„Ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2020 14:32 Ástrós Rut Sigurðardóttir Emma Rut litla stelpan Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni. Ástrós segir að það hafi tekið sinn toll að standa á hliðarlínunni og berjast við veikindi Bjarka og þá einnig fjárhagslega. Á sínum tíma birti Ástrós myndband á Facebook þar sem hún fór yfir alla þessa reikninga, myndband sem vakti mikla athygli. „Á þessum tíma voru gallarnir mjög margir og alls ekki gallalaust kerfi í dag. Þarna vorum við að borga endalaust af reikningum, það var ekkert þak,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Þú fékkst einhvern afslátt þegar þú varst komin í einhver þrep eins og varðandi lyfjakostnað en þú varst samt að borga endalaust af einhverjum læknisreikningum. Læknisheimsóknir, myndatökur. Það var kannski einhver afsláttur því hann var öryrki en þú fékkst alltaf einhverja reikninga inn á heimabankann. Þetta er svona ennþá í dag en það er komið betra þak yfir lyfjakostnaðinn,“ segir Ástrós. Hún segir að þau hafi tekið eftir mun þar á þegar breytingar í kerfinu voru gerðar. „En maður er samt alltaf að taka upp veskið. Mér finnst ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið í hvert einasta skipti sem það fer til læknis eða sækir lyfin sín. Þetta er eitthvað sem við skattgreiðendurnir eigum að borga fyrir, 110 prósent. Það er nóg að vera berjast fyrir lífi sínu og maður á bara að vera njóta eins og maður getur, gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera og eyða peningunum í það, í minningar. Þetta er svo ósanngjarnt og ég væri svo þakklát ef þessu yrði breytt.“ Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Einkalífið Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir stóð við hlið eiginmanns síns Bjarka Más Sigvaldasonar sem barðist við krabbamein í sjö ár. Hann féll frá í júní á síðasta ári og höfðu þau þá náð að eignast stúlku saman, hana Emmu Rut sem kom henni í raun í gegnum erfiðustu stundirnar í sorginni. Ástrós er gestur vikunnar í Einkalífinu en í dag er hún komin í samband með Davíð Erni Hjartarsyni sem á sjö ára dreng úr fyrra sambandi. Saman eiga þau von á barni. Ástrós segir að það hafi tekið sinn toll að standa á hliðarlínunni og berjast við veikindi Bjarka og þá einnig fjárhagslega. Á sínum tíma birti Ástrós myndband á Facebook þar sem hún fór yfir alla þessa reikninga, myndband sem vakti mikla athygli. „Á þessum tíma voru gallarnir mjög margir og alls ekki gallalaust kerfi í dag. Þarna vorum við að borga endalaust af reikningum, það var ekkert þak,“ segir Ástrós og heldur áfram. „Þú fékkst einhvern afslátt þegar þú varst komin í einhver þrep eins og varðandi lyfjakostnað en þú varst samt að borga endalaust af einhverjum læknisreikningum. Læknisheimsóknir, myndatökur. Það var kannski einhver afsláttur því hann var öryrki en þú fékkst alltaf einhverja reikninga inn á heimabankann. Þetta er svona ennþá í dag en það er komið betra þak yfir lyfjakostnaðinn,“ segir Ástrós. Hún segir að þau hafi tekið eftir mun þar á þegar breytingar í kerfinu voru gerðar. „En maður er samt alltaf að taka upp veskið. Mér finnst ótrúlegt að árið 2020 sé fólk sem er að berjast við það að halda lífi að taka upp veskið í hvert einasta skipti sem það fer til læknis eða sækir lyfin sín. Þetta er eitthvað sem við skattgreiðendurnir eigum að borga fyrir, 110 prósent. Það er nóg að vera berjast fyrir lífi sínu og maður á bara að vera njóta eins og maður getur, gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera og eyða peningunum í það, í minningar. Þetta er svo ósanngjarnt og ég væri svo þakklát ef þessu yrði breytt.“ Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni.
Einkalífið Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið