Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 14:40 Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir uppbyggingu nýs Landspítala því margt hefur breyst frá því sú fyrri var gerð. Vísir aðsend/Vilhelm Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihópinn í lok ágúst síðastliðnum. Hann er ekki sjálfstæð stjórnsýslueining heldur er honum falið stefnumörkunar-, samráðs- og samhæfingarhlutverk varðandi framkvæmdir við nýjan Landspítala. Verkefnið er á meðal stærstu ríkisframkvæmda lýðveldissögunnar. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður hópsins, segir að ráðast þurfi í aðra þarfagreiningu fyrir nýjan spítala en sú fyrri var gerð árið 2008. „Við vitum auðvitað að það er stöðug þróun í heilbrigðisgeiranum og breyttar aðstæður að ýmsu leyti og þetta kallar allt saman á nýja þarfagreiningu. Það þarf að endurmeta þarfir fyrir húsnæði og það þarf að endurskoða skipulag svæða og það þarf að taka ákvarðanir um nýtingu eldri bygginga og eins um ráðstöfun þeirra bygginga sem verða á endanum ekki nýttar áfram í starfsemi Landspítalans“ Í því sambandi þurfi að gæta vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum skili sér í hönnun og skipulagi spítalans. Forsætisráðherra sagði í gær að hópsýkingin og harmleikurinn á Landakoti undirstrikaði þörfina á nýjum spítala, sem muni gjörbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Ekki liggur þó fyrir hvort gert sé ráð fyrir starfsemi Landskots á nýjum stað en Katrín segir spítalann gefa aukið svigrúm til að bæta eldri rými. Unnur segir að það sé hlutverk heilbrigðisráðuneytisins að gera forsendugreiningu á því hvaða umbætur séu brýnastar. Það sé því ekki tímabært að segja til um framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina. „Verkefni stýrihópsins er langtímaverkefni og okkur er ekki ætlað að vera í því að bregðast við einhverjum verkefnum sem þarf að leysa til skemmri tíma heldur er það okkar hlutverk að reyna að skilgreina hvernig spítalinn á að vinna til langrar framtíðar, endurmeta þarfir fyrir húsnæði og koma með tillögur um hvernig nýting eldri bygginga og ráðstöfun annarra bygginga verður háttað – og hvað verður um einstakar byggingar í því sambandi er bara of snemmt fyrir okkur að segja til um gagnvart okkar hlutverki í stýrihópnum.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag. Heilbrigðisráðherra skipaði stýrihópinn í lok ágúst síðastliðnum. Hann er ekki sjálfstæð stjórnsýslueining heldur er honum falið stefnumörkunar-, samráðs- og samhæfingarhlutverk varðandi framkvæmdir við nýjan Landspítala. Verkefnið er á meðal stærstu ríkisframkvæmda lýðveldissögunnar. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður hópsins, segir að ráðast þurfi í aðra þarfagreiningu fyrir nýjan spítala en sú fyrri var gerð árið 2008. „Við vitum auðvitað að það er stöðug þróun í heilbrigðisgeiranum og breyttar aðstæður að ýmsu leyti og þetta kallar allt saman á nýja þarfagreiningu. Það þarf að endurmeta þarfir fyrir húsnæði og það þarf að endurskoða skipulag svæða og það þarf að taka ákvarðanir um nýtingu eldri bygginga og eins um ráðstöfun þeirra bygginga sem verða á endanum ekki nýttar áfram í starfsemi Landspítalans“ Í því sambandi þurfi að gæta vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum skili sér í hönnun og skipulagi spítalans. Forsætisráðherra sagði í gær að hópsýkingin og harmleikurinn á Landakoti undirstrikaði þörfina á nýjum spítala, sem muni gjörbreyta stöðu sjúkrahúsmála. Ekki liggur þó fyrir hvort gert sé ráð fyrir starfsemi Landskots á nýjum stað en Katrín segir spítalann gefa aukið svigrúm til að bæta eldri rými. Unnur segir að það sé hlutverk heilbrigðisráðuneytisins að gera forsendugreiningu á því hvaða umbætur séu brýnastar. Það sé því ekki tímabært að segja til um framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina. „Verkefni stýrihópsins er langtímaverkefni og okkur er ekki ætlað að vera í því að bregðast við einhverjum verkefnum sem þarf að leysa til skemmri tíma heldur er það okkar hlutverk að reyna að skilgreina hvernig spítalinn á að vinna til langrar framtíðar, endurmeta þarfir fyrir húsnæði og koma með tillögur um hvernig nýting eldri bygginga og ráðstöfun annarra bygginga verður háttað – og hvað verður um einstakar byggingar í því sambandi er bara of snemmt fyrir okkur að segja til um gagnvart okkar hlutverki í stýrihópnum.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01
„Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent