Undanfarin ár hafa jólaauglýsingar orðið sívinsælar hjá fyrirtækjum um allan heim og keppast þau oft við að gera sem mest úr hátíðunum í sínu kynningarstarfi. Verslunarkeðjan John Lewis reið á vaðið á föstudaginn og birti stórglæsilega og tilfinningaþrungna auglýsingu eins og vanalega.
Jólagjöfin í ár er ást eins og kemur fram í auglýsingunni sem er hin glæsilegasta en litlu munaði forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu hætt við að framleiða auglýsingu í ár vegna ástandsins í heiminum.
John Lewis leggur ávallt gríðarlega mikið upp úr jólaauglýsingum og hefur nú í raun skapast sú hefð í Bretlandi og víðar að fólk einfaldlega bíður eftir auglýsingunni ár hvert. Hér að neðan má sjá auglýsinguna í ár.