Modern Family-höfundar leiða saman þungavigtarmenn Heiðar Sumarliðason skrifar 18. nóvember 2020 14:31 Frasier Crane og Jack Donaghy leiða saman hesta sína. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja sjónvarpsþáttaröð frá Chris Lloyd, öðrum höfundi Modern Family. Þættirnir munu fara í loftið næsta haust og eru aðalstjörnurnar ekki af verri endanum, því Alec Baldwin og Kelsey Grammer hafa nú þegar stokkið um borð. Þættirnir hafa ekki enn fengið nafn, en meðhöfundur er Vali Chandrasekaran, sem skrifaði næstum helming Modern Family-þáttanna, en var þó ekki einn af upprunalegu höfundunum. Nýju þættirnir fjalla um þrjá menn sem voru sambýlingar sem ungir menn, en upp úr vináttunni slitnaði þegar til árekstrar kom þeirra á milli. Þeir hittast nú aftur mörgum áratugum síðar og flytja inn saman. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvaða leikari mun loka þríeykinu. Þættirnir verða teknir upp í stúdíói með mörgum myndavélum í einu (svokallaður multicam-þáttur), líkt og þættir á borð við Friends, Seinfeld og auðvitað Frasier. Slíkir þættir eru æfðir eins og leikrit, svo eru senurnar teknar upp í einni bunu, oftast fyrir framan áhorfendur. Hér leiða ýmsir gamlir samstarfsmenn saman hesta sína á ný. Lloyd og Grammer hafa áður starfað saman, en sá fyrrnefndi var einn af handritshöfundum gamanþáttarins Frasier, sem Grammer lék aðalhlutverkið í. Chandrasekaran var svo hluti af höfundateymi 30 Rock, þar sem Baldwin lék Jack Donaghy eftirminnilega. Baldwin situr þó ekki auðum höndum á meðan þættirnir eru skrifaðir, en þessa dagana er hann að leika í míníseríunni Dr. Death, sem Peacock-streymisveitan er að framleiða. Síðasta strandhögg Grammers í sjónvarpsbransann var lögfræðidramað Proven Innocent, sem endaði göngu sína sl. vor eftir aðeins 13 þætti. Hollywood Stjörnubíó Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja sjónvarpsþáttaröð frá Chris Lloyd, öðrum höfundi Modern Family. Þættirnir munu fara í loftið næsta haust og eru aðalstjörnurnar ekki af verri endanum, því Alec Baldwin og Kelsey Grammer hafa nú þegar stokkið um borð. Þættirnir hafa ekki enn fengið nafn, en meðhöfundur er Vali Chandrasekaran, sem skrifaði næstum helming Modern Family-þáttanna, en var þó ekki einn af upprunalegu höfundunum. Nýju þættirnir fjalla um þrjá menn sem voru sambýlingar sem ungir menn, en upp úr vináttunni slitnaði þegar til árekstrar kom þeirra á milli. Þeir hittast nú aftur mörgum áratugum síðar og flytja inn saman. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvaða leikari mun loka þríeykinu. Þættirnir verða teknir upp í stúdíói með mörgum myndavélum í einu (svokallaður multicam-þáttur), líkt og þættir á borð við Friends, Seinfeld og auðvitað Frasier. Slíkir þættir eru æfðir eins og leikrit, svo eru senurnar teknar upp í einni bunu, oftast fyrir framan áhorfendur. Hér leiða ýmsir gamlir samstarfsmenn saman hesta sína á ný. Lloyd og Grammer hafa áður starfað saman, en sá fyrrnefndi var einn af handritshöfundum gamanþáttarins Frasier, sem Grammer lék aðalhlutverkið í. Chandrasekaran var svo hluti af höfundateymi 30 Rock, þar sem Baldwin lék Jack Donaghy eftirminnilega. Baldwin situr þó ekki auðum höndum á meðan þættirnir eru skrifaðir, en þessa dagana er hann að leika í míníseríunni Dr. Death, sem Peacock-streymisveitan er að framleiða. Síðasta strandhögg Grammers í sjónvarpsbransann var lögfræðidramað Proven Innocent, sem endaði göngu sína sl. vor eftir aðeins 13 þætti.
Hollywood Stjörnubíó Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira