Kári heilt yfir sáttur við næstu aðgerðir: „Þurfum að hlúa að þessu litla fólki“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2020 13:04 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er heilt yfir sáttur við þær reglur um sóttvarnir sem taka gildi næsta þriðjudag. Hann er sérlega sáttur við að heyra að reynt sé að færa líf barna í eðlilegra horf en hefði sjálfur sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Reglurnar taka gildi frá og með 18. nóvember en starfsemi einyrkja verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Íþróttastarf barna, með og án snertingar, verður leyft en að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir fyrsta árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Kári segist ánægður að heyra að samkomur verði áfram takmarkaðar við tíu manns og að haldið sé í tveggja metra regluna. Hann segist smeykur að heyra að íþróttir barna verði leyfðar en að hann hafi fullan skilning á þeirri ákvörðun að reyna að færa líf barna í eðlilegra horf. „Ég sé það á barnabörnum mínum og vinum þeirra hvað það er erfitt fyrir þau að komast ekki í skólann. Það er ansi íþyngjandi og við þurfum að hlúa að þessu litla fólki. Þetta er gott, og vonandi erum við að hreyfast í rétta átt, en þá verða menn að bregðast hratt við ef eitthvað kemur upp í þessum skólum. Það þýðir ekki að bíða í nokkra daga til að meta til hvaða aðgerða eigi að grípa,“ segir Kári. Sjálfur hefði hann sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. „Það er frekar úr takti. En það er mikilvægt að koma börnum í íþróttir. Það verður hins vegar að gera það á varkáran hátt því börnin koma úr allskonar áttum í íþróttaæfingar sem geta reynst miðstöð fyrir veiru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44 Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er heilt yfir sáttur við þær reglur um sóttvarnir sem taka gildi næsta þriðjudag. Hann er sérlega sáttur við að heyra að reynt sé að færa líf barna í eðlilegra horf en hefði sjálfur sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Reglurnar taka gildi frá og með 18. nóvember en starfsemi einyrkja verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Íþróttastarf barna, með og án snertingar, verður leyft en að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir fyrsta árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Kári segist ánægður að heyra að samkomur verði áfram takmarkaðar við tíu manns og að haldið sé í tveggja metra regluna. Hann segist smeykur að heyra að íþróttir barna verði leyfðar en að hann hafi fullan skilning á þeirri ákvörðun að reyna að færa líf barna í eðlilegra horf. „Ég sé það á barnabörnum mínum og vinum þeirra hvað það er erfitt fyrir þau að komast ekki í skólann. Það er ansi íþyngjandi og við þurfum að hlúa að þessu litla fólki. Þetta er gott, og vonandi erum við að hreyfast í rétta átt, en þá verða menn að bregðast hratt við ef eitthvað kemur upp í þessum skólum. Það þýðir ekki að bíða í nokkra daga til að meta til hvaða aðgerða eigi að grípa,“ segir Kári. Sjálfur hefði hann sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. „Það er frekar úr takti. En það er mikilvægt að koma börnum í íþróttir. Það verður hins vegar að gera það á varkáran hátt því börnin koma úr allskonar áttum í íþróttaæfingar sem geta reynst miðstöð fyrir veiru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44 Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44
Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30
Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04