Ekki alveg sammála um þurrkarann Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 10:55 Frá vettvangi við Hafnarstræti í maí. Vísir/tryggvi Talið er líklegast að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Hafnarstræti á Akureyri í maí, með þeim afleiðingum að karlmaður á sjötugsaldri lést, hafi kviknað út frá þurrkara. Rannsakendur komu sér þó ekki alveg saman um eldsupptök, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Eldurinn kom upp í húsinu við Hafnarstræti að kvöldi 19. maí síðastliðinn en grunur vaknaði um það strax í upphafi að húsið væri ekki mannlaust. Reykkafarar fundu svo mann meðvitundarlausan á miðhæðinni. Hann var strax fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur en lést á gjörgæsludeild Landspítalann að kvöldi 20. maí, sólarhring eftir að eldurinn kviknaði. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum í Hafnarstræti sé lokið. Líklegast sé að eldurinn hafi kviknað út frá þurrkara í húsinu, líkt og talið var strax í upphafi. Rannsakendur hafi þó ekki verið alveg sammála; þannig hafi fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ekki getað fullyrt með óyggjandi hætti að það hefði verið eitthvað í þurrkaranum sem brann. Fulltrúar frá tæknideild lögreglu sem skoðuðu vettvang fullyrði hins vegar að eldsupptök hafi verið fyrir aftan þurrkarann. Ummerki bendi til þess. Húsið við Hafnarstræti var á meðal elstu húsa Akureyrarbæjar og fór afar illa út úr brunanum. Eldurinn var mikill og það tók slökkvilið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Þá safnaðist stór hópur fólks saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins, sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Lögreglumál Akureyri Tengdar fréttir Unnið út frá því að eldurinn hafi komið upp í þurrkara Enn er beðið eftir skýrslu tæknideildar og Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar vegna rannsóknar á vettvangi brunans í Hafnarstræti á Akureyri 19. maí síðastliðinn þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést 10. júní 2020 14:41 Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn. 21. maí 2020 11:36 Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Talið er líklegast að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Hafnarstræti á Akureyri í maí, með þeim afleiðingum að karlmaður á sjötugsaldri lést, hafi kviknað út frá þurrkara. Rannsakendur komu sér þó ekki alveg saman um eldsupptök, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Eldurinn kom upp í húsinu við Hafnarstræti að kvöldi 19. maí síðastliðinn en grunur vaknaði um það strax í upphafi að húsið væri ekki mannlaust. Reykkafarar fundu svo mann meðvitundarlausan á miðhæðinni. Hann var strax fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur en lést á gjörgæsludeild Landspítalann að kvöldi 20. maí, sólarhring eftir að eldurinn kviknaði. Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rannsókn á brunanum í Hafnarstræti sé lokið. Líklegast sé að eldurinn hafi kviknað út frá þurrkara í húsinu, líkt og talið var strax í upphafi. Rannsakendur hafi þó ekki verið alveg sammála; þannig hafi fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ekki getað fullyrt með óyggjandi hætti að það hefði verið eitthvað í þurrkaranum sem brann. Fulltrúar frá tæknideild lögreglu sem skoðuðu vettvang fullyrði hins vegar að eldsupptök hafi verið fyrir aftan þurrkarann. Ummerki bendi til þess. Húsið við Hafnarstræti var á meðal elstu húsa Akureyrarbæjar og fór afar illa út úr brunanum. Eldurinn var mikill og það tók slökkvilið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Þá safnaðist stór hópur fólks saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins, sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.
Lögreglumál Akureyri Tengdar fréttir Unnið út frá því að eldurinn hafi komið upp í þurrkara Enn er beðið eftir skýrslu tæknideildar og Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar vegna rannsóknar á vettvangi brunans í Hafnarstræti á Akureyri 19. maí síðastliðinn þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést 10. júní 2020 14:41 Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn. 21. maí 2020 11:36 Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Unnið út frá því að eldurinn hafi komið upp í þurrkara Enn er beðið eftir skýrslu tæknideildar og Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar vegna rannsóknar á vettvangi brunans í Hafnarstræti á Akureyri 19. maí síðastliðinn þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést 10. júní 2020 14:41
Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn. 21. maí 2020 11:36
Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21