Hvetur stjórnvöld til að gyrða sig í brók og fara að girða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2020 12:18 Kolbeinn hvetur stjórvöld, sem bera ábyrgð á girðingarmálum þegar varnarlínur eru annars vegar að girða sig í brók og auka fjármagn til málaflokksins til að halda íslensku sauðkindinni innan þess svæðis, sem henni er ætlað að vera í viðkomandi varnarhólfi upp á riðuveikivarnir að gera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og sveitarstjórnarmenn í uppsveitum Árnessýslu hafa miklar áhyggjur af lélegum girðingum og viðhaldi þeirra, sem eiga að þjóna hlutverki varnarlína á milli varnarhólfa vegna riðuveiku. Matvælastofnun, sem á að sinna viðhaldi girðinganna og sjá til þess að þær séu í lagi fær ekki fjármagn til verksins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sendi nýlega frá sér ályktun vegna búfjársjúkdóma í kjölfar riðuveikinnar, sem kom upp í Skagafirði en fulltrúar sveitarstjórnar ítreka mikilvægi þess að Matvælastofnun, sem sér um viðhald og eftirlit varnarlína verði tryggt nægt fjármagn. Kolbeinn Sveinbjörnsson á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Það virðist vera óstand á því hvernig staðið er að viðhaldi þessara girðinga, búið að vera í mörg ár, við erum bara að hnykkja á því, þannig að ríkið fari kannski eftir lögum og reglum eins og aðrir eiga að gera,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sveinbjörnsson, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð, sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir að leggja ekki fjármagn í viðhald á varðargirðingum víða um land.Einkasafn Kolbeinn segir að allt of víða, sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár. „Það er allavega mikill misskilningur að halda að það sé einhvern gagn í einhverjum girðingum, sem að ná bara hluta af einhverri leið, sem þær eiga að verja. Þetta þarf bara að ná frá byrjun og til enda og fara með þeim á hverju vori ef það á að vera eitthvað gagn í þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun býr stofnunin ekki yfir fjárheimildum til viðhalds varnargirðinga. Kolbeinn segist heyra á bændum að þeir hafi áhyggjur af stöðu mála vegna lélegra girðinga. „Já, bændur vilja fara eftir því að ef fé fer á milli hólfa á að farga því og það náttúrulega bara tjón, þannig að sjálfsögðu hafa menn áhyggjur af því.“ Kolbeinn leggur til að þeir sem ábyrgð bera á þessum málum girði sig í brók , fjármagn til þessa málaflokks verði aukið og það notað til að standa búmannlega að þessum málum en ekki til skýrsluskrifa „Nú þarf að fara út og drífa sig að girða, kaupa svolítið af naglbítum og laga þetta dót. Það er líka mjög leiðinlegt að sjá girðingar út um allt land, sem er ekki hugsað um. Það þarf allavega að rífa þær upp ef það er búið að afleggja þær, það er nú skömm af því víða,“ segir Kolbeinn. Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Bændur og sveitarstjórnarmenn í uppsveitum Árnessýslu hafa miklar áhyggjur af lélegum girðingum og viðhaldi þeirra, sem eiga að þjóna hlutverki varnarlína á milli varnarhólfa vegna riðuveiku. Matvælastofnun, sem á að sinna viðhaldi girðinganna og sjá til þess að þær séu í lagi fær ekki fjármagn til verksins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sendi nýlega frá sér ályktun vegna búfjársjúkdóma í kjölfar riðuveikinnar, sem kom upp í Skagafirði en fulltrúar sveitarstjórnar ítreka mikilvægi þess að Matvælastofnun, sem sér um viðhald og eftirlit varnarlína verði tryggt nægt fjármagn. Kolbeinn Sveinbjörnsson á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Það virðist vera óstand á því hvernig staðið er að viðhaldi þessara girðinga, búið að vera í mörg ár, við erum bara að hnykkja á því, þannig að ríkið fari kannski eftir lögum og reglum eins og aðrir eiga að gera,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sveinbjörnsson, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð, sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir að leggja ekki fjármagn í viðhald á varðargirðingum víða um land.Einkasafn Kolbeinn segir að allt of víða, sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár. „Það er allavega mikill misskilningur að halda að það sé einhvern gagn í einhverjum girðingum, sem að ná bara hluta af einhverri leið, sem þær eiga að verja. Þetta þarf bara að ná frá byrjun og til enda og fara með þeim á hverju vori ef það á að vera eitthvað gagn í þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun býr stofnunin ekki yfir fjárheimildum til viðhalds varnargirðinga. Kolbeinn segist heyra á bændum að þeir hafi áhyggjur af stöðu mála vegna lélegra girðinga. „Já, bændur vilja fara eftir því að ef fé fer á milli hólfa á að farga því og það náttúrulega bara tjón, þannig að sjálfsögðu hafa menn áhyggjur af því.“ Kolbeinn leggur til að þeir sem ábyrgð bera á þessum málum girði sig í brók , fjármagn til þessa málaflokks verði aukið og það notað til að standa búmannlega að þessum málum en ekki til skýrsluskrifa „Nú þarf að fara út og drífa sig að girða, kaupa svolítið af naglbítum og laga þetta dót. Það er líka mjög leiðinlegt að sjá girðingar út um allt land, sem er ekki hugsað um. Það þarf allavega að rífa þær upp ef það er búið að afleggja þær, það er nú skömm af því víða,“ segir Kolbeinn.
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira