Gunnar lofaði flúri Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2020 11:30 Gunnar og Ásgeir Trausti þegar þeir unnu saman að laginu. Í dag kemur út nýtt lag með Gunnar the fifth sem er sólo verkefni Gunnars Valdimarssonar húðflúrlistamanns og málara. Lagið er gert í samvinnu við Ásgeir Trausta. „Ég er búinn að þekkja Ásgeir alveg síðan ég flúraði hann þegar hann var fyrst að koma fram á sjónarsviðið. Hann kom inn á stofuna þar sem ég var að vinna og mér fannst ég kannast eitthvað svakalega við röddina í honum þegar hann talaði. Ég hafði fengið plötuna hans í jólagjöf,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Svo vind ég mér upp að honum og þá kemur upp úr krafsinu að ég hafði sagt nei við hann þegar hann hafði sent mér fyrirspurn um húðflúr. Við gerðum með okkur samning þar á staðnum að ég skyldi flúra hann og í staðinn myndi hann spila í eins árs brúðkaupsafmælinu mínu. Þannig kynntumst við. Svo höfum við verið í reglulegum samskiptum síðan og ég hef flúrað hann allt of oft. Svo þegar ég byrjaði á sóló tónlistarverkefninu mínu þá hjálpaði hann.“ Gunnar talar um hvernig lagið varð til og hvernig óvenjulegar kringumstæður geta skapað eitthvað öðruvísi. „Við vorum búnir að mæla okkur mót í Hljóðrita, sem er hljóðverið sem hann notast alla jafna við. Svo þegar ég kem þá hefur öllu rafmagni slegið út og allt stopp. Þegar rafmagnið var aftur komið á þá var eitthvað vesen að fá allt í gang aftur. Við enduðum að sitja við píanóið og spiluðum til skiptis. Ég tók upp eitt riff sem Ásgeir hafði verið að fikta með. Svo fór ég heim og setti við þann takt og samdi texta. Úr varð þetta fína lag. Við erum báðir mjög ánægðir með það. Það er talsvert öðruvísi.“ Lagið hefur talsvert dimman undirtón og um það segir Gunnar. „Ég endaði á að nota upprunalegu síma upptökuna af Ásgeiri í byrjuninni. Það er náttúrulega ekki besta sándið en gaf þessu svona ákveðið dimman tón. Textinn fjallar svo um talsvert dimma tíma í mínu lífi þannig að þetta passar allt saman.“ Gunnar var gestur í Einkalífinu fyrr á þessu ári og má horfa viðtalið við hann hér að neðan. Tónlist Húðflúr Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Í dag kemur út nýtt lag með Gunnar the fifth sem er sólo verkefni Gunnars Valdimarssonar húðflúrlistamanns og málara. Lagið er gert í samvinnu við Ásgeir Trausta. „Ég er búinn að þekkja Ásgeir alveg síðan ég flúraði hann þegar hann var fyrst að koma fram á sjónarsviðið. Hann kom inn á stofuna þar sem ég var að vinna og mér fannst ég kannast eitthvað svakalega við röddina í honum þegar hann talaði. Ég hafði fengið plötuna hans í jólagjöf,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Svo vind ég mér upp að honum og þá kemur upp úr krafsinu að ég hafði sagt nei við hann þegar hann hafði sent mér fyrirspurn um húðflúr. Við gerðum með okkur samning þar á staðnum að ég skyldi flúra hann og í staðinn myndi hann spila í eins árs brúðkaupsafmælinu mínu. Þannig kynntumst við. Svo höfum við verið í reglulegum samskiptum síðan og ég hef flúrað hann allt of oft. Svo þegar ég byrjaði á sóló tónlistarverkefninu mínu þá hjálpaði hann.“ Gunnar talar um hvernig lagið varð til og hvernig óvenjulegar kringumstæður geta skapað eitthvað öðruvísi. „Við vorum búnir að mæla okkur mót í Hljóðrita, sem er hljóðverið sem hann notast alla jafna við. Svo þegar ég kem þá hefur öllu rafmagni slegið út og allt stopp. Þegar rafmagnið var aftur komið á þá var eitthvað vesen að fá allt í gang aftur. Við enduðum að sitja við píanóið og spiluðum til skiptis. Ég tók upp eitt riff sem Ásgeir hafði verið að fikta með. Svo fór ég heim og setti við þann takt og samdi texta. Úr varð þetta fína lag. Við erum báðir mjög ánægðir með það. Það er talsvert öðruvísi.“ Lagið hefur talsvert dimman undirtón og um það segir Gunnar. „Ég endaði á að nota upprunalegu síma upptökuna af Ásgeiri í byrjuninni. Það er náttúrulega ekki besta sándið en gaf þessu svona ákveðið dimman tón. Textinn fjallar svo um talsvert dimma tíma í mínu lífi þannig að þetta passar allt saman.“ Gunnar var gestur í Einkalífinu fyrr á þessu ári og má horfa viðtalið við hann hér að neðan.
Tónlist Húðflúr Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira