Þrjár dýrustu snekkjur heims Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2020 14:30 Ekki amalegt að eiga snekkju af þessari gerð. Snekkjur eru eflaust nokkuð vinsælar í dag meðal þeirra ríku en þar er vel hægt að einangra sig og njóta lífsins í miðum heimsfaraldri. Á YouTube-síðunni Mr. Luxury er búið að taka saman þrjár dýrustu snekkjur heims. Rásin setur fram ákveðin fyrirvara á verð snekkjanna þar sem erfitt var að finna út nákvæmt verð á þeim. Í þriðja sæti er snekkja sem ber nafnið A+ en hún hét áður Topaz. Sú snekkja er metin á 527 milljónir dollara eða því sem samsvarar 72 milljörðum íslenskra króna. Það var skipasmíðafyrirtækið Lurssen sem byggði snekkjuna árið 2012. Talið er að eigandi snekkjunar sé Sheikh Mansour sem á meðal annars knattspyrnuliðið Manchester City. Hann er einn ríkasti maður heims. Snekkjan er 146 metra löng og eru þar tveir þyrlupallar, sundlaug og heitur pottur og í raun allt til alls. Roman er ekkert að grínast Snekkjan í öðru sæti heitir Azzam og var sú einnig byggð af Lurssen. Eigandinn er kunnugur eiganda A+ og heitir hann Sheikh Kalifa bin Zayed al-Nayan. Hann er forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Snekkjan kostaði hann 650 milljónir dollara eða því sem samsvarar tæplega níutíu milljarða króna. Hún er 180 metra löng og er stærsta einkasnekkja í heiminum. Þar má með sanni segja að lúxusinn sé í fyrsta sæti. Dýrasta snekkja heims ber nafnið The Eclipse. Hún er talin kosta á bilinu 800 til 1500 milljónir dollara og er í raun algjörlega ótrúleg snekkja. Það er enginn annar en Roman Abramovich sem er eigandi snekkjunnar en hann er meðal annars eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Roman gætir vel að öllu öryggi og er í raun allt skothelt á skipinu. Einnig er sérstök laservörn um borð í snekkjunni svo að ljósmyndarar geta í raun ekki tekið myndir af þeim um borð. Hún er 163 metrar á lengd. Þar eru 24 gestaherbergi, tvær sundlaugar, danssalur, tveir lendingarpallar fyrir þyrlur og margt fleira. Hús og heimili Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Snekkjur eru eflaust nokkuð vinsælar í dag meðal þeirra ríku en þar er vel hægt að einangra sig og njóta lífsins í miðum heimsfaraldri. Á YouTube-síðunni Mr. Luxury er búið að taka saman þrjár dýrustu snekkjur heims. Rásin setur fram ákveðin fyrirvara á verð snekkjanna þar sem erfitt var að finna út nákvæmt verð á þeim. Í þriðja sæti er snekkja sem ber nafnið A+ en hún hét áður Topaz. Sú snekkja er metin á 527 milljónir dollara eða því sem samsvarar 72 milljörðum íslenskra króna. Það var skipasmíðafyrirtækið Lurssen sem byggði snekkjuna árið 2012. Talið er að eigandi snekkjunar sé Sheikh Mansour sem á meðal annars knattspyrnuliðið Manchester City. Hann er einn ríkasti maður heims. Snekkjan er 146 metra löng og eru þar tveir þyrlupallar, sundlaug og heitur pottur og í raun allt til alls. Roman er ekkert að grínast Snekkjan í öðru sæti heitir Azzam og var sú einnig byggð af Lurssen. Eigandinn er kunnugur eiganda A+ og heitir hann Sheikh Kalifa bin Zayed al-Nayan. Hann er forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Snekkjan kostaði hann 650 milljónir dollara eða því sem samsvarar tæplega níutíu milljarða króna. Hún er 180 metra löng og er stærsta einkasnekkja í heiminum. Þar má með sanni segja að lúxusinn sé í fyrsta sæti. Dýrasta snekkja heims ber nafnið The Eclipse. Hún er talin kosta á bilinu 800 til 1500 milljónir dollara og er í raun algjörlega ótrúleg snekkja. Það er enginn annar en Roman Abramovich sem er eigandi snekkjunnar en hann er meðal annars eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Roman gætir vel að öllu öryggi og er í raun allt skothelt á skipinu. Einnig er sérstök laservörn um borð í snekkjunni svo að ljósmyndarar geta í raun ekki tekið myndir af þeim um borð. Hún er 163 metrar á lengd. Þar eru 24 gestaherbergi, tvær sundlaugar, danssalur, tveir lendingarpallar fyrir þyrlur og margt fleira.
Hús og heimili Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira