Mun áfram stýra landinu næstu fimm árin Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2020 07:43 Aung San Suu Kyi hefur frá árinu 2016 stýrt landinu, en á þeim tíma sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar stjórnarhersins á Rohingjum í landinu. Getty Landskjörstjórn í Mjanmar staðfesti í morgun að Lýðræðislega þjóðarbandalagið, flokkur Aung San Suu Kyi, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að stýra landinu næstu fimm árin. Kosningar fóru fram í landinu síðasta sunnudag. AP segir frá því að flokkurinn hafi tryggt sér 346 þingsæti á þinginu hið minnsta, en 322 þarf til að ná meirihluta. Enn er verið að telja atkvæði og má telja líklegt að meirihlutinn verði enn meiri. Suu Kyi hefur frá árinu 2016 stýrt landinu eftir að samkomulag náðist við herforingjastjórn landsins. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir andóf sitt gegn herforingjastjórninni í Mjanmar, en hefur síðustu ár sætt gagnrýni um allan heim fyrir að koma ekki í veg fyrir ofbeldi stjórnarhersins sem hefur verið sakaður um þjóðernishreinsanir í tengslum við meðferð á Rohingjum í Rakhine-héraði. Viðurkenna ekki niðurstöðu kosninganna Kjörstjórn í Mjanmar segir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, USDP , sem nýtur stuðnings hersins, hafa tryggt sér 25 þingsæti og flokkur þjóðarbrotsins Shan fimmtán. USDP hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og segir þær hafa verið ósanngjarnar. Hefur flokkurinn farið fram á nýjar kosningar verði haldnar. Þrátt fyrir mikinn meirihluta flokks Suu Kyi verður það ekki raunin að flokkurinn muni alfarið stjórna landinu, en stjórnarskráin, sem leiðtogar hersins settu saman árið 2008, tryggir hernum sjálfkrafa fjórðung þingsæta. Hlutfallið er nægilega hátt til að koma í veg fyrir allar stjórnarskrárbreytingar og þá veitir stjórnarskráin hernum sömuleiðis rétt til að skipa sína menn í ákveðið mörg ráðherraembætti. Mjanmar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Landskjörstjórn í Mjanmar staðfesti í morgun að Lýðræðislega þjóðarbandalagið, flokkur Aung San Suu Kyi, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að stýra landinu næstu fimm árin. Kosningar fóru fram í landinu síðasta sunnudag. AP segir frá því að flokkurinn hafi tryggt sér 346 þingsæti á þinginu hið minnsta, en 322 þarf til að ná meirihluta. Enn er verið að telja atkvæði og má telja líklegt að meirihlutinn verði enn meiri. Suu Kyi hefur frá árinu 2016 stýrt landinu eftir að samkomulag náðist við herforingjastjórn landsins. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir andóf sitt gegn herforingjastjórninni í Mjanmar, en hefur síðustu ár sætt gagnrýni um allan heim fyrir að koma ekki í veg fyrir ofbeldi stjórnarhersins sem hefur verið sakaður um þjóðernishreinsanir í tengslum við meðferð á Rohingjum í Rakhine-héraði. Viðurkenna ekki niðurstöðu kosninganna Kjörstjórn í Mjanmar segir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, USDP , sem nýtur stuðnings hersins, hafa tryggt sér 25 þingsæti og flokkur þjóðarbrotsins Shan fimmtán. USDP hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og segir þær hafa verið ósanngjarnar. Hefur flokkurinn farið fram á nýjar kosningar verði haldnar. Þrátt fyrir mikinn meirihluta flokks Suu Kyi verður það ekki raunin að flokkurinn muni alfarið stjórna landinu, en stjórnarskráin, sem leiðtogar hersins settu saman árið 2008, tryggir hernum sjálfkrafa fjórðung þingsæta. Hlutfallið er nægilega hátt til að koma í veg fyrir allar stjórnarskrárbreytingar og þá veitir stjórnarskráin hernum sömuleiðis rétt til að skipa sína menn í ákveðið mörg ráðherraembætti.
Mjanmar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira