Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. nóvember 2020 08:22 Aserar hafa fagnað samningunum sem Rússar komu á en í Armeníu hefur þeim verið mótmælt harðlega. Arif Hudaverdi Yaman/Getty Images Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. Gert er ráð fyrir að rússnesku friðargæsluliðarnir verði um tvö þúsund talsins. Nagorno-Karabakh tilheyrir Aserbaídjan en er að mestu byggt Armenum, sem gera tilkall til svæðisins og hafa í raun stjórnað því að fullu síðustu áratugi. Vopnahléinu var komið á fyrir tilstilli Rússa en ráðamenn í Aserbaídjan hafa þó sagt að Tyrkir muni einnig senda friðargæslulið á svæðið, sem yrði vafalaust þyrnir í augum Armena, en Tyrkir hafa verið stuðningsmenn Asera í átökunum. Aserar áægðir en Armenar æfir Rússar hafa á móti stutt Armena, en eiga þó einnig í góðu sambandi við Asera. Mótmælt var á götum úti í Armeníu í gærkvöldi eftir að samningurinn var undirritaður en mörgum þar í landi finnst að verið sé að gefa héraðið upp á bátinn og undirselja það Aserum og Tyrkjum en í átökum síðustu vikna segjast þeir hafa náð til baka landi sem þeir töpuðu í átökunum á tíunda áratug síðustu aldar, þegar um þrjátíu þúsund manns létu lífið. Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39 Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. Gert er ráð fyrir að rússnesku friðargæsluliðarnir verði um tvö þúsund talsins. Nagorno-Karabakh tilheyrir Aserbaídjan en er að mestu byggt Armenum, sem gera tilkall til svæðisins og hafa í raun stjórnað því að fullu síðustu áratugi. Vopnahléinu var komið á fyrir tilstilli Rússa en ráðamenn í Aserbaídjan hafa þó sagt að Tyrkir muni einnig senda friðargæslulið á svæðið, sem yrði vafalaust þyrnir í augum Armena, en Tyrkir hafa verið stuðningsmenn Asera í átökunum. Aserar áægðir en Armenar æfir Rússar hafa á móti stutt Armena, en eiga þó einnig í góðu sambandi við Asera. Mótmælt var á götum úti í Armeníu í gærkvöldi eftir að samningurinn var undirritaður en mörgum þar í landi finnst að verið sé að gefa héraðið upp á bátinn og undirselja það Aserum og Tyrkjum en í átökum síðustu vikna segjast þeir hafa náð til baka landi sem þeir töpuðu í átökunum á tíunda áratug síðustu aldar, þegar um þrjátíu þúsund manns létu lífið.
Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39 Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39
Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27