Súrefni sálarinnar Ívar Halldórsson skrifar 15. nóvember 2020 23:02 Sóttvarnaaðgerðir þessa árs eru ekki án fórnarkostnaðar eins og löngu ljóst er. Í umræðunni hefur einna mest borið á áhyggjum af efnahagslegum afleiðingum þessa hörmulega heimsfaraldurs, áhrifum hans á fyrirtækjarekstur, ferðaþjónustu og menntun af ýmsu tagi. Það var þó óneitanlega ánægjulegt að heyra mennta- og menningarmálaráðherra útskýra nýlega að brotthvarf frá skólum virðist vera í minni mæli og meðaleinkunn hærri nú en fyrir hertar aðgerðir yfirvalda. Það er auðvitað nauðsynlegt að líta ekki fram hjá þeim sólargeislum sem ná í gegnum dökka skýjabólstrana sem hanga yfir okkar ágæta samfélagi. Mikil og þörf áhersla hefur verið lögð á að lágmarka áhrifin á heilbrigðiskerfið til að tryggja þeim sem smitast af veirunni þá þjónustu og umönnun sem þeir þurfa á að halda og eiga rétt á. Það er ekki öfundsverð staða að þurfa að forgangsraða og flokka hvers konar sjúklingum á að þjóna fyrst í nútímasamfélagi sem á að hafa alla burði til að sinna öllum þeim sem þurfa á faglegri þjónustu að halda án mikilla tafa. Við sem þjóð erum lánsöm að hafa fólk í forsvari sem sannarlega ber hag okkar fyrir brjósti og leggur ómældan tíma og orku í að koma í veg fyrir hættulega útbreiðslu veirunnar. Í umræðunni hefur þó minna borið á því andlega tjóni sem landsmenn á öllum aldri verða fyrir í þessari hörðu baráttu. Einangrun, einvera og atvinnutengd áföll eru kringumstæður sem liggja eins og mara á ótalmörgum í dag. Það er t.d. gríðarlegt andlegt álag sem fylgir því að missa atvinnu - ekki síst fyrir þá sem þurfa að sjá fleirum en sér sjálfum; eiga maka og börn. Við horfum fram á að metfjöldi landsmanna verði án atvinnu á næsta ári. Þunglyndi, uppgjöf og vonleysi eru tíðir og fyrirsjáanlegir fylgifiskar atvinnumissis. Þá hefur gríðarlegur fjöldi ungs fólks búið við langvarandi samfélagslega einangrun og hreyfingarleysi vegna sóttvarnaraðgerða og þurft að bera þungar byrðar í hljóði á meðan við sem þjóð keppumst við að standa af okkur storminn. Þunglyndi og kvíði voru þegar vaxandi vandamál hérlendis meðal ungmenna áður en faraldurinn geisaði og nú bætist grátt ofan á svart hjá mörgum í torfærri tilveru. Í skýrslu heilbrigðisráðherra (148. löggjafarþing 2017–2018) um geðheilbrigðismál kemur fram í inngangi að geðheilbrigði sé ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Í skýrslunni má nánar lesa:„Geðheilbrigðismál eru víðfeðmur málaflokkur og margir þættir sem þarf að huga að við skipulag forvarna, geðræktar og þjónustu. Vitundarvakning er í samfélaginu varðandi geðheilbrigðismál sem endurspeglast meðal annars í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar . Stjórnvöld og almenningur vilja setja geðheilbrigðismál í forgang.“ Eru yfirvöld að undirbúa sig undir það álag sem kemur til með að vera á heilbrigðiskerfinu á næsta ári þegar áhrif einveru og atvinnumissis gera vart við sig af þunga? Mið megum á engan hátt vanmeta þau áhrif sem faraldurinn hefur og mun hafa á andlega heilsu landsmanna. Nú er brýnt að ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld búi sig undir afleiðingar áfalla- og streituröskunar í kjölfar sóttvarnaaðgerða okkar. Forvarnaraðgerðir yfirvalda sem fyrirbyggja að fólk smitist af veirunni koma óhjákvæmilega niður á andlegri heilsu margra. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera meðvituð um. Á meðan við skörum fram úr í umönnun smitaðra megum við þó ekki gleyma þeim sem verða fyrir andlegum áföllum í aðgerðunum og bera ósýnilegan innri skaða sem ekki hverfur með tilkomu bóluefnis. Við vitum að veiran herjar á lungu þeirra sem hún smitar og hindrar þannig nauðsynlegt súrefnisflæði um líkamann. Gleymum ekki að andleg vellíðan er súrefni sálarinnar. Sem samhent samfélag þurfum við að tryggja þjóðarsál okkar nægt súrefni til að takast á við uppbyggingu samfélagsins 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sóttvarnaaðgerðir þessa árs eru ekki án fórnarkostnaðar eins og löngu ljóst er. Í umræðunni hefur einna mest borið á áhyggjum af efnahagslegum afleiðingum þessa hörmulega heimsfaraldurs, áhrifum hans á fyrirtækjarekstur, ferðaþjónustu og menntun af ýmsu tagi. Það var þó óneitanlega ánægjulegt að heyra mennta- og menningarmálaráðherra útskýra nýlega að brotthvarf frá skólum virðist vera í minni mæli og meðaleinkunn hærri nú en fyrir hertar aðgerðir yfirvalda. Það er auðvitað nauðsynlegt að líta ekki fram hjá þeim sólargeislum sem ná í gegnum dökka skýjabólstrana sem hanga yfir okkar ágæta samfélagi. Mikil og þörf áhersla hefur verið lögð á að lágmarka áhrifin á heilbrigðiskerfið til að tryggja þeim sem smitast af veirunni þá þjónustu og umönnun sem þeir þurfa á að halda og eiga rétt á. Það er ekki öfundsverð staða að þurfa að forgangsraða og flokka hvers konar sjúklingum á að þjóna fyrst í nútímasamfélagi sem á að hafa alla burði til að sinna öllum þeim sem þurfa á faglegri þjónustu að halda án mikilla tafa. Við sem þjóð erum lánsöm að hafa fólk í forsvari sem sannarlega ber hag okkar fyrir brjósti og leggur ómældan tíma og orku í að koma í veg fyrir hættulega útbreiðslu veirunnar. Í umræðunni hefur þó minna borið á því andlega tjóni sem landsmenn á öllum aldri verða fyrir í þessari hörðu baráttu. Einangrun, einvera og atvinnutengd áföll eru kringumstæður sem liggja eins og mara á ótalmörgum í dag. Það er t.d. gríðarlegt andlegt álag sem fylgir því að missa atvinnu - ekki síst fyrir þá sem þurfa að sjá fleirum en sér sjálfum; eiga maka og börn. Við horfum fram á að metfjöldi landsmanna verði án atvinnu á næsta ári. Þunglyndi, uppgjöf og vonleysi eru tíðir og fyrirsjáanlegir fylgifiskar atvinnumissis. Þá hefur gríðarlegur fjöldi ungs fólks búið við langvarandi samfélagslega einangrun og hreyfingarleysi vegna sóttvarnaraðgerða og þurft að bera þungar byrðar í hljóði á meðan við sem þjóð keppumst við að standa af okkur storminn. Þunglyndi og kvíði voru þegar vaxandi vandamál hérlendis meðal ungmenna áður en faraldurinn geisaði og nú bætist grátt ofan á svart hjá mörgum í torfærri tilveru. Í skýrslu heilbrigðisráðherra (148. löggjafarþing 2017–2018) um geðheilbrigðismál kemur fram í inngangi að geðheilbrigði sé ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Í skýrslunni má nánar lesa:„Geðheilbrigðismál eru víðfeðmur málaflokkur og margir þættir sem þarf að huga að við skipulag forvarna, geðræktar og þjónustu. Vitundarvakning er í samfélaginu varðandi geðheilbrigðismál sem endurspeglast meðal annars í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar . Stjórnvöld og almenningur vilja setja geðheilbrigðismál í forgang.“ Eru yfirvöld að undirbúa sig undir það álag sem kemur til með að vera á heilbrigðiskerfinu á næsta ári þegar áhrif einveru og atvinnumissis gera vart við sig af þunga? Mið megum á engan hátt vanmeta þau áhrif sem faraldurinn hefur og mun hafa á andlega heilsu landsmanna. Nú er brýnt að ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld búi sig undir afleiðingar áfalla- og streituröskunar í kjölfar sóttvarnaaðgerða okkar. Forvarnaraðgerðir yfirvalda sem fyrirbyggja að fólk smitist af veirunni koma óhjákvæmilega niður á andlegri heilsu margra. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera meðvituð um. Á meðan við skörum fram úr í umönnun smitaðra megum við þó ekki gleyma þeim sem verða fyrir andlegum áföllum í aðgerðunum og bera ósýnilegan innri skaða sem ekki hverfur með tilkomu bóluefnis. Við vitum að veiran herjar á lungu þeirra sem hún smitar og hindrar þannig nauðsynlegt súrefnisflæði um líkamann. Gleymum ekki að andleg vellíðan er súrefni sálarinnar. Sem samhent samfélag þurfum við að tryggja þjóðarsál okkar nægt súrefni til að takast á við uppbyggingu samfélagsins 2021.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar