„Þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 19:01 Bergsveinn Ólafsson kom mörgum á óvart þegar hann tilkynnti óvænt að hann væri hættur í fótbolta fyrr á þessu ári. Hann sér ekki eftir sinni ákvörðun, enda hafi þetta opnað margar aðrar dyr. Vísir/Vilhelm „Það eina sem skipti mig máli í lífinu var fótbolti, í mjög langan tíma. Í allavega tíu ár var fótbolti það eina sem komst að hjá mér. Svo þegar maður eldist og þroskast þá fattar maður að lífið inniheldur fleiri þætti sem skipta máli.“ Bergsveinn Ólafsson var knattspyrnumaður og sálfræðinemi þegar hann tók meðvitaða ákvörðun að breyta venjum og taka upp nýjar. Í dag er hann hættur í fótbolta og hefur hann helgað lífi sínu að hjálpa öðrum. Hann gaf á dögunum út sína fyrstu bók, Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi, og segist stoltur af því hafa þorað að breytast. Beggi eins og hann er alltaf kallaður, hafði skráð sig í BS nám í sálfræði en hafði ekki mikinn áhuga í byrjun, einfaldlega fannst þetta skásti valkosturinn á þeim tíma. „Þegar ég byrjaði í masters náminu mínu í hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði þá fór ástríðan og tilgangurinn frá fótboltanum yfir á sálfræðina og að hjálpa fólki.“ Hann fékk þá hugmynd að finna út hvað einkenndi innihaldsríkt líf og ætlaði sér að kortleggja það á hálfum mánuði. Ekki leið á löngu þar til hann áttaði sig á að þetta yrði mögulega stærsta verkefni hans í lífinu. Einnig varð þetta viðfangsefnið í hans fyrstu bók. „Ég hef verið frá þessu gjörsamlega heltekinn af því að lesa um eitthvað sem getur hjálpað mér að miðla skilaboðum til annarra, til þess að aðrir einstaklingar geti öðlast innihaldsríkara líf og lifa lífi sem er dýrmætt að lifa og þess virði að lifa. Þar eru möguleikarnir endalausir.“ Settur upplýsingarnar á mannamál Beggi hafði gengið með bókina sína í maganum í nokkur ár en þegar hann loksins settist niður til að skrifa hana, tók það aðeins nokkra mánuði. Bókin fékk titilinn Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi. Beggi segir að það hafi verið erfitt að afmarka efnið fyrir bókina og því kæmi ekki á óvart að það myndi önnur bók um efnið fylgja í kjölfarið af þessari. „Ég lít á það sem verkefnið mitt að miðla því sem vísindin segja, sem rannsóknir segja og sem kenningar úr sálfræði segja, til þess að gefa fólki upplýsingarnar á mannamáli og hjálpa með öllum leiðum. Með fyrirlestrum, með þjálfunarsálfræði einn á einn, með teymisþjálfun inni í fyrirtækjum, með stjórnendum, með því að vinna í námskeiði og þess vegna með því að setja inn á samfélagsmiðla eins og Instagram. Ég finn eins margar leiðir og ég get og eins margar leiðir og ég get til að deila mínum fróðleik með öðru fólki, svo það geti notað það til að bæta lífið sitt og þar með líf annarra og samfélagsins. Þar með færist heimurinn vonandi nær góðu og fjær illu.“ Beggi í leik Breiðabliks og Fjölnis í Pepsi deild karla sumarið 2018.Bára Dröfn Kristinsdóttir Hann segist í dag vakna alla daga með bros á vör, þar sem hann hafi fundið sitt hlutverk og sinn tilgang í lífinu. „Að lyfta öðrum upp í lífinu og lyfta upp eins mörgum og ég mögulega get. Því það býr svo mikið í okkur öllum og ég held að við viljum öll bæta okkur sem einstaklingar. Ég held að það sé ákveðin þörf fyrir það í okkur.“ Beggi bendir á að þó að sálfræði snúist oft um að laga andleg veikindi og kvilla, þá snúist jákvæð sálfræði líka um að til dæmis skoða hvað einkennir fólk sem er hugrakkt, sem sýnir þrautseigju, sem hefur ástríðu. „Hvað einkennir fólk sem nær árangri í lífinu, sem líður vel í lífinu, sem blómstrar í lífinu, eða eru góðir leiðtogar? Hvað einkennir það að vera trúr sjálfum sér?“ Þetta snúist um margt fleira en að líða ekki illa, þó það sé auðvitað líka verðugt markmið. Hann sér það sem sitt markmið að fjölga fólki í þeim hóp sem nýtir það krefjandi verkefni sem lífið er og gerir sem mest úr því. Fólkið sem lifir fullnægjandi og innihaldsríku lífi. „Þannig hugsanlega komum við í veg fyrir andlega erfiðleika eða búum okkur allavega betur undir þá.“ Bækurnar sem Beggi segir að hafi breytt lífi sínu eru Man‘s Search for Meaning – Viktor Frankl, Dare to lead - Brené Brown, 12 Lífsreglur - Jordan Peterson, The How of Happiness – Sonja Lyubomirsky, Power of Habit – Charles Dushigg og How not to die - Michael Greger.Vísir/Vilhelm Miklu tengdari en við höldum Beggi skrifar reglulega skoðanagreinar hér á Vísi og birtir einnig mikið á samfélagsmiðlum tengt jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði. Hann segir að ef þessir textar hjálpa einum einstakling eða gefa einhverjum einum innblástur, þá sé markmiðinu náð. „Ég hef svo mikla trú á því að þegar þú vinnur markvisst að því að bæta líf þitt, þó að það sé ekki nema pínulítið á hverjum degi, þá mun það hafa góð áhrif á þitt og hafa góð áhrif á fjölskylduna þína, vini þína, fólkið sem vinnur með þér.“ Hann segir að það megi alveg líkja þessu við það hvernig COVID dreifist á milli fólks. „Eins og einn verður að tveimur, tveir verða að fjórum, fjórir að sextán og sextán verður að 128, þá hef ég sömu trú á að þegar þú bætir þig þá bætir þú fleiri í kringum sig sem bæta enn fleiri. Þannig að ég tel að við séum miklu tengdari en við höldum svo því skiptir miklu máli hvað við gerum dags daglega. Ég trúi svo innilega að þetta geti haft áhrif á fólkið í kringum þig, samfélagið og heiminn í heild sinni. Þess vegna skiptir svo miklu máli að gera sitt besta á hverjum degi.“ Það sé því ekki sjálfselska að gera hluti fyrir sjálfan sig, því þú sért á sama tíma að gera það fyrir aðra líka. Beggi segir að það sé yndisleg tilfinning að finna að maður er að hafa jákvæð áhrif á aðra. Fyrir nokkrum árum sá hann ekkert nema fótboltann og hefði ekki getað séð fyrir sér að velja þessa leið í lífinu, hvað þá að hætta alveg í fótbolta svona ungur. „Ef gamli Beggi myndi sjá mig núna, myndi hann segja „Ég þekki þennan gaur ekki.“ Ég gæti aldrei ímyndað mér að ég væri í þessari stöðu í dag. Það er kannski hvað ég er hvað stoltastur af mér fyrir, það er að þora að breytast og þora að gera það sem ég finn að vekur ástríðu og áhuga. Að þora að gera hluti, fylgja hjartanu og innsæinu. Ég er stoltur af því að þora að breytast því það er rosalega erfitt að breytast, það er erfitt fyrir sjálfan þig því það er alltaf þessi óvissa um það sem tekur við þér.“ Vináttur tapast á leiðinni Beggi talar í bókinni um sig sem gamli Beggi og nýi Beggi, hugarfarið og áherslurnar í lífinu höfðu breyst. „Ég sá þetta ekki fyrir ef ég á að segja alveg eins og er. Það eina sem ég sá fyrir mér var atvinnumennska í fótbolta.“ Hann segir að þessar breytingar hafi líka verið erfiðar fyrir fólkið í kringum hann eins og kærustuna og vinina. „Að verða meðvitaður um lífið, tilveruna og sjálfan þig getur verið alveg einmannaleg vegferð. Því meðvitaðri sem þú ert, því meiri þjáning er það fyrir þig og því fleiri hlutum þarftu að spá í og staldra við.“ Beggi hefur misst nokkur sambönd á þessari vegferð sinni en segir sambandið við kærustuna sterkt. Auðvitað er ég öðruvísi einstaklingur heldur en makinn minn kynntist eða vinir mínir kynntust. Hvað varðar vinina þá að sjálfsögðu hef ég misst sambönd við nokkra vini, einhverja sem maður hefur ekki tengsl við. Annað hvort sem stefna annað í lífinu eða maður finnur ekki sömu tenginguna og maður hafði áður við þá. Það er gríðarlega erfitt, að afmarka hverjir eru virkilega vinir mans og eru með manni í framtíðinni.“ Hann segir að það sé erfitt að finna að hann hafi fjarlægst ákveðna einstaklinga. „Auðvitað var erfiður tímapunktur líka með makanum, að finna að þú sért með einhverjum og hann er ekki sami einstaklingur og þú byrjaðir með. En ég tel líka að þú breytist með makanum þínum og ég hef trú á því að þú getur orðið ástfanginn aftur og aftur af manneskjunni sem þú ert með. Ég held að þú verðir ekkert bara ástfanginn einu sinni og svo verðir þú bara á bleiku skýi út lífið. Sambönd eru krefjandi og innihalda góða tíma og slæma tíma eins og lífið. Þannig að auðvitað var ákveðinn tímapunktur þar sem maður fjarlægðist líka makann en svo mætist maður alltaf á sömu leið.“ Hægt er að sjá meira um það sem Beggi er að gera á síðunni hans www.beggiolafs.com og á Instagramminu hans @beggiolafsVísir/Vilhelm Færri en betri tengsl Að hans mati þarf fólk í sambandi stundum að fórna ýmsu til að vera saman, ef það er sterkara saman en í sitthvoru lagi. „Lífið er miklu betra með öðrum einstaklingi þér við hlið. Þið eruð öflugri saman og tveir hausar eru betri en einn.“ Beggi segir að þau sambönd sem hann á enn í dag, séu enn nánari en þau voru áður. „Maður á í færri tengslum en miklu betri tengslum. Þetta er erfið vegferð, en annað hvort heldur þú í eigin sannfæringu sem er erfiðara og þarf hugrekki til að gera, eða þú heldur áfram að vera sami einstaklingur og eltir það sem hópurinn gerir eða það sem aðrir gera og breytir sjálfum þér til að passa inn. Það er auðveldari leið að fara, en samt ekki til lengri tíma því að þá ferð þú að gera hluti sem þú finnur innst inni að eru ekki þú, eða þú ert með einhverjum sem þér líður ekki vel með. Ég held að þú verðir að halda í það að vera þú sjálfur en það getur verið krefjandi. Að lokum standa eftir þeir einstaklingar sem þig langar að hafa í lífinu og sem þér líður vel í kringum og taka þér alltaf eins og þú ert, standa alltaf með þér. Það sem einkennir góða vináttu er að þú styður þá í einu og öllu en refsar þeim varlega ef þeir fara í ranga átt.“ Ekki nauðsynlegt að sjá fyrir útkomuna Hann segist sjálfur þakklátur fyrir að vera með fólk í kringum sig í dag sem styðja hann og efast aldrei um hann, nema í einstaka tilfellum. „Fólkið sem ég er svo heppinn að hafa í kringum mig er ástæðan fyrir því að ég er á þessum stað sem ég er á í dag.“ Því sé mikilvægt að fólk velji vel fólkið í kringum sig og velji fólk sem er virkilega stuðningsaðilar, fagni þínum sigrum og eins og sínum eigin. Þetta geti haft áhrif á það hvernig þitt líf spilast. Sjálfur hefur hann líka mikla trú á sér, er hvatvís og þorir að rekast á veggi. „Ég trúi því að þó að ég viti ekki hvað er að fara að mæta mér, hafi ég styrkinn og hugrekkið til að mæta því. Svo oftast keyri ég bara af stað.“ Svo skipti bara máli að muna að minni er ekki bara til þess að maður muni fortíðina heldur líka til að maður læri af henni og uppfæri sig út frá því. Hann hvetur fólk til að láta ótta eða þá hræðslu við álit annarra ekki stoppa sig þó að það viti ekki útkomuna áður en það stekkur af stað. „Hafa hugrekkið í það þó að röddin komi upp í hausnum á þér og segi, hvað ert þú að gera?“ Allir upplifi „impostor syndrome“ stundum en það þurfi stundum bara að stíga inn í óttann og finna hugrekkið. „Ef þú veist hvað þú trúir á, þín gildi, hvað þú stendur fyrir sem manneskja og þú einblínir bara á það þá verður þú ósjálfrátt trúr sjálfum þér því þú veist hvað er rétt fyrir þig.“ Lærdómsríkt ástand Líf Begga hefur breyst mikið í þessum heimsfaraldri, eins og svo margir aðrir hafa upplifað. Hann hætti að spila fótbolta og ákvað líka að láta drauminn rætast og gefa út bók. „Það er kannski það sem þessi tími hefur gefið manni, tækifæri til að staldra aðeins við. Í þessum hraða heimi er maður alltaf að keyra áfram og áfram og áfram, að sinna öllu og er alltaf svo upptekinn. Í fyrsta lagi gaf þetta mér afsökun til að slappa af, átta mig á því sem skiptir mann virkilega máli í lífinu. Það segja allir að það sem skipti mestu máli í lífinu séu fjölskylda og vinir, samt eigum við það til að gleyma því og gera hluti sem stangast á við það. Við erum öll að keppast um frama, afla okkur peninga, ákveðinni stöðu og svo framvegis. Þá sitja vinirnir og fjölskyldan kannski á hakanum. Þó að þetta sé ömurlegt ástand sem við erum að eiga við, þá gaf þetta samt sem áður tækifæri til að slappa af og skoða sjálfan sig og það sem maður vill gera, hvað skiptir raunverulegu máli í lífinu.“ Auk þess hafi faraldurinn minnt fólk á það sem það hafði tekið á sem sjálfsögðum hlut eins og að hitta fólkið sitt, knúsa fólk, fara í klippingu, fara í ræktina, brosa til annarra án þess að brosið sé falið á bak við grímu og svo framvegis. „Við erum að læra af þessu ástandi og við munum læra af þessu ástandi þó að það sé leiðinlegt og ömurlegt. Þetta verður krefjandi en lærdómsríkt.“ Góðar venjur eru mikilvægur þáttur í lífi Begga í dag. Þar á meðal er að byrja alla daga vel. „Ég vakna 05:30 á hverjum degi og það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að drekka glas af vatni og svo hreyfi ég mig. Mér finnst skemmtilegast að lyfta og hlaupa. Á þeim dögum sem ég hvíli mig frá hlaupum og lyftingum hreyfi ég mig samt í formi göngutúra og liðkandi æfinga. Hreyfing er algjörlega nauðsynleg byrjun á deginum fyrir mig og er orðinn innbyggður hluti í hver ég er sem manneskja. Annar liður sem er fastur hjá mér er að fara í kalda sturtu - þó svo mig langi það sjaldnast og hausinn segir stöðugt við mig að sleppa því. Að sigra hugann og gera eitthvað krefjandi áður en dagurinn byrjar gefur mér heilmikið sem spíralast út í daginn.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Ágætis bak til að taka þessu Beggi segir að þó hann lendi í mótlæti eða fái á sig gagnrýni, reyni hann að taka það ekki inn á sig og heldur áfram að fylgja eigin sannfæringu. „Ég er með ágætis bak til þess að taka við þessu,“ segir Beggi. „Maður eignar sér bara það sem maður gerir. Maður hefur fundið það að ef maður er bara heiðarlegur og berskjaldar sig við öllu í rauninni, þó að það sé krefjandi, að þá verður þú fyrir einhverjum höggum. Sérstaklega ef þú ert opinber manneskja, þá myndast umtal um þig og fólk hefur skoðun á þér, einhverjar sögur um þig. Það er bara partur af því að vera í sviðsljósinu og sækja í það. Það hefur ekki verið erfitt fyrir mig því að ég er öruggur með hvaða manneskju ég hef að geyma. Ég er öruggur með það sem ég stend fyrir.“ Hann ítrekar mikilvægi þess að þora að taka stökkið, ef tækifæri hjálpa þér að halda áfram í þá átt sem þú stefnir, þó að einhverjir hafi aðra skoðun á því eða gagnrýni það. „Fólk sér ekki eftir tækifærum sem það tók, fólk sér eftir tækifærunum sem það tók ekki.“ Sjálfur segist hann velja að reyna að bæta fólk heldur en að gagnrýna aðra. „Ég vil geta sagt í enda dagsins, vikunnar og bara lífsins að ég hafi hjálpað fleirum en ég gangrýndi.“ Beggi segir að það þurfi oft lítið til að hvetja fólk áfram, stundum sé ein grein eða smá texti á Instagram nóg til að veita einhverjum innblástur til að gera breytingar í lífinu. Vísir/Vilhelm Lífið er leiðin upp fjallið Í bókinni talar Beggi líka um að fólk verði að átta sig á því að á vegferðinni verði eitthvað um hliðarskref og jafnvel skref aftur á bak. „Maður vaknar ekki upp einn daginn með allt á hreinu, þetta snýst allt um þessi litlu skref. Fyrir mér snýst þetta um skrefin og að taka eins mörg skref áfram og ég get.“ Að hans mati snýst lífið um að vaxa með hverjum deginum, að bæta sig og breytast til betri vegar og hafa þannig ennþá betri áhrif á aðra. „Það er vegferð sem fólk þarf að byrja á og það er vegferð sem hættir aldrei. Maður heldur að maður komist á einhvern stað og þá verði lífið ánægjulegt og það þekkja það allir. Að klára gráðuna eða áfangann og þá verður lífið þægilegt. En síðan þegar þú nærð þeim áfanga þá taka bara aðrar áskoranir við. Lífið er ferlið, lífið er leiðin upp fjallið en ekki skamma sælutilfinningin á toppnum.“ Beggi fann þetta sterkt sjálfur eftir að hann varð Íslandsmeistari með FH árið 2016, eitthvað sem hann hafði stefnt á og unnið að í langan tíma. Tilfinningin varði bara í skamman tíma. Hann endaði á að skipta aftur yfir í uppeldisliðið sitt Fjölni þar sem hann varð fyrirliði. Fyrir nokkrum mánuðum komst Beggi svo aftur í fjölmiðla, þegar hann tilkynnti að hann hefði lagt skóna á hilluna. „Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef gert, að taka þessa ákvörðun. Ég vissi alltaf að þessi ákvörðun væri rétt fyrir mig en það sem hélt mér til baka, ef við tökum bara Fjölni inn í myndina þá var þetta kannski röng ákvörðun út frá Fjölni. Ef við tökum bara Fjölni út fyrir svigann.“ Ef hann horfi á þetta yfir heildina hafi það verið rétt ákvörðun fyrir hann að hætta á þessum tímapunkti. Hann spilaði alls 216 leiki í meistaraflokki, þar af hundrað í efstu deild. Hann ákvað að hætta fimm vikum áður en mótið átti að byrja í sumar. „Mér fannst þetta ekki sjálfselsk ákvörðun, af því að með því að hætta í fótbolta þá get ég hjálpað öðru fólki meira. Þá er þetta ekki sjálfselsk ákvörðun en auðvitað var þetta krefjandi út af því að ég vildi ekki valda þjálfaranum, stjórnarformönnunum og leikmönnunum vonbrigðum. En þetta var samt eitthvað sem ég þurfti að gera.“ Hágrét við að tilkynna ákvörðunina Beggi segir að það að taka þessa samræðu við þessa þrjá hópa, hafi verið það erfiðasta sem hann hafi þurft að gera í mjög langan tíma. „Ég fór að hágráta í öllum samtölunum. Auðvitað var þetta ótrúlega erfitt, þetta er erfitt ferli og það er erfitt að hætta í einhverju sem þú elskar svona lengi. Ég fann þvílíkan létti eftir að ég tók ákvörðunina og var kominn heim til mín. En þá vissi ég ekki af öllu áreitinu sem ég myndi fá á mig næstu daga. Allt þetta umtal og öll þessi viðtöl sem ég þurfti að fara í. Það var ekkert í gangi í íþróttum á þessum tíma þannig að þetta var það eina sem fólk gat fjallað um,“ segir Beggi og hlær. „Maður verður svolítið berskjaldaður og fólk er að höggva á þig. En það er líka bara allt í lagi.“ Beggi er ekki komin með neina bakþanka eða eftirsjá nú þegar nokkrir mánuðir eru liðnir. „Mér líður ótrúlega vel og ég er ánægður með þessa ákvörðun, að hafa tekið hana. En að sama skapi sakna ég margs við fótboltann. Ég sakna þess að vera í liði, að vera með strákunum á hverjum degi að stefna í áttina að einhverju markmiði. Að hafa áhrif, að vera leiðtogi, að vera í hóp og finna að það sem þú ert að gera er að stuðla að einhverju góðu fyrir hópinn. Ég sakna þess að vinna leiki, eiga góða tæklingu og fá fiðring í magann þegar þú ert að keppa. Ég sakna þess alls, en heildarpakkans sakna ég ekki.“ Beggi í leik Fjölnis og KR í Pepsi deild karla árið 2018Bára Dröfn Kristinsdóttir Skilur að fólk hafi skoðun á þessu Beggi segir að í lífinu verði fólk stundum að velja og að þessi ákveðna fórn hafi verið erfið en hafi mikla þýðingu og tilgang fyrir hann. Hann útilokar þó ekki að fara aftur í fótboltann. „Á meðan ég sakna fótboltans bara svona þá mun ég aldrei fara aftur í fótbolta. En ef söknuðurinn myndi grípa mig algjörlega, ég held að hann muni ekki gera það en ef það myndi gera það, þá myndi ég bara byrja aftur, ég er það ungur.“ Hann lítur á þetta sem ákvörðun sem hann þurfti að taka og vildi taka til þess að geta haft ennþá meiri kraft í það að lyfta öðru fólki upp í lífinu. „Sú ákvörðun var tekin með ást fyrir því en ekki ótta yfir því að fótboltinn væri ekki að gera neitt fyrir mig lengur.“ Hann viðurkennir að sterku viðbrögðin við ákvörðuninni hafi komið sér á óvart. „En ég skil alla sem hafa skoðun á því. Ég skil hvaðan allir koma og ég var tilbúinn að skoða allt en ég var ekkert meðvitað að fylgjast með umræðunni. Það kom mér á óvart hvað þetta fékk mikið umtal, ég hélt að þetta væri búið þegar ég var búinn að taka þessi samtöl. En svo sprakk bara út einhver umræða sem fólk var annað hvort með eða á móti. En það er bara hluti af þessu þegar maður tekur svona stórar ákvarðanir.“ Lætur álit annarra ekki stoppa sig Beggi las ekki athugasemdakerfin eða umræður en fékk þó send skilaboð frá vinunum með skjáskotum þar sem fólk var að „bauna yfir hann“ en hann hélt þó áfram, enda sannfærður um að hann væri að gera það sem væri best. „Það er bara gaman að vera í umræðunni. Mér finnst það allt í lagi, þú gefur bara færi á þér. Þú gerir líka hluti sem þú myndir ekki gera ef þú værir ekki í sviðsljósinu.“ Á meðan hann tók þessa ákvörðun, hugsaði hann ekkert út í það hvernig viðbrögð hann myndi fá út á við eða að fólk ætti eftir að hafa svona sterka skoðun á þessu. „Ég spáði ekkert í því. Um leið og ég vissi að þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera og vildi gera, áttaði mig á því eftir að hugsa til baka og staldra lengi við og tala við fólkið í kringum mig og svona, þá vissi ég að þetta var rétt fyrir mig. Ég ætlaði að gera þetta og það var ekkert álit annarra að fara að stoppa mig, enda hugsaði ég ekkert um það. Síðan kemur bara eitthvað umtal og þá tekur maður því bara.“ Beggi segir að síðustu mánuði hafi hann líka fengið mörg tækifæri og margar dyr hafi opnast, sem hefði gerst ef hann hefði ekki hætt í fótbolta. Eitt af þeim var útgáfusamningur við bókaforlag, sem gaf honum tækifæri til að ná til enn fleiri einstaklinga. Með bókinni hans Begga fylgir verkefnahefti sem fólk getur náð í á heimasíðuna hans, svo hægt sé að hagnýta lesturinn enn betur inn í lífið. Góð að miðla til almennings Aðspurður um fleiri fyrirmyndir í hans lífi nefndi Beggi Jordan B Peterson. „Af því að hann er frábær í að miðla skilaboðum um hvernig einstaklingar geta litið á sjálfan sig og lífið til þess að það verði innihaldsríkara. Af því að hann býr yfir gífurlega mikillar þekkingu sem hann hefur notað til að hafa góð áhrif á líf fjölda fólks. Af því að hann þorir að segja það sem hann er að hugsa - hann segir sannleikann sem liggur honum á brjósti en ekki endilega það sem fólk vill heyra.“ Einnig nefndi hann Brené Brown í þessu samhengi. „Af því hún er frábær sögumaður (e. Story-teller), hugrökk, fyndin og berskjaldar sig alla. Maður tengir við hana því hún er raunveruleg. Hún kemur fram nákvæmlega eins og hún er. Af því hún hefur hjálpað fjölda fólks að verða hugrakkari og betri leiðtogar með rannsóknum, bókum og fyrirlestrum. Það sem heillar mig við hana og Jordan Peterson það sem þau segja er byggt á rannsóknum. Þau eru bæði góð í að miðla til almennings því sem rannsóknir gefa til kynna. Það sem þau eiga sameiginlegt líka er að miðla upplýsingum til fólk til þess að vaxa og þróast í lífinu. Síðan eru fjölmargir í mínu lífi sem ég lít upp til. Sem dæmi hefur afi alltaf verið fyrirmynd fyrir mig þar sem hann hefur alltaf hugað vel að heilbrigði og því hefur hann átt gæðamikil seinni ár þrátt fyrir að vera hundgamall. Dugnaðurinn, eljusemin, harkan, hugrekkið og ábyrgðin hjá pabba í gegnum tíðina er eitthvað sem ég lít mikið upp til. Byrnjar Ben, svili minn hefur þann eiginleika að það er alltaf hægt að leita til hans með hvað sem er og hann er alltaf tilbúinn að hjálpa hverjum sem er. Það er aðdáunarvert að vera sú manneskja sem aðrir leita til. Jón Jónsson birtir upp staðinn sem hann er á lýsir upp lunderni annarra einstaklinga. Katrín Tanja er hugrökk við að segja og gera það sem hún stendur fyrir og hver hún er sem manneskja. Ég gæti haldið áfram með lista af fleiri einstaklingum sem ég lít upp til í lífinu.“ Það hefur vakið athygli að Katrín Tanja, Sölvi Tryggva, Jón Jónsson og séra Vigfús Bjarni eiga öll texta í bókinni. „Þau eru fyrirmyndirnar mínar, það er bara svo einfalt,“ segir Beggi um val sitt að fá framlag til bókarinnar frá þessum einstaklingum. „Í stað þess að ég færi að skrifa um þau, þá fékk ég þau til að koma með sína eigin texta inn í bókina mína og ber ómælda virðingu fyrir þeim, þetta er bara heiður.“ Hélt bókarskrifunum leyndum Beggi segir að það hafi komið sér á óvart hvað hann lærði mikið um sjálfan sig á síðustu mánuðum á meðan hann skrifaði bókina og einnig hvað bókarskrifin heltóku lífið hans. „Þetta var það eina sem ég gat hugsað um og þetta átti það til að halda mér vakandi á nóttunni.“ Bókarskrifin hafi líka verið mun skemmtilegra verkefni en hann átti von á. Allan tímann hélt hann bókinni leyndri frá flestum og viðurkennir að það hafi verið erfitt undir lokin að segja ekki frá þessu á samfélagsmiðlum. Það var þó skemmtilegt fyrir hann að tilkynna óvænt um komu bókarinnar. „Ég trúi því innilega að þessi bók eigi eftir að hafa góð áhrif hjá fólki.“ Ef að Beggi hefði getað hvíslað einhverju að ungum Begga, myndi hann banka í hausinn á honum og segja honum að njóta líðandi stundar þó svo hann sé að stefna á eitthvað. „Að njóta þess að vera að stefna að einhverju en ekki bíða eftir að eitthvað stórkostlegt muni gerast sem eigi að gera lífið ánægjulegt og langvarandi hamingjusamt. Að geta minnt mig á líðandi stundu að allt sem maður gerir, er maður að gera í síðasta skipti. Að ekkert vari að eilífu - augnablik, tilfinningar og upplifanir. Það er svo oft sem maður lítur til baka og maður hugsar með bros á vör um þá tíma en maður hafði ekki nógu mikla vitund um hversu ánægjulega tíma maður var að ganga í gegnum og að maður myndi aldrei fá að ganga í gegnum þá aftur. Það er þó stöðugt verkefni út lífið að minna sig á allt sem maður er orðinn vanur og tekur sem sjálfsögðum hlut.“ Barðist við að uppfylla ákveðna ímynd Það er nefnilega ýmsilegt sem Beggi hefði viljað læra fyrr á lífsleiðinni. „Ég myndi líka segja honum að hætta að hafa óþarfa áhyggjur - bæði hvað varðar órökréttar huganir um að eitthvað sé að fara gerast í framtíðinni sem mun aldrei eiga sér stað og af öllum litlum ákvörðunum, eins og hvaða föt maður eigi að fara í eða hvað maður eigi að borða. Litlar daglegar ákvarðanir trufluðu líf mitt um tíma en ég lærði einhvern veginn að taka ákvörðun eins fljótt og ég gat án þess að pæla í öllum mögulegum sjónarhornum á þeirri ákvörðun. Tengt því myndi ég segja honum að hætta að velta fyrir sér öllum mögulegum möguleikum og að auka við sig möguleikum á mörgum sviðum í lífinu og segja honum að keyra á ákveðna möguleika og sjá hvert það myndi leiða hann. Ég myndi segja við hann að það er eitt að vita eitthvað og annað að vera holdgervingur þekkingar. Að vita um hluti er annað en að sýna þá í verknaði. Þá myndi ég lauma að honum að páfagaukalærdómur sé að fara skila þér litlu sem engu og að hann þyrfti að skilja það sem hann væri að læra með því að nota þann lærdóm í heiminum strax. Að hagnýta lærdóminn í lífið en ekki bara muna hann og maður lærir lang mest með því að gera hluti og notast við þá í lífinu.“ Hann myndi líka vilja kenna þessum unga Begga ýmislegt um sjálfsmynd. „Síðan myndi ég segja við hann að virðið þitt fer ekki eftir hvernig þú lítur út líkamlega. Alltof lengi var ég að berjast við það að vilja líta vel út og að uppfylla einhverja ímynd sem ég bjó til af sjálfum mér - sem var annaðhvort sú að vera massaður eða í góðu formi, án þess í rauninni að hafa vitað af því. Það var mikil þjáning sem fylgdi því í tengslum við mataræði og hreyfingu um tíma. Ég myndi segja honum að það skipti engu máli hvernig þú lítur út heldur hvernig þér líður og að hann ætti að sýna sér sjálfsumhyggju þegar hann stigi feilspor.“ Helgarviðtal Samfélagsmiðlar Bókaútgáfa Fótbolti Tengdar fréttir Tilfinningin sem þú ert að finna fyrir er sorg Ein mest lesna greinin í Harvard Business review síðan í mars greip mig allhressilega um daginn. Hún fjallar um að við séum öll að eiga við sorg þessa dagana – bæði hver fyrir sig og sameiginlega. Ég tengdi mikið við greinina. 30. október 2020 15:00 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 „Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Það eina sem skipti mig máli í lífinu var fótbolti, í mjög langan tíma. Í allavega tíu ár var fótbolti það eina sem komst að hjá mér. Svo þegar maður eldist og þroskast þá fattar maður að lífið inniheldur fleiri þætti sem skipta máli.“ Bergsveinn Ólafsson var knattspyrnumaður og sálfræðinemi þegar hann tók meðvitaða ákvörðun að breyta venjum og taka upp nýjar. Í dag er hann hættur í fótbolta og hefur hann helgað lífi sínu að hjálpa öðrum. Hann gaf á dögunum út sína fyrstu bók, Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi, og segist stoltur af því hafa þorað að breytast. Beggi eins og hann er alltaf kallaður, hafði skráð sig í BS nám í sálfræði en hafði ekki mikinn áhuga í byrjun, einfaldlega fannst þetta skásti valkosturinn á þeim tíma. „Þegar ég byrjaði í masters náminu mínu í hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði þá fór ástríðan og tilgangurinn frá fótboltanum yfir á sálfræðina og að hjálpa fólki.“ Hann fékk þá hugmynd að finna út hvað einkenndi innihaldsríkt líf og ætlaði sér að kortleggja það á hálfum mánuði. Ekki leið á löngu þar til hann áttaði sig á að þetta yrði mögulega stærsta verkefni hans í lífinu. Einnig varð þetta viðfangsefnið í hans fyrstu bók. „Ég hef verið frá þessu gjörsamlega heltekinn af því að lesa um eitthvað sem getur hjálpað mér að miðla skilaboðum til annarra, til þess að aðrir einstaklingar geti öðlast innihaldsríkara líf og lifa lífi sem er dýrmætt að lifa og þess virði að lifa. Þar eru möguleikarnir endalausir.“ Settur upplýsingarnar á mannamál Beggi hafði gengið með bókina sína í maganum í nokkur ár en þegar hann loksins settist niður til að skrifa hana, tók það aðeins nokkra mánuði. Bókin fékk titilinn Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi. Beggi segir að það hafi verið erfitt að afmarka efnið fyrir bókina og því kæmi ekki á óvart að það myndi önnur bók um efnið fylgja í kjölfarið af þessari. „Ég lít á það sem verkefnið mitt að miðla því sem vísindin segja, sem rannsóknir segja og sem kenningar úr sálfræði segja, til þess að gefa fólki upplýsingarnar á mannamáli og hjálpa með öllum leiðum. Með fyrirlestrum, með þjálfunarsálfræði einn á einn, með teymisþjálfun inni í fyrirtækjum, með stjórnendum, með því að vinna í námskeiði og þess vegna með því að setja inn á samfélagsmiðla eins og Instagram. Ég finn eins margar leiðir og ég get og eins margar leiðir og ég get til að deila mínum fróðleik með öðru fólki, svo það geti notað það til að bæta lífið sitt og þar með líf annarra og samfélagsins. Þar með færist heimurinn vonandi nær góðu og fjær illu.“ Beggi í leik Breiðabliks og Fjölnis í Pepsi deild karla sumarið 2018.Bára Dröfn Kristinsdóttir Hann segist í dag vakna alla daga með bros á vör, þar sem hann hafi fundið sitt hlutverk og sinn tilgang í lífinu. „Að lyfta öðrum upp í lífinu og lyfta upp eins mörgum og ég mögulega get. Því það býr svo mikið í okkur öllum og ég held að við viljum öll bæta okkur sem einstaklingar. Ég held að það sé ákveðin þörf fyrir það í okkur.“ Beggi bendir á að þó að sálfræði snúist oft um að laga andleg veikindi og kvilla, þá snúist jákvæð sálfræði líka um að til dæmis skoða hvað einkennir fólk sem er hugrakkt, sem sýnir þrautseigju, sem hefur ástríðu. „Hvað einkennir fólk sem nær árangri í lífinu, sem líður vel í lífinu, sem blómstrar í lífinu, eða eru góðir leiðtogar? Hvað einkennir það að vera trúr sjálfum sér?“ Þetta snúist um margt fleira en að líða ekki illa, þó það sé auðvitað líka verðugt markmið. Hann sér það sem sitt markmið að fjölga fólki í þeim hóp sem nýtir það krefjandi verkefni sem lífið er og gerir sem mest úr því. Fólkið sem lifir fullnægjandi og innihaldsríku lífi. „Þannig hugsanlega komum við í veg fyrir andlega erfiðleika eða búum okkur allavega betur undir þá.“ Bækurnar sem Beggi segir að hafi breytt lífi sínu eru Man‘s Search for Meaning – Viktor Frankl, Dare to lead - Brené Brown, 12 Lífsreglur - Jordan Peterson, The How of Happiness – Sonja Lyubomirsky, Power of Habit – Charles Dushigg og How not to die - Michael Greger.Vísir/Vilhelm Miklu tengdari en við höldum Beggi skrifar reglulega skoðanagreinar hér á Vísi og birtir einnig mikið á samfélagsmiðlum tengt jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði. Hann segir að ef þessir textar hjálpa einum einstakling eða gefa einhverjum einum innblástur, þá sé markmiðinu náð. „Ég hef svo mikla trú á því að þegar þú vinnur markvisst að því að bæta líf þitt, þó að það sé ekki nema pínulítið á hverjum degi, þá mun það hafa góð áhrif á þitt og hafa góð áhrif á fjölskylduna þína, vini þína, fólkið sem vinnur með þér.“ Hann segir að það megi alveg líkja þessu við það hvernig COVID dreifist á milli fólks. „Eins og einn verður að tveimur, tveir verða að fjórum, fjórir að sextán og sextán verður að 128, þá hef ég sömu trú á að þegar þú bætir þig þá bætir þú fleiri í kringum sig sem bæta enn fleiri. Þannig að ég tel að við séum miklu tengdari en við höldum svo því skiptir miklu máli hvað við gerum dags daglega. Ég trúi svo innilega að þetta geti haft áhrif á fólkið í kringum þig, samfélagið og heiminn í heild sinni. Þess vegna skiptir svo miklu máli að gera sitt besta á hverjum degi.“ Það sé því ekki sjálfselska að gera hluti fyrir sjálfan sig, því þú sért á sama tíma að gera það fyrir aðra líka. Beggi segir að það sé yndisleg tilfinning að finna að maður er að hafa jákvæð áhrif á aðra. Fyrir nokkrum árum sá hann ekkert nema fótboltann og hefði ekki getað séð fyrir sér að velja þessa leið í lífinu, hvað þá að hætta alveg í fótbolta svona ungur. „Ef gamli Beggi myndi sjá mig núna, myndi hann segja „Ég þekki þennan gaur ekki.“ Ég gæti aldrei ímyndað mér að ég væri í þessari stöðu í dag. Það er kannski hvað ég er hvað stoltastur af mér fyrir, það er að þora að breytast og þora að gera það sem ég finn að vekur ástríðu og áhuga. Að þora að gera hluti, fylgja hjartanu og innsæinu. Ég er stoltur af því að þora að breytast því það er rosalega erfitt að breytast, það er erfitt fyrir sjálfan þig því það er alltaf þessi óvissa um það sem tekur við þér.“ Vináttur tapast á leiðinni Beggi talar í bókinni um sig sem gamli Beggi og nýi Beggi, hugarfarið og áherslurnar í lífinu höfðu breyst. „Ég sá þetta ekki fyrir ef ég á að segja alveg eins og er. Það eina sem ég sá fyrir mér var atvinnumennska í fótbolta.“ Hann segir að þessar breytingar hafi líka verið erfiðar fyrir fólkið í kringum hann eins og kærustuna og vinina. „Að verða meðvitaður um lífið, tilveruna og sjálfan þig getur verið alveg einmannaleg vegferð. Því meðvitaðri sem þú ert, því meiri þjáning er það fyrir þig og því fleiri hlutum þarftu að spá í og staldra við.“ Beggi hefur misst nokkur sambönd á þessari vegferð sinni en segir sambandið við kærustuna sterkt. Auðvitað er ég öðruvísi einstaklingur heldur en makinn minn kynntist eða vinir mínir kynntust. Hvað varðar vinina þá að sjálfsögðu hef ég misst sambönd við nokkra vini, einhverja sem maður hefur ekki tengsl við. Annað hvort sem stefna annað í lífinu eða maður finnur ekki sömu tenginguna og maður hafði áður við þá. Það er gríðarlega erfitt, að afmarka hverjir eru virkilega vinir mans og eru með manni í framtíðinni.“ Hann segir að það sé erfitt að finna að hann hafi fjarlægst ákveðna einstaklinga. „Auðvitað var erfiður tímapunktur líka með makanum, að finna að þú sért með einhverjum og hann er ekki sami einstaklingur og þú byrjaðir með. En ég tel líka að þú breytist með makanum þínum og ég hef trú á því að þú getur orðið ástfanginn aftur og aftur af manneskjunni sem þú ert með. Ég held að þú verðir ekkert bara ástfanginn einu sinni og svo verðir þú bara á bleiku skýi út lífið. Sambönd eru krefjandi og innihalda góða tíma og slæma tíma eins og lífið. Þannig að auðvitað var ákveðinn tímapunktur þar sem maður fjarlægðist líka makann en svo mætist maður alltaf á sömu leið.“ Hægt er að sjá meira um það sem Beggi er að gera á síðunni hans www.beggiolafs.com og á Instagramminu hans @beggiolafsVísir/Vilhelm Færri en betri tengsl Að hans mati þarf fólk í sambandi stundum að fórna ýmsu til að vera saman, ef það er sterkara saman en í sitthvoru lagi. „Lífið er miklu betra með öðrum einstaklingi þér við hlið. Þið eruð öflugri saman og tveir hausar eru betri en einn.“ Beggi segir að þau sambönd sem hann á enn í dag, séu enn nánari en þau voru áður. „Maður á í færri tengslum en miklu betri tengslum. Þetta er erfið vegferð, en annað hvort heldur þú í eigin sannfæringu sem er erfiðara og þarf hugrekki til að gera, eða þú heldur áfram að vera sami einstaklingur og eltir það sem hópurinn gerir eða það sem aðrir gera og breytir sjálfum þér til að passa inn. Það er auðveldari leið að fara, en samt ekki til lengri tíma því að þá ferð þú að gera hluti sem þú finnur innst inni að eru ekki þú, eða þú ert með einhverjum sem þér líður ekki vel með. Ég held að þú verðir að halda í það að vera þú sjálfur en það getur verið krefjandi. Að lokum standa eftir þeir einstaklingar sem þig langar að hafa í lífinu og sem þér líður vel í kringum og taka þér alltaf eins og þú ert, standa alltaf með þér. Það sem einkennir góða vináttu er að þú styður þá í einu og öllu en refsar þeim varlega ef þeir fara í ranga átt.“ Ekki nauðsynlegt að sjá fyrir útkomuna Hann segist sjálfur þakklátur fyrir að vera með fólk í kringum sig í dag sem styðja hann og efast aldrei um hann, nema í einstaka tilfellum. „Fólkið sem ég er svo heppinn að hafa í kringum mig er ástæðan fyrir því að ég er á þessum stað sem ég er á í dag.“ Því sé mikilvægt að fólk velji vel fólkið í kringum sig og velji fólk sem er virkilega stuðningsaðilar, fagni þínum sigrum og eins og sínum eigin. Þetta geti haft áhrif á það hvernig þitt líf spilast. Sjálfur hefur hann líka mikla trú á sér, er hvatvís og þorir að rekast á veggi. „Ég trúi því að þó að ég viti ekki hvað er að fara að mæta mér, hafi ég styrkinn og hugrekkið til að mæta því. Svo oftast keyri ég bara af stað.“ Svo skipti bara máli að muna að minni er ekki bara til þess að maður muni fortíðina heldur líka til að maður læri af henni og uppfæri sig út frá því. Hann hvetur fólk til að láta ótta eða þá hræðslu við álit annarra ekki stoppa sig þó að það viti ekki útkomuna áður en það stekkur af stað. „Hafa hugrekkið í það þó að röddin komi upp í hausnum á þér og segi, hvað ert þú að gera?“ Allir upplifi „impostor syndrome“ stundum en það þurfi stundum bara að stíga inn í óttann og finna hugrekkið. „Ef þú veist hvað þú trúir á, þín gildi, hvað þú stendur fyrir sem manneskja og þú einblínir bara á það þá verður þú ósjálfrátt trúr sjálfum þér því þú veist hvað er rétt fyrir þig.“ Lærdómsríkt ástand Líf Begga hefur breyst mikið í þessum heimsfaraldri, eins og svo margir aðrir hafa upplifað. Hann hætti að spila fótbolta og ákvað líka að láta drauminn rætast og gefa út bók. „Það er kannski það sem þessi tími hefur gefið manni, tækifæri til að staldra aðeins við. Í þessum hraða heimi er maður alltaf að keyra áfram og áfram og áfram, að sinna öllu og er alltaf svo upptekinn. Í fyrsta lagi gaf þetta mér afsökun til að slappa af, átta mig á því sem skiptir mann virkilega máli í lífinu. Það segja allir að það sem skipti mestu máli í lífinu séu fjölskylda og vinir, samt eigum við það til að gleyma því og gera hluti sem stangast á við það. Við erum öll að keppast um frama, afla okkur peninga, ákveðinni stöðu og svo framvegis. Þá sitja vinirnir og fjölskyldan kannski á hakanum. Þó að þetta sé ömurlegt ástand sem við erum að eiga við, þá gaf þetta samt sem áður tækifæri til að slappa af og skoða sjálfan sig og það sem maður vill gera, hvað skiptir raunverulegu máli í lífinu.“ Auk þess hafi faraldurinn minnt fólk á það sem það hafði tekið á sem sjálfsögðum hlut eins og að hitta fólkið sitt, knúsa fólk, fara í klippingu, fara í ræktina, brosa til annarra án þess að brosið sé falið á bak við grímu og svo framvegis. „Við erum að læra af þessu ástandi og við munum læra af þessu ástandi þó að það sé leiðinlegt og ömurlegt. Þetta verður krefjandi en lærdómsríkt.“ Góðar venjur eru mikilvægur þáttur í lífi Begga í dag. Þar á meðal er að byrja alla daga vel. „Ég vakna 05:30 á hverjum degi og það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna er að drekka glas af vatni og svo hreyfi ég mig. Mér finnst skemmtilegast að lyfta og hlaupa. Á þeim dögum sem ég hvíli mig frá hlaupum og lyftingum hreyfi ég mig samt í formi göngutúra og liðkandi æfinga. Hreyfing er algjörlega nauðsynleg byrjun á deginum fyrir mig og er orðinn innbyggður hluti í hver ég er sem manneskja. Annar liður sem er fastur hjá mér er að fara í kalda sturtu - þó svo mig langi það sjaldnast og hausinn segir stöðugt við mig að sleppa því. Að sigra hugann og gera eitthvað krefjandi áður en dagurinn byrjar gefur mér heilmikið sem spíralast út í daginn.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Ágætis bak til að taka þessu Beggi segir að þó hann lendi í mótlæti eða fái á sig gagnrýni, reyni hann að taka það ekki inn á sig og heldur áfram að fylgja eigin sannfæringu. „Ég er með ágætis bak til þess að taka við þessu,“ segir Beggi. „Maður eignar sér bara það sem maður gerir. Maður hefur fundið það að ef maður er bara heiðarlegur og berskjaldar sig við öllu í rauninni, þó að það sé krefjandi, að þá verður þú fyrir einhverjum höggum. Sérstaklega ef þú ert opinber manneskja, þá myndast umtal um þig og fólk hefur skoðun á þér, einhverjar sögur um þig. Það er bara partur af því að vera í sviðsljósinu og sækja í það. Það hefur ekki verið erfitt fyrir mig því að ég er öruggur með hvaða manneskju ég hef að geyma. Ég er öruggur með það sem ég stend fyrir.“ Hann ítrekar mikilvægi þess að þora að taka stökkið, ef tækifæri hjálpa þér að halda áfram í þá átt sem þú stefnir, þó að einhverjir hafi aðra skoðun á því eða gagnrýni það. „Fólk sér ekki eftir tækifærum sem það tók, fólk sér eftir tækifærunum sem það tók ekki.“ Sjálfur segist hann velja að reyna að bæta fólk heldur en að gagnrýna aðra. „Ég vil geta sagt í enda dagsins, vikunnar og bara lífsins að ég hafi hjálpað fleirum en ég gangrýndi.“ Beggi segir að það þurfi oft lítið til að hvetja fólk áfram, stundum sé ein grein eða smá texti á Instagram nóg til að veita einhverjum innblástur til að gera breytingar í lífinu. Vísir/Vilhelm Lífið er leiðin upp fjallið Í bókinni talar Beggi líka um að fólk verði að átta sig á því að á vegferðinni verði eitthvað um hliðarskref og jafnvel skref aftur á bak. „Maður vaknar ekki upp einn daginn með allt á hreinu, þetta snýst allt um þessi litlu skref. Fyrir mér snýst þetta um skrefin og að taka eins mörg skref áfram og ég get.“ Að hans mati snýst lífið um að vaxa með hverjum deginum, að bæta sig og breytast til betri vegar og hafa þannig ennþá betri áhrif á aðra. „Það er vegferð sem fólk þarf að byrja á og það er vegferð sem hættir aldrei. Maður heldur að maður komist á einhvern stað og þá verði lífið ánægjulegt og það þekkja það allir. Að klára gráðuna eða áfangann og þá verður lífið þægilegt. En síðan þegar þú nærð þeim áfanga þá taka bara aðrar áskoranir við. Lífið er ferlið, lífið er leiðin upp fjallið en ekki skamma sælutilfinningin á toppnum.“ Beggi fann þetta sterkt sjálfur eftir að hann varð Íslandsmeistari með FH árið 2016, eitthvað sem hann hafði stefnt á og unnið að í langan tíma. Tilfinningin varði bara í skamman tíma. Hann endaði á að skipta aftur yfir í uppeldisliðið sitt Fjölni þar sem hann varð fyrirliði. Fyrir nokkrum mánuðum komst Beggi svo aftur í fjölmiðla, þegar hann tilkynnti að hann hefði lagt skóna á hilluna. „Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef gert, að taka þessa ákvörðun. Ég vissi alltaf að þessi ákvörðun væri rétt fyrir mig en það sem hélt mér til baka, ef við tökum bara Fjölni inn í myndina þá var þetta kannski röng ákvörðun út frá Fjölni. Ef við tökum bara Fjölni út fyrir svigann.“ Ef hann horfi á þetta yfir heildina hafi það verið rétt ákvörðun fyrir hann að hætta á þessum tímapunkti. Hann spilaði alls 216 leiki í meistaraflokki, þar af hundrað í efstu deild. Hann ákvað að hætta fimm vikum áður en mótið átti að byrja í sumar. „Mér fannst þetta ekki sjálfselsk ákvörðun, af því að með því að hætta í fótbolta þá get ég hjálpað öðru fólki meira. Þá er þetta ekki sjálfselsk ákvörðun en auðvitað var þetta krefjandi út af því að ég vildi ekki valda þjálfaranum, stjórnarformönnunum og leikmönnunum vonbrigðum. En þetta var samt eitthvað sem ég þurfti að gera.“ Hágrét við að tilkynna ákvörðunina Beggi segir að það að taka þessa samræðu við þessa þrjá hópa, hafi verið það erfiðasta sem hann hafi þurft að gera í mjög langan tíma. „Ég fór að hágráta í öllum samtölunum. Auðvitað var þetta ótrúlega erfitt, þetta er erfitt ferli og það er erfitt að hætta í einhverju sem þú elskar svona lengi. Ég fann þvílíkan létti eftir að ég tók ákvörðunina og var kominn heim til mín. En þá vissi ég ekki af öllu áreitinu sem ég myndi fá á mig næstu daga. Allt þetta umtal og öll þessi viðtöl sem ég þurfti að fara í. Það var ekkert í gangi í íþróttum á þessum tíma þannig að þetta var það eina sem fólk gat fjallað um,“ segir Beggi og hlær. „Maður verður svolítið berskjaldaður og fólk er að höggva á þig. En það er líka bara allt í lagi.“ Beggi er ekki komin með neina bakþanka eða eftirsjá nú þegar nokkrir mánuðir eru liðnir. „Mér líður ótrúlega vel og ég er ánægður með þessa ákvörðun, að hafa tekið hana. En að sama skapi sakna ég margs við fótboltann. Ég sakna þess að vera í liði, að vera með strákunum á hverjum degi að stefna í áttina að einhverju markmiði. Að hafa áhrif, að vera leiðtogi, að vera í hóp og finna að það sem þú ert að gera er að stuðla að einhverju góðu fyrir hópinn. Ég sakna þess að vinna leiki, eiga góða tæklingu og fá fiðring í magann þegar þú ert að keppa. Ég sakna þess alls, en heildarpakkans sakna ég ekki.“ Beggi í leik Fjölnis og KR í Pepsi deild karla árið 2018Bára Dröfn Kristinsdóttir Skilur að fólk hafi skoðun á þessu Beggi segir að í lífinu verði fólk stundum að velja og að þessi ákveðna fórn hafi verið erfið en hafi mikla þýðingu og tilgang fyrir hann. Hann útilokar þó ekki að fara aftur í fótboltann. „Á meðan ég sakna fótboltans bara svona þá mun ég aldrei fara aftur í fótbolta. En ef söknuðurinn myndi grípa mig algjörlega, ég held að hann muni ekki gera það en ef það myndi gera það, þá myndi ég bara byrja aftur, ég er það ungur.“ Hann lítur á þetta sem ákvörðun sem hann þurfti að taka og vildi taka til þess að geta haft ennþá meiri kraft í það að lyfta öðru fólki upp í lífinu. „Sú ákvörðun var tekin með ást fyrir því en ekki ótta yfir því að fótboltinn væri ekki að gera neitt fyrir mig lengur.“ Hann viðurkennir að sterku viðbrögðin við ákvörðuninni hafi komið sér á óvart. „En ég skil alla sem hafa skoðun á því. Ég skil hvaðan allir koma og ég var tilbúinn að skoða allt en ég var ekkert meðvitað að fylgjast með umræðunni. Það kom mér á óvart hvað þetta fékk mikið umtal, ég hélt að þetta væri búið þegar ég var búinn að taka þessi samtöl. En svo sprakk bara út einhver umræða sem fólk var annað hvort með eða á móti. En það er bara hluti af þessu þegar maður tekur svona stórar ákvarðanir.“ Lætur álit annarra ekki stoppa sig Beggi las ekki athugasemdakerfin eða umræður en fékk þó send skilaboð frá vinunum með skjáskotum þar sem fólk var að „bauna yfir hann“ en hann hélt þó áfram, enda sannfærður um að hann væri að gera það sem væri best. „Það er bara gaman að vera í umræðunni. Mér finnst það allt í lagi, þú gefur bara færi á þér. Þú gerir líka hluti sem þú myndir ekki gera ef þú værir ekki í sviðsljósinu.“ Á meðan hann tók þessa ákvörðun, hugsaði hann ekkert út í það hvernig viðbrögð hann myndi fá út á við eða að fólk ætti eftir að hafa svona sterka skoðun á þessu. „Ég spáði ekkert í því. Um leið og ég vissi að þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera og vildi gera, áttaði mig á því eftir að hugsa til baka og staldra lengi við og tala við fólkið í kringum mig og svona, þá vissi ég að þetta var rétt fyrir mig. Ég ætlaði að gera þetta og það var ekkert álit annarra að fara að stoppa mig, enda hugsaði ég ekkert um það. Síðan kemur bara eitthvað umtal og þá tekur maður því bara.“ Beggi segir að síðustu mánuði hafi hann líka fengið mörg tækifæri og margar dyr hafi opnast, sem hefði gerst ef hann hefði ekki hætt í fótbolta. Eitt af þeim var útgáfusamningur við bókaforlag, sem gaf honum tækifæri til að ná til enn fleiri einstaklinga. Með bókinni hans Begga fylgir verkefnahefti sem fólk getur náð í á heimasíðuna hans, svo hægt sé að hagnýta lesturinn enn betur inn í lífið. Góð að miðla til almennings Aðspurður um fleiri fyrirmyndir í hans lífi nefndi Beggi Jordan B Peterson. „Af því að hann er frábær í að miðla skilaboðum um hvernig einstaklingar geta litið á sjálfan sig og lífið til þess að það verði innihaldsríkara. Af því að hann býr yfir gífurlega mikillar þekkingu sem hann hefur notað til að hafa góð áhrif á líf fjölda fólks. Af því að hann þorir að segja það sem hann er að hugsa - hann segir sannleikann sem liggur honum á brjósti en ekki endilega það sem fólk vill heyra.“ Einnig nefndi hann Brené Brown í þessu samhengi. „Af því hún er frábær sögumaður (e. Story-teller), hugrökk, fyndin og berskjaldar sig alla. Maður tengir við hana því hún er raunveruleg. Hún kemur fram nákvæmlega eins og hún er. Af því hún hefur hjálpað fjölda fólks að verða hugrakkari og betri leiðtogar með rannsóknum, bókum og fyrirlestrum. Það sem heillar mig við hana og Jordan Peterson það sem þau segja er byggt á rannsóknum. Þau eru bæði góð í að miðla til almennings því sem rannsóknir gefa til kynna. Það sem þau eiga sameiginlegt líka er að miðla upplýsingum til fólk til þess að vaxa og þróast í lífinu. Síðan eru fjölmargir í mínu lífi sem ég lít upp til. Sem dæmi hefur afi alltaf verið fyrirmynd fyrir mig þar sem hann hefur alltaf hugað vel að heilbrigði og því hefur hann átt gæðamikil seinni ár þrátt fyrir að vera hundgamall. Dugnaðurinn, eljusemin, harkan, hugrekkið og ábyrgðin hjá pabba í gegnum tíðina er eitthvað sem ég lít mikið upp til. Byrnjar Ben, svili minn hefur þann eiginleika að það er alltaf hægt að leita til hans með hvað sem er og hann er alltaf tilbúinn að hjálpa hverjum sem er. Það er aðdáunarvert að vera sú manneskja sem aðrir leita til. Jón Jónsson birtir upp staðinn sem hann er á lýsir upp lunderni annarra einstaklinga. Katrín Tanja er hugrökk við að segja og gera það sem hún stendur fyrir og hver hún er sem manneskja. Ég gæti haldið áfram með lista af fleiri einstaklingum sem ég lít upp til í lífinu.“ Það hefur vakið athygli að Katrín Tanja, Sölvi Tryggva, Jón Jónsson og séra Vigfús Bjarni eiga öll texta í bókinni. „Þau eru fyrirmyndirnar mínar, það er bara svo einfalt,“ segir Beggi um val sitt að fá framlag til bókarinnar frá þessum einstaklingum. „Í stað þess að ég færi að skrifa um þau, þá fékk ég þau til að koma með sína eigin texta inn í bókina mína og ber ómælda virðingu fyrir þeim, þetta er bara heiður.“ Hélt bókarskrifunum leyndum Beggi segir að það hafi komið sér á óvart hvað hann lærði mikið um sjálfan sig á síðustu mánuðum á meðan hann skrifaði bókina og einnig hvað bókarskrifin heltóku lífið hans. „Þetta var það eina sem ég gat hugsað um og þetta átti það til að halda mér vakandi á nóttunni.“ Bókarskrifin hafi líka verið mun skemmtilegra verkefni en hann átti von á. Allan tímann hélt hann bókinni leyndri frá flestum og viðurkennir að það hafi verið erfitt undir lokin að segja ekki frá þessu á samfélagsmiðlum. Það var þó skemmtilegt fyrir hann að tilkynna óvænt um komu bókarinnar. „Ég trúi því innilega að þessi bók eigi eftir að hafa góð áhrif hjá fólki.“ Ef að Beggi hefði getað hvíslað einhverju að ungum Begga, myndi hann banka í hausinn á honum og segja honum að njóta líðandi stundar þó svo hann sé að stefna á eitthvað. „Að njóta þess að vera að stefna að einhverju en ekki bíða eftir að eitthvað stórkostlegt muni gerast sem eigi að gera lífið ánægjulegt og langvarandi hamingjusamt. Að geta minnt mig á líðandi stundu að allt sem maður gerir, er maður að gera í síðasta skipti. Að ekkert vari að eilífu - augnablik, tilfinningar og upplifanir. Það er svo oft sem maður lítur til baka og maður hugsar með bros á vör um þá tíma en maður hafði ekki nógu mikla vitund um hversu ánægjulega tíma maður var að ganga í gegnum og að maður myndi aldrei fá að ganga í gegnum þá aftur. Það er þó stöðugt verkefni út lífið að minna sig á allt sem maður er orðinn vanur og tekur sem sjálfsögðum hlut.“ Barðist við að uppfylla ákveðna ímynd Það er nefnilega ýmsilegt sem Beggi hefði viljað læra fyrr á lífsleiðinni. „Ég myndi líka segja honum að hætta að hafa óþarfa áhyggjur - bæði hvað varðar órökréttar huganir um að eitthvað sé að fara gerast í framtíðinni sem mun aldrei eiga sér stað og af öllum litlum ákvörðunum, eins og hvaða föt maður eigi að fara í eða hvað maður eigi að borða. Litlar daglegar ákvarðanir trufluðu líf mitt um tíma en ég lærði einhvern veginn að taka ákvörðun eins fljótt og ég gat án þess að pæla í öllum mögulegum sjónarhornum á þeirri ákvörðun. Tengt því myndi ég segja honum að hætta að velta fyrir sér öllum mögulegum möguleikum og að auka við sig möguleikum á mörgum sviðum í lífinu og segja honum að keyra á ákveðna möguleika og sjá hvert það myndi leiða hann. Ég myndi segja við hann að það er eitt að vita eitthvað og annað að vera holdgervingur þekkingar. Að vita um hluti er annað en að sýna þá í verknaði. Þá myndi ég lauma að honum að páfagaukalærdómur sé að fara skila þér litlu sem engu og að hann þyrfti að skilja það sem hann væri að læra með því að nota þann lærdóm í heiminum strax. Að hagnýta lærdóminn í lífið en ekki bara muna hann og maður lærir lang mest með því að gera hluti og notast við þá í lífinu.“ Hann myndi líka vilja kenna þessum unga Begga ýmislegt um sjálfsmynd. „Síðan myndi ég segja við hann að virðið þitt fer ekki eftir hvernig þú lítur út líkamlega. Alltof lengi var ég að berjast við það að vilja líta vel út og að uppfylla einhverja ímynd sem ég bjó til af sjálfum mér - sem var annaðhvort sú að vera massaður eða í góðu formi, án þess í rauninni að hafa vitað af því. Það var mikil þjáning sem fylgdi því í tengslum við mataræði og hreyfingu um tíma. Ég myndi segja honum að það skipti engu máli hvernig þú lítur út heldur hvernig þér líður og að hann ætti að sýna sér sjálfsumhyggju þegar hann stigi feilspor.“
Helgarviðtal Samfélagsmiðlar Bókaútgáfa Fótbolti Tengdar fréttir Tilfinningin sem þú ert að finna fyrir er sorg Ein mest lesna greinin í Harvard Business review síðan í mars greip mig allhressilega um daginn. Hún fjallar um að við séum öll að eiga við sorg þessa dagana – bæði hver fyrir sig og sameiginlega. Ég tengdi mikið við greinina. 30. október 2020 15:00 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 „Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Tilfinningin sem þú ert að finna fyrir er sorg Ein mest lesna greinin í Harvard Business review síðan í mars greip mig allhressilega um daginn. Hún fjallar um að við séum öll að eiga við sorg þessa dagana – bæði hver fyrir sig og sameiginlega. Ég tengdi mikið við greinina. 30. október 2020 15:00
Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37
„Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10