ segir að það sé eitthvað ljóðrænt við að Donald Trump hafi verið í golfi þegar tíðindin bárust. Og Trump í golfi þegar Fox, CNN og fleiri kalla þetta. Nánast ljóðrænt.— Andri Ólafsson (@andriolafsson) November 7, 2020 Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur, sem búsett er í Bandaríkjunum, virðist afskaplega ánægð með tíðindin. Þetta er búið! 🙏🏻❤️😭🇺🇸 pic.twitter.com/Y8XujxSFsD— Birna Anna (@birnaanna) November 7, 2020 Leikkonan Unnur Eggertsdóttir, sem lengi hefur dvalið í Bandaríkjunum, segir það sem eflaust er mörgum af þeim sem eru orðnir þreyttir á Donald Trump efst í huga. Hahahahhahahhahagggahahahahaha fokkaðu þér https://t.co/JI3tQbg6Rr— Unnur Eggerts (@UnnurEggerts) November 7, 2020 Þarna vísar Bragi Valdimar í The Apprentice þætti Donald Trump þar sem þetta var aðalfrasinn hans Trump. Hugsið ykkur bara allar "YOU'RE FIRED" fyrirsagnirnar sem eru í prentun núna.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) November 7, 2020 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro vísar í eitt af fjölmörgum myndböndum frá New York í Bandaríkjunum sem birst hafa á samfélagsmiðlum þar sem heyra má fólk fagna ákaft. Þetta er gæsahúð. Aldrei aftur Trump. https://t.co/tNoQ90MtGK— Logi Pedro (@logipedro101) November 7, 2020 Rithöfundurinn Bergur Ebbi grínast með aldur Joe Bidens. Til hamingju Joe Biden og Kamala Harris fyrir að hafa klárað operation koma kalkúninum úr húsinu! Þvílíkur léttir. P.s. hér er mynd af Joe Biden þegar talning atkvæða hófst. pic.twitter.com/ixm7pUU9BV— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) November 7, 2020
Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Grín og gaman Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira