Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2020 17:25 Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi en ekki hafa jafn fáir greinst með veiruna og í gær síðan 14. september. „Hægt og bítandi er þetta að fara niður. Þetta gengur ekkert voðalega hratt en við bjuggumst svo sem ekkert við því endilega en þetta er bara ánægjulegt. Sérstaklega í ljósi þess að það var tekið mikið af sýnum í gær og það verður að túlka það líka þannig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði í vikunni og telur að fara þurfi hægt í að aflétta takmörkunum.Vísir/Egill Þær sóttvarnaraðgerðir sem nú eru í gildi gilda fram í næstu viku. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á næstu dögum þar sem hann leggur til framhald aðgerða. „Þá held ég að við þurfum að fara hægt í þetta og ná að halda árangrinum góðum heldur en þurfa að fara of hratt og þurfa að bakka aftur og ég held að það sé allra hagur að gera það þannig.“ Einn lést á Landspítalanum í gær vegna Covid-19 en fjórtán hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Níu karlar og fimm konur. Meðalaldur þeirra sem hafa látist er 88 ár en einn var á áttræðisaldri, átta á níræðisaldri og fimm á tíræðisaldri. Í þessari þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fjórtán látist.Grafík/Hafsteinn Sóttvarnalæknir segir ellefu andlátanna tengjast hópsýkingunni á Landakoti og að talið sé að rekja megi um tvö hundruð smit til hennar. Einhvern tíma til viðbótar taki að sjá fyrir endann á hópsýkingunni. „Við erum að tala hér um eldri einstaklinga sem að yfirleitt þola þessa sýkingu miklu verr heldur en yngra fólk þannig að það er eitthvað svolítið í land með að við sjáum alveg fyrir endann og hvernig þessi hópsýking er saman sett.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi en ekki hafa jafn fáir greinst með veiruna og í gær síðan 14. september. „Hægt og bítandi er þetta að fara niður. Þetta gengur ekkert voðalega hratt en við bjuggumst svo sem ekkert við því endilega en þetta er bara ánægjulegt. Sérstaklega í ljósi þess að það var tekið mikið af sýnum í gær og það verður að túlka það líka þannig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði í vikunni og telur að fara þurfi hægt í að aflétta takmörkunum.Vísir/Egill Þær sóttvarnaraðgerðir sem nú eru í gildi gilda fram í næstu viku. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á næstu dögum þar sem hann leggur til framhald aðgerða. „Þá held ég að við þurfum að fara hægt í þetta og ná að halda árangrinum góðum heldur en þurfa að fara of hratt og þurfa að bakka aftur og ég held að það sé allra hagur að gera það þannig.“ Einn lést á Landspítalanum í gær vegna Covid-19 en fjórtán hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Níu karlar og fimm konur. Meðalaldur þeirra sem hafa látist er 88 ár en einn var á áttræðisaldri, átta á níræðisaldri og fimm á tíræðisaldri. Í þessari þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fjórtán látist.Grafík/Hafsteinn Sóttvarnalæknir segir ellefu andlátanna tengjast hópsýkingunni á Landakoti og að talið sé að rekja megi um tvö hundruð smit til hennar. Einhvern tíma til viðbótar taki að sjá fyrir endann á hópsýkingunni. „Við erum að tala hér um eldri einstaklinga sem að yfirleitt þola þessa sýkingu miklu verr heldur en yngra fólk þannig að það er eitthvað svolítið í land með að við sjáum alveg fyrir endann og hvernig þessi hópsýking er saman sett.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58