Byggja níu metra A-hús með níu svefnherbergjum í Ölfusi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 15:32 Heimilið sem Andrea Eyland og Þorleifur Kamban byggja á landareigninni Kambastaðir í sveitafélaginu Ölfusi. Þorleifur Kamban & Undra arkítektar „Markmiðið okkar hefur alltaf verið að við gætum verið tvö í þessu. En hlaðvarp og Instagram, þetta er ekki tekjulind, þetta er ekki fyrir salti í grautinn og það verður enginn ríkur að þessu. En markmiðið okkar með þessu er ekkert endilega að vera rík. Bara að eiga ofan í okkur og á,“ segir Andrea Eyland, þáttastjórnandi Kviknar hlaðvarpsins. Í nýjasta þætti tilkynntu Andrea og barnsfaðir hennar Þorleifur Kamban um spennandi ævintýri fram undan. Andrea segir að hún hafi aldrei búið á sama stað í meira en fimm ár og nú hefur hún búið í Laugardalnum í rúm fjögur ár. Hin eirðarlausa Andrea setti íbúðina á sölu og nú ætla þau að byggja sér einstakt heimili saman. Þorleifur átti nefnilega gamlar teikningar að sumarhúsi, sem þau ætla að láta verða að heimili fyrir sig og börnin. „Ég teiknaði upp svolítið sérstakt A-hús fyrir mörgum árum síðan,“ útskýrir Þorleifur. „Þetta eru þrjú hús sem að tengjast saman og mynda hálfgerða stjörnu séð ofan frá.“ Draumahús Andreu og ÞorleifsÞorleifur Kamban & Undra arkítektar Nóg af herbergjum fyrir alla Þau höfðu oft rætt að þau gætu ekki keypt nýtt hús heldur gætu frekar hannað nýtt hús að þörfum þeirra stóru blönduðu fjölskyldu. Hann endurhannaði því húsið þannig að svefnherbergin væru níu, hjónaherbergi og nóg að herbergjum fyrir börnin átta sem þau eiga samtals saman og úr fyrri samböndum. „Það eru nógu mörg herbergi fyrir öll börn og alla vini líka,“ segir Andrea. „Þetta er níu metra hátt A-hús og þarna erum við með pláss fyrir vinnustofu líka.“ Eftir mikla leit fundu þau landareign sem væri nógu stór fyrir heimili og einhvern rekstur líka. „Við erum bara með eitt að leiðarljósi, það er að hafa gaman að þessu. Það er svo auðvelt að fara af stað í svona verkefni og stressast upp og fara í einhvern leiðindagír.“ Andrea Eyland og Þorleifur Kamban halda úti Instagram síðunni Kviknar.Vísir/Vilhelm Foreldrar geta endurhlaðið sig Áhugasamir fá að fylgjast með ævintýrinu á Instagram síðunni Eyland og Kamban og í þáttunum Gulli byggir næsta haust, en þau Andrea og Þorleifur lögðu nýlega lokahönd á framhaldsþáttaröð af þáttunum Líf Kviknar, sem byggðir eru á bókinni þeirra Kviknar. Nýju þættirnir nefnast Líf dafnar og verða sýndir í byrjun næsta árs á Stöð 2. Húsin verða þrjú talsins. „Eðlileg framvinda á Kviknar verkefninu er að bjóða upp á stað fyrir þessa foreldra sem við erum í stanslausum samskiptum við, til þess að koma og endurhlaða sig í þessu hlutverki. Koma og hitta aðra foreldra í sömu sporum, slaka á, sofa út, fá morgunkaffi í rúmið.“ Jógasalurinn sem Andrea og Þorleifur ætla að byggja tengdan við húsið sitt.Þorleifur Kamban & Undra arkítektar Þeirra markmið er að foreldrarnir fari líka í jógatíma, hugleiðslu og fái fræðslu um foreldrahlutverkið, sambandið og fleira. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hús og heimili Kviknar Tíska og hönnun Ölfus Tengdar fréttir Flókið að samræma foreldra sem hafa enga tengingu nema barnið „Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið. 29. október 2020 09:31 Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00 Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Markmiðið okkar hefur alltaf verið að við gætum verið tvö í þessu. En hlaðvarp og Instagram, þetta er ekki tekjulind, þetta er ekki fyrir salti í grautinn og það verður enginn ríkur að þessu. En markmiðið okkar með þessu er ekkert endilega að vera rík. Bara að eiga ofan í okkur og á,“ segir Andrea Eyland, þáttastjórnandi Kviknar hlaðvarpsins. Í nýjasta þætti tilkynntu Andrea og barnsfaðir hennar Þorleifur Kamban um spennandi ævintýri fram undan. Andrea segir að hún hafi aldrei búið á sama stað í meira en fimm ár og nú hefur hún búið í Laugardalnum í rúm fjögur ár. Hin eirðarlausa Andrea setti íbúðina á sölu og nú ætla þau að byggja sér einstakt heimili saman. Þorleifur átti nefnilega gamlar teikningar að sumarhúsi, sem þau ætla að láta verða að heimili fyrir sig og börnin. „Ég teiknaði upp svolítið sérstakt A-hús fyrir mörgum árum síðan,“ útskýrir Þorleifur. „Þetta eru þrjú hús sem að tengjast saman og mynda hálfgerða stjörnu séð ofan frá.“ Draumahús Andreu og ÞorleifsÞorleifur Kamban & Undra arkítektar Nóg af herbergjum fyrir alla Þau höfðu oft rætt að þau gætu ekki keypt nýtt hús heldur gætu frekar hannað nýtt hús að þörfum þeirra stóru blönduðu fjölskyldu. Hann endurhannaði því húsið þannig að svefnherbergin væru níu, hjónaherbergi og nóg að herbergjum fyrir börnin átta sem þau eiga samtals saman og úr fyrri samböndum. „Það eru nógu mörg herbergi fyrir öll börn og alla vini líka,“ segir Andrea. „Þetta er níu metra hátt A-hús og þarna erum við með pláss fyrir vinnustofu líka.“ Eftir mikla leit fundu þau landareign sem væri nógu stór fyrir heimili og einhvern rekstur líka. „Við erum bara með eitt að leiðarljósi, það er að hafa gaman að þessu. Það er svo auðvelt að fara af stað í svona verkefni og stressast upp og fara í einhvern leiðindagír.“ Andrea Eyland og Þorleifur Kamban halda úti Instagram síðunni Kviknar.Vísir/Vilhelm Foreldrar geta endurhlaðið sig Áhugasamir fá að fylgjast með ævintýrinu á Instagram síðunni Eyland og Kamban og í þáttunum Gulli byggir næsta haust, en þau Andrea og Þorleifur lögðu nýlega lokahönd á framhaldsþáttaröð af þáttunum Líf Kviknar, sem byggðir eru á bókinni þeirra Kviknar. Nýju þættirnir nefnast Líf dafnar og verða sýndir í byrjun næsta árs á Stöð 2. Húsin verða þrjú talsins. „Eðlileg framvinda á Kviknar verkefninu er að bjóða upp á stað fyrir þessa foreldra sem við erum í stanslausum samskiptum við, til þess að koma og endurhlaða sig í þessu hlutverki. Koma og hitta aðra foreldra í sömu sporum, slaka á, sofa út, fá morgunkaffi í rúmið.“ Jógasalurinn sem Andrea og Þorleifur ætla að byggja tengdan við húsið sitt.Þorleifur Kamban & Undra arkítektar Þeirra markmið er að foreldrarnir fari líka í jógatíma, hugleiðslu og fái fræðslu um foreldrahlutverkið, sambandið og fleira. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Hús og heimili Kviknar Tíska og hönnun Ölfus Tengdar fréttir Flókið að samræma foreldra sem hafa enga tengingu nema barnið „Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið. 29. október 2020 09:31 Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00 Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Flókið að samræma foreldra sem hafa enga tengingu nema barnið „Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið. 29. október 2020 09:31
Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00
Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00