Dustin Johnson sigurvegari á Masters í fyrsta sinn Ísak Hallmundarson skrifar 15. nóvember 2020 20:00 Dustin Johnson hefur átt magnað ár. Getty/Patrick Smith Dustin Johnson er sigurvegari Masters mótsins í golfi þetta árið. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur á mótinu og annað sinn sem hann vinnur á risamóti. Johnson lék stórkostlega allt mótið og endaði á 20 höggum undir pari. Hann spilaði lokahringinn í dag á þremur höggum undir pari. Árið 2020 er svo sannarlega búið að vera árið hans Dustin Johnson. Hann var í öðru sæti á PGA Championship, er búinn að vinna þrjú mót á PGA-mótaröðinni, þar af tvö í FedEx umspilinu sem tryggði honum FedEx bikarinn, auk þess að hafa verið valinn PGA-kylfingur ársins 2020. Sigurinn á Masters er því kærkomin viðbót við þetta magnaða ár hjá kappanum. Ástralinn Cameron Smith og Suður-Kóreu maðurinn Sungjae Im hrepptu silfurverðlaunin í ár, en báðir léku þeir á fimmtán höggum undir pari. Rory McIlroy, sem byrjaði mótið skelfilega, endaði að lokum í 5. sæti eftir að hafa spilað vel síðustu þrjá hringina. Hann spilaði fyrsta hringinn þremur höggum yfir pari en endaði mótið samtals á ellefu höggum undir pari. Tiger Woods, sem átti titil að verja, lauk mótinu í 38. sæti á einu höggi undir pari. Hann lék lokahringinn í dag á fjórum höggum yfir pari, en það sem stendur upp úr á lokahringnum hjá þessum magnaða kylfingi er líklega að það ótrúlega atvik átti sér stað að hann lék Par 3 holu á tíu höggum, eða sjö yfir pari á einni holu. Eftir að hafa fengið þennan rosalega skell á tólftu holu tókst Tiger þó að svara fyrir sig og sína sitt rétta andlit, en hann náði í fimm fugla á síðustu sex holunum og bjargaði þar með andlitinu. Golf Bandaríkin Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Dustin Johnson er sigurvegari Masters mótsins í golfi þetta árið. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur á mótinu og annað sinn sem hann vinnur á risamóti. Johnson lék stórkostlega allt mótið og endaði á 20 höggum undir pari. Hann spilaði lokahringinn í dag á þremur höggum undir pari. Árið 2020 er svo sannarlega búið að vera árið hans Dustin Johnson. Hann var í öðru sæti á PGA Championship, er búinn að vinna þrjú mót á PGA-mótaröðinni, þar af tvö í FedEx umspilinu sem tryggði honum FedEx bikarinn, auk þess að hafa verið valinn PGA-kylfingur ársins 2020. Sigurinn á Masters er því kærkomin viðbót við þetta magnaða ár hjá kappanum. Ástralinn Cameron Smith og Suður-Kóreu maðurinn Sungjae Im hrepptu silfurverðlaunin í ár, en báðir léku þeir á fimmtán höggum undir pari. Rory McIlroy, sem byrjaði mótið skelfilega, endaði að lokum í 5. sæti eftir að hafa spilað vel síðustu þrjá hringina. Hann spilaði fyrsta hringinn þremur höggum yfir pari en endaði mótið samtals á ellefu höggum undir pari. Tiger Woods, sem átti titil að verja, lauk mótinu í 38. sæti á einu höggi undir pari. Hann lék lokahringinn í dag á fjórum höggum yfir pari, en það sem stendur upp úr á lokahringnum hjá þessum magnaða kylfingi er líklega að það ótrúlega atvik átti sér stað að hann lék Par 3 holu á tíu höggum, eða sjö yfir pari á einni holu. Eftir að hafa fengið þennan rosalega skell á tólftu holu tókst Tiger þó að svara fyrir sig og sína sitt rétta andlit, en hann náði í fimm fugla á síðustu sex holunum og bjargaði þar með andlitinu.
Golf Bandaríkin Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira