Segir stripp aðeins niðurlægjandi ef manneskja er neydd til þess Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. nóvember 2020 20:10 Íslensk nektardansmær. sem kallar sig Carmen, talar um fordóma, lögleiðingu strippstaða og rafrænar erótískar kabarett sýningar. Ljósmyndari - 1102 „Nektardans eða stripp er atvinnugrein sem mér finnst að ætti að vera í boði á Íslandi hjá þeim sem kjósa að stunda hana.“ Þetta segir sviðslistakona sem kýs að kalla sig Carmen Dea Untamed í viðtali við Makamál. Carmen er ein af meðlimum burlesque-hópsins Túttífrútturnar og sérhæfir hún sig í erótískum dansi. Á Instagramsíðu sinni titlar hún sig sem Erotic Monsteresse. „Ég skilgreini mig sem erótískur og burlesque dansari. Ég er með mikla sérhæfingu bæði í því sem kallast strip plastic ásamt súludansi. Hver er munurinn á þessum dansformum? Erótískur dans er listform þar sem dansarinn tileinkar sér kynferðislegar hreyfingar og andrúmsloft. Það má í raun segja að erótískur dans er stóra tjaldið sem hýsir önnur dansform sem innihalda erótík af einhverju tagi. Burlesque er listform þar sem dansarinn tileinkar sér strípídaður (e. striptease) þar sem daður, stríðni og húmor eru í lykilhlutverki. Fyrir áhugasama er hægt að læra hjá Margréti Erlu Maack, brautryðjanda listformsins burlesque á Íslandi, í Kramhúsinu. Strip Plastic er listform þar sem gólfið er allsráðandi. Þetta dansform var þróað á nektardanstöðum af strippurum. Dansarinn tileinkar sér djarfar, lokkandi, kynferðislegar og kraftmiklar hreyfingar og notar bæði gólfið og stripp hælana (e. stripper heels) sína til þess. Súludans er svo aftur á móti listform þar sem dansarinn notar súluna og túlkar þar dansinn hvernig sem hann vill. Þessi dans á uppruna sinn einnig að rekja til strippstaðanna. Á Íslandi er hægt að læra hann meðal annars hjá mér og öðrum þjálfurum hjá Eríal Pole á höfuðborgarsvæðinu og einnig hjá Dexterity hjá Pheonix Pole á Akureyri. Carmen skilgreinir sig sem erótískan- og burlesque dansara. Ljósmyndari - 1102 Í fjarkennslu í erótískum dansi Árið 2017 byrjaði Carmen að æfa súludans hér á landi hjá Eríal Pole og segist hún fljótt hafa heillast meira af erótíska dansstílnum. Núna segist hún frekar kjósa erótíska dansinn fram yfir súludansinn. Í rúmt ár hefur hún verið í einkakennslu hjá fyrrverandi strippara sem búsett er í Bretlandi og fer kennslan fram í gegnum samskiptaforritið Zoom. „Kennarinn minn í Bretlandi kallar sig Kitty Velour og vann hún sjálf sem strippari. Þetta námskeið hefur virkað vel fyrir mig og gagnast heilmikið. Einnig sæki ég netnámskeið hjá rússneskum þjálfara sem kallar sig Polina Ginger. Hún er mjög ströng á gott flæði í dansinum og fallegar línur. Ásamt þessu sæki ég mörg og ólík fjarkennslunámskeið sem tengjast erótík ásamt því að aðstoða við þau.“ Ef Covid faraldurinn hefði ekki skollið á hefði Carmen verið á leið til Bretlands í desember til að keppa í erótískum dansi. Hefur þú mikið verið að keppa erlendis? „Nei, hingað til hef ég bara keppt á Íslandi og keppti þá í Pole Drama flokki. Ég er frekar svekkt yfir því að komast ekki út í desember en stefni á það að sækja fleiri keppnir erlendis þegar Covid er yfirstaðið.“ Virðir menningu strippara Hvar æfir þú á Íslandi? Ég er bæði að þjálfa og kenna á stöð sem heitir Eríal Pole sem er Polefitness og loftfimleikastúdíó í miðbænum. Námskeiðin sem ég kenni þar eru aðallega súludans og erótískur dans. Þar sem ég er frekar sérhæfð í erótískum dansi þá hentar það mér betur að kenna hann. Það eru margir kennarar hjá Eríal Pole sem eru mjög hæfir, bæði í erótískum- og súludansi og mætti segja að þeir hafi kveikt þetta bál hjá mér sem ég er ævinlega þakklát fyrir. Skilgreinir þú sjálfa þig sem strippara? Nei, mér finnst ég ekki geta skilgreint mig sem strippara, þó ég vildi. En ef ég hefði haft þá reynslu að dansa á klúbbi og upplifað það sama og stripparar hafa upplifað, þá gæti ég það. Ég virði menningu strippara og mér finnst að allir sem kjósa að vera á súlunni á einhvern hátt, eins og að æfa súludans, ættu að gefa sér tíma og kynna sér almennilega menningarheim strippara og uppruna súludansins. „Án strippara væri enginn súludans og í dag er súludansinn orðinn gríðarlega stórt og þekkt dansform víðsvegar um heiminn. Hér á Íslandi má líka greinilega sjá að hann fer ört stækkandi.“ Að skilgreina sig sem strippara segist Carmen ekki geta gert því hún hafi ekki reynsluna af því að dansa á strippklúbbum og geti því ekki sett sig í þá stöðu. Ljósmyndari - 1102 Vonast til að strippstaðir verði löglegir aftur Stippstaðir á Íslandi eru í dag ólöglegir og segist Carmen sjálf hafa sterkar skoðanir á því. „Það er enn ólöglegt að vera með strippstaði á Íslandi, en ég vona það breytist. Ég hugsa að fólk sé meira hrætt við stripp og strippstaði frekar en að það sé mótfallið því. Ég held að það geri sér ekki grein fyrir því hvað þessi atvinna og listform hefur í raun uppá að bjóða.“ Hvað meinar þú með því? „Það er mjög algengt að fólk sjái bara eina hlið nektardansins, þessa yfirborðskenndu. Þessa hlið sem við flest sjáum til dæmis í kvikmyndum. Þar er oft gert lítið úr þeim sem kjósa að stunda nektardans af einhverjum toga. „Keep her off the pole“ er gott dæmi um algengt viðhorf til nektardans og vitnar í feðraveldið, eða að karlmenn gætu ekki hugsað sér það að konan í þeirra lífi stundi nektardans en finnst svo ekkert mál að sækja slíka staði sjálfir.“ Hefur þú sjálf skilning á því að fólk tengi strippstaði við alvarlega hluti eins og til dæmis mansal? Já, mér finnst það mjög skiljanlegt að almenningur óttist mansal tengt strippstöðum en fyrir mér er þetta ekki rétta leiðin til að koma í veg fyrir það. Þvert á móti þá setur þetta bann fórnarlömb mansals í hættu. Nektardans eða stripp er í raun atvinnugrein sem mér finnst að ætti að vera í boði á Íslandi fyrir þá sem kjósa að stunda hana. „Með því að lögleiða þessa atvinnugrein á íslenskum markaði þá ertu að koma í veg fyrir þessa undirheimastarfsemi, sem er svo hættuleg. Stripp er ekki eitthvað sem hættir þó að það sé ólöglegt. Þú tryggir miklu betri lífskjör hjá þeim sem vilja stunda nektardans með lögleiðingu. Núna árið 2020 þá á nekt ekki að vera svona mikið tabú eins og fyrir 100 árum síðan.“ Carmen segir fólk alltof oft verið búið að mynda sér skoðanir og hafa fordóma um strippstaði á þess að að vera nógu upplýst. Ljósmyndari - 1102 Carmen segist vel meðvituð um það að konur hafi sumar hverjar verið neyddar nektardans sem hún segir vera hræðilega tilhugsun. „Ég vildi óska þess að engin þyrfti að upplifa það. En það sem ég vil að allir skilji er að það eru líka til konur sem vilja dansa kynferðislega og þeim á ekki líða eins og það sé forboðið, þetta eru óskir þeirra og forréttindi.“ Nektardansarar oft vel menntaðar konur með háskólagráður Nú hafa margir sterkar skoðanir á strippi og strippstöðum, skilur þegar fólk er jafvel með fordóma? „Upp að vissu marki. En í raun finnst mér það segja meira um manneskjuna en strippið þegar fólk er búið að mynda sér skoðanir og er með fordóma en hefur ekki kynnt sér allar hliðar með opnu hugarfari. Fólk er oft ekki tilbúið að upplýsa sig betur.“ Það eru líka mjög margir sem vilja tengja strippara við fíkniefnaneyslu sem er alls ekki raunin og ekki heimur sé ég hef fengið að kynnast. Þeir nektardansarar sem ég hef hitt og kynnst eru í langflestum tilfellum með háskólagráðu og alls ekki í neinni óreglu. Mjög margar af þeim eru meira að segja bindindismenn og kjósa þessa atvinnugrein fremur en það sem þær menntuðu sig í. Því hefur oft verið haldið fram að strippdans og strippstaðir séu niðurlægjandi fyrir konur. Hver er þín skoðun á því? „Það er til dæmis mjög gott dæmi um fordóma. Manneskja sem heldur því fram þarf að eiga heiðarlegt og einlægt samtal við sjálfa sig og hugsa um ástæðuna fyrir því af hverju það er niðurlægjandi. Stripp er einungis niðurlægjandi ef manneskjan er neydd í að strippa gegn sínum vilja, rétt eins og með kynlíf og svo margt annað.“ Verður þú sjálf vör við mikla fordóma? „Bæði já og nei. Sumum finnst þetta æðislegt á meðan aðrir neita því að sýna þessu skilning. Ég hef alveg lent í því að makinn minn sé spurður hvort að hann sé samþykkur þessu. En í rauninni er þetta ekki hans að samþykkja, heldur mitt. Þarna er enn eitt dæmi um áhrif frá feðraveldinu.“ Hver er hans skoðun? Kærastinn minn er helsta klappstýran mín. Við erum búin að vera saman í fjögur ár og erum trúlofuð. Mér finnst mjög mikilvægt að það komi skýrt fram að þó að manneskja kjósi það að sýna nekt sína þá er hún alls ekki að biðja um það að vera áreitt kynferðislega eða á annan hátt. Þetta þarf fólk að fara að skilja. Stefnir á að keppa í erótískum danskeppnum Hver er þinn helsti vettvangur til þess að stunda þessa atvinnugrein á meðan strippstaðir eru ólöglegir á Íslandi? „Stefnan hefur verið sú að sýna og keppa í erótískum danskeppnum í Bretlandi. En núna hefur það ekki verið hægt út af Covid. Gaukurinn og aðrir staðir hér á landi hafa verið duglegir að hýsa bæði burlesque, kabarett og fjölbreyttar sýningar (variety show) og hef ég og sýningarhóparnir mínir heldur betur nýtt okkur það. Sjálf mæli ég eindregið með Gauknum fyrir sýningar, starfsfólkið og eigendurnir þar eru hreint út sagt æðisleg. Þau eru skilningsrík og með opið hugarfar. Fyrir jólin er ég reyndar að fara að sýna í tveimur erlendum netsýningum sem er í fyrsta skipti sem ég geri það svo að ég er mjög spennt.“ Hvernig eru þessar sýningar? Önnur sýningin heitir Burlesque At Home og sýnir fjölbreytt burlesque atriði í gegnum samskiptaforritið Zoom. Hin sýningin er aðeins öðruvísi og heitir Wicked Wonderland Variety Show og er meira með sirkus og loftfimleika. Ég sótti um að taka þátt í þessari sýningu með erótíska acro-stóla atriðinu mínu og komst inn. Er mikið um erótískar keppnir og sýningar? Já, fullt af þeim. En hérna heima er meira um sýningar. Sýningarhópurinn sem ég er hluti af og heitir Túttífrútturnar erum að gera okkar besta í að halda senunni gangandi. Svo eru til fleiri íslenskir sýningarhópar þar sem finna má einhverja erótík. Hópar eins og Dömur og Herra, Eríalist, Reykjavík Kabarett og svo er Sirkus Íslands reglulega með sýninguna Skinnsemi. Carmen stefnir á að taka þátt í erótískum danskeppnum í Bretlandi. Ljósmynd - Anna María Bönnuð á Instagram Carmen, eins og svo margir aðrir listamenn, notar samfélagsmiðla til að kynna sig og koma sér á framfæri en hún segir farir sínar þar ekki sléttar. „Ég held að Instagram hati mig. Instagram er búið að „skuggabanna“ mig. Þetta þýðir að ég get ekki merkt neinn eða sett nein myllumerki undir myndirnar mínar til að auka myndbirtingu og sjáanleika. Myndirnar mínar eru því ekki sýnilegar öðrum en þeim sem kjósa að fylgja reikningnum mínum. Þau hafa líka hótað því að eyða mér út af Instagram því að ég vogaði mér að setja mynd af mér með brjóstadúska og myndir af mér í undirfötum. Það þykir of gróft.“ Hvað var það nákvæmlega sem þótti of gróft? Í skilaboðunum sem ég fékk frá Instagram kom fram að myndin sem ég deildi á prófílnum mínum stæðist ekki siðferðisviðmið þeirra vegna þess að það sást í kvenngeirvörtur. Aftur á móti sér Instagram ekkert að því að birta myndir af karlmönnum berum að ofan því að geirvörtur á karlmönnum eru leyfðar. Carmen segist sjálf furða sig á því hver viðmiðin eru þegar myndir eru bannaðar því það sé greinilega ekki sama hver er á nærfötunum eða fáklæddur á myndum sem birtast. „Margir einstaklingar komast upp með það að birta myndir af sér fáklæddum. En það er eitthvað við mínar myndir sem ekki má og þykir of gróft.“ Þessi mynd þótti of gróf fyrir samfélagsmiðilinn Instagram og var því eytt út. Aðsend mynd Fyrsta íslenska rafræna fullorðinssýningin Hvað er svo á döfinni hjá þér hérna heima? „Ég og nokkrar úr burlesque-hópnum Túttífrúttunum erum að halda rafræna kabarettsýningu næsta Laugardagskvöld. Sýningin kallast Couch Cabaret og er svona erótísk fullorðinssýning með húmor, töfrabrögðum, sirkusatriðum og allskonar skemmtilegum atriðum.“ Þetta er í annað skipti sem við höldum þessa sýninu Couch Cabaret og er hún í rauninni fyrsta íslenska rafræna kabarett sýningin. Við slógum algjört met í áhorfendafjölda á fyrstu sýningunni okkar ef miða má við aðrar rafrænar kabarett-sýningar víðsvegar um heiminn svo að það er greinilega mikill áhugi hjá fólki hér á landi. Hvernig virkar fyrirkomulagið á sýningunni, er henni streymt? „Fyrir þá sem vilja kaupa miða á sýninguna geta nálgast þá á Tix.is en þá færðu sendan link. Svo getur þú bara notið sýningarinnar heima úr sófanum.“ Við hverju getur fólk búist, er eitthvað aldurstakmark? Já þetta er fullorðinssýning og þú getur búist við mikilli skemmtun. Að sjálfsögðu erótík, burlesque, töfrum, sirkusatriðum og miklum húmor. Í rauninni er þetta bara svona ekta kabarett stemmning. Og ef þú veist ekki hvað það er þá hvet ég fólk til að kaupa miða á sýninguna og upplifa þetta sjálft. Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndir af þeim sviðslistakonum sem munu koma fram á sýningunni. Clitty Danger Lula Spatula Ljósmynd - Elín Björg Vanilla Darling Maria Callista Carmen Dea Untamed Ljósmynd - Tyggvi Már Silver Foxy Ljósmynd - Yanshu Lee Dans Menning Tengdar fréttir Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Sýningin Couch Cabaret er rafræn sviðslistasýning sem hægt er að kaupa aðgang að á netinu. Óhætt er að segja að þessi tiltekna sýning sé nokkuð óhefðbundin. 24. október 2020 17:41 Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Tónlistarmaður með Titanic-röskun Makamál Hláturinn lengir sambandið Makamál „Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag“ Makamál „Eins og verstu unglingar í sleepover“ Makamál Einhleypan: Vill hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Nektardans eða stripp er atvinnugrein sem mér finnst að ætti að vera í boði á Íslandi hjá þeim sem kjósa að stunda hana.“ Þetta segir sviðslistakona sem kýs að kalla sig Carmen Dea Untamed í viðtali við Makamál. Carmen er ein af meðlimum burlesque-hópsins Túttífrútturnar og sérhæfir hún sig í erótískum dansi. Á Instagramsíðu sinni titlar hún sig sem Erotic Monsteresse. „Ég skilgreini mig sem erótískur og burlesque dansari. Ég er með mikla sérhæfingu bæði í því sem kallast strip plastic ásamt súludansi. Hver er munurinn á þessum dansformum? Erótískur dans er listform þar sem dansarinn tileinkar sér kynferðislegar hreyfingar og andrúmsloft. Það má í raun segja að erótískur dans er stóra tjaldið sem hýsir önnur dansform sem innihalda erótík af einhverju tagi. Burlesque er listform þar sem dansarinn tileinkar sér strípídaður (e. striptease) þar sem daður, stríðni og húmor eru í lykilhlutverki. Fyrir áhugasama er hægt að læra hjá Margréti Erlu Maack, brautryðjanda listformsins burlesque á Íslandi, í Kramhúsinu. Strip Plastic er listform þar sem gólfið er allsráðandi. Þetta dansform var þróað á nektardanstöðum af strippurum. Dansarinn tileinkar sér djarfar, lokkandi, kynferðislegar og kraftmiklar hreyfingar og notar bæði gólfið og stripp hælana (e. stripper heels) sína til þess. Súludans er svo aftur á móti listform þar sem dansarinn notar súluna og túlkar þar dansinn hvernig sem hann vill. Þessi dans á uppruna sinn einnig að rekja til strippstaðanna. Á Íslandi er hægt að læra hann meðal annars hjá mér og öðrum þjálfurum hjá Eríal Pole á höfuðborgarsvæðinu og einnig hjá Dexterity hjá Pheonix Pole á Akureyri. Carmen skilgreinir sig sem erótískan- og burlesque dansara. Ljósmyndari - 1102 Í fjarkennslu í erótískum dansi Árið 2017 byrjaði Carmen að æfa súludans hér á landi hjá Eríal Pole og segist hún fljótt hafa heillast meira af erótíska dansstílnum. Núna segist hún frekar kjósa erótíska dansinn fram yfir súludansinn. Í rúmt ár hefur hún verið í einkakennslu hjá fyrrverandi strippara sem búsett er í Bretlandi og fer kennslan fram í gegnum samskiptaforritið Zoom. „Kennarinn minn í Bretlandi kallar sig Kitty Velour og vann hún sjálf sem strippari. Þetta námskeið hefur virkað vel fyrir mig og gagnast heilmikið. Einnig sæki ég netnámskeið hjá rússneskum þjálfara sem kallar sig Polina Ginger. Hún er mjög ströng á gott flæði í dansinum og fallegar línur. Ásamt þessu sæki ég mörg og ólík fjarkennslunámskeið sem tengjast erótík ásamt því að aðstoða við þau.“ Ef Covid faraldurinn hefði ekki skollið á hefði Carmen verið á leið til Bretlands í desember til að keppa í erótískum dansi. Hefur þú mikið verið að keppa erlendis? „Nei, hingað til hef ég bara keppt á Íslandi og keppti þá í Pole Drama flokki. Ég er frekar svekkt yfir því að komast ekki út í desember en stefni á það að sækja fleiri keppnir erlendis þegar Covid er yfirstaðið.“ Virðir menningu strippara Hvar æfir þú á Íslandi? Ég er bæði að þjálfa og kenna á stöð sem heitir Eríal Pole sem er Polefitness og loftfimleikastúdíó í miðbænum. Námskeiðin sem ég kenni þar eru aðallega súludans og erótískur dans. Þar sem ég er frekar sérhæfð í erótískum dansi þá hentar það mér betur að kenna hann. Það eru margir kennarar hjá Eríal Pole sem eru mjög hæfir, bæði í erótískum- og súludansi og mætti segja að þeir hafi kveikt þetta bál hjá mér sem ég er ævinlega þakklát fyrir. Skilgreinir þú sjálfa þig sem strippara? Nei, mér finnst ég ekki geta skilgreint mig sem strippara, þó ég vildi. En ef ég hefði haft þá reynslu að dansa á klúbbi og upplifað það sama og stripparar hafa upplifað, þá gæti ég það. Ég virði menningu strippara og mér finnst að allir sem kjósa að vera á súlunni á einhvern hátt, eins og að æfa súludans, ættu að gefa sér tíma og kynna sér almennilega menningarheim strippara og uppruna súludansins. „Án strippara væri enginn súludans og í dag er súludansinn orðinn gríðarlega stórt og þekkt dansform víðsvegar um heiminn. Hér á Íslandi má líka greinilega sjá að hann fer ört stækkandi.“ Að skilgreina sig sem strippara segist Carmen ekki geta gert því hún hafi ekki reynsluna af því að dansa á strippklúbbum og geti því ekki sett sig í þá stöðu. Ljósmyndari - 1102 Vonast til að strippstaðir verði löglegir aftur Stippstaðir á Íslandi eru í dag ólöglegir og segist Carmen sjálf hafa sterkar skoðanir á því. „Það er enn ólöglegt að vera með strippstaði á Íslandi, en ég vona það breytist. Ég hugsa að fólk sé meira hrætt við stripp og strippstaði frekar en að það sé mótfallið því. Ég held að það geri sér ekki grein fyrir því hvað þessi atvinna og listform hefur í raun uppá að bjóða.“ Hvað meinar þú með því? „Það er mjög algengt að fólk sjái bara eina hlið nektardansins, þessa yfirborðskenndu. Þessa hlið sem við flest sjáum til dæmis í kvikmyndum. Þar er oft gert lítið úr þeim sem kjósa að stunda nektardans af einhverjum toga. „Keep her off the pole“ er gott dæmi um algengt viðhorf til nektardans og vitnar í feðraveldið, eða að karlmenn gætu ekki hugsað sér það að konan í þeirra lífi stundi nektardans en finnst svo ekkert mál að sækja slíka staði sjálfir.“ Hefur þú sjálf skilning á því að fólk tengi strippstaði við alvarlega hluti eins og til dæmis mansal? Já, mér finnst það mjög skiljanlegt að almenningur óttist mansal tengt strippstöðum en fyrir mér er þetta ekki rétta leiðin til að koma í veg fyrir það. Þvert á móti þá setur þetta bann fórnarlömb mansals í hættu. Nektardans eða stripp er í raun atvinnugrein sem mér finnst að ætti að vera í boði á Íslandi fyrir þá sem kjósa að stunda hana. „Með því að lögleiða þessa atvinnugrein á íslenskum markaði þá ertu að koma í veg fyrir þessa undirheimastarfsemi, sem er svo hættuleg. Stripp er ekki eitthvað sem hættir þó að það sé ólöglegt. Þú tryggir miklu betri lífskjör hjá þeim sem vilja stunda nektardans með lögleiðingu. Núna árið 2020 þá á nekt ekki að vera svona mikið tabú eins og fyrir 100 árum síðan.“ Carmen segir fólk alltof oft verið búið að mynda sér skoðanir og hafa fordóma um strippstaði á þess að að vera nógu upplýst. Ljósmyndari - 1102 Carmen segist vel meðvituð um það að konur hafi sumar hverjar verið neyddar nektardans sem hún segir vera hræðilega tilhugsun. „Ég vildi óska þess að engin þyrfti að upplifa það. En það sem ég vil að allir skilji er að það eru líka til konur sem vilja dansa kynferðislega og þeim á ekki líða eins og það sé forboðið, þetta eru óskir þeirra og forréttindi.“ Nektardansarar oft vel menntaðar konur með háskólagráður Nú hafa margir sterkar skoðanir á strippi og strippstöðum, skilur þegar fólk er jafvel með fordóma? „Upp að vissu marki. En í raun finnst mér það segja meira um manneskjuna en strippið þegar fólk er búið að mynda sér skoðanir og er með fordóma en hefur ekki kynnt sér allar hliðar með opnu hugarfari. Fólk er oft ekki tilbúið að upplýsa sig betur.“ Það eru líka mjög margir sem vilja tengja strippara við fíkniefnaneyslu sem er alls ekki raunin og ekki heimur sé ég hef fengið að kynnast. Þeir nektardansarar sem ég hef hitt og kynnst eru í langflestum tilfellum með háskólagráðu og alls ekki í neinni óreglu. Mjög margar af þeim eru meira að segja bindindismenn og kjósa þessa atvinnugrein fremur en það sem þær menntuðu sig í. Því hefur oft verið haldið fram að strippdans og strippstaðir séu niðurlægjandi fyrir konur. Hver er þín skoðun á því? „Það er til dæmis mjög gott dæmi um fordóma. Manneskja sem heldur því fram þarf að eiga heiðarlegt og einlægt samtal við sjálfa sig og hugsa um ástæðuna fyrir því af hverju það er niðurlægjandi. Stripp er einungis niðurlægjandi ef manneskjan er neydd í að strippa gegn sínum vilja, rétt eins og með kynlíf og svo margt annað.“ Verður þú sjálf vör við mikla fordóma? „Bæði já og nei. Sumum finnst þetta æðislegt á meðan aðrir neita því að sýna þessu skilning. Ég hef alveg lent í því að makinn minn sé spurður hvort að hann sé samþykkur þessu. En í rauninni er þetta ekki hans að samþykkja, heldur mitt. Þarna er enn eitt dæmi um áhrif frá feðraveldinu.“ Hver er hans skoðun? Kærastinn minn er helsta klappstýran mín. Við erum búin að vera saman í fjögur ár og erum trúlofuð. Mér finnst mjög mikilvægt að það komi skýrt fram að þó að manneskja kjósi það að sýna nekt sína þá er hún alls ekki að biðja um það að vera áreitt kynferðislega eða á annan hátt. Þetta þarf fólk að fara að skilja. Stefnir á að keppa í erótískum danskeppnum Hver er þinn helsti vettvangur til þess að stunda þessa atvinnugrein á meðan strippstaðir eru ólöglegir á Íslandi? „Stefnan hefur verið sú að sýna og keppa í erótískum danskeppnum í Bretlandi. En núna hefur það ekki verið hægt út af Covid. Gaukurinn og aðrir staðir hér á landi hafa verið duglegir að hýsa bæði burlesque, kabarett og fjölbreyttar sýningar (variety show) og hef ég og sýningarhóparnir mínir heldur betur nýtt okkur það. Sjálf mæli ég eindregið með Gauknum fyrir sýningar, starfsfólkið og eigendurnir þar eru hreint út sagt æðisleg. Þau eru skilningsrík og með opið hugarfar. Fyrir jólin er ég reyndar að fara að sýna í tveimur erlendum netsýningum sem er í fyrsta skipti sem ég geri það svo að ég er mjög spennt.“ Hvernig eru þessar sýningar? Önnur sýningin heitir Burlesque At Home og sýnir fjölbreytt burlesque atriði í gegnum samskiptaforritið Zoom. Hin sýningin er aðeins öðruvísi og heitir Wicked Wonderland Variety Show og er meira með sirkus og loftfimleika. Ég sótti um að taka þátt í þessari sýningu með erótíska acro-stóla atriðinu mínu og komst inn. Er mikið um erótískar keppnir og sýningar? Já, fullt af þeim. En hérna heima er meira um sýningar. Sýningarhópurinn sem ég er hluti af og heitir Túttífrútturnar erum að gera okkar besta í að halda senunni gangandi. Svo eru til fleiri íslenskir sýningarhópar þar sem finna má einhverja erótík. Hópar eins og Dömur og Herra, Eríalist, Reykjavík Kabarett og svo er Sirkus Íslands reglulega með sýninguna Skinnsemi. Carmen stefnir á að taka þátt í erótískum danskeppnum í Bretlandi. Ljósmynd - Anna María Bönnuð á Instagram Carmen, eins og svo margir aðrir listamenn, notar samfélagsmiðla til að kynna sig og koma sér á framfæri en hún segir farir sínar þar ekki sléttar. „Ég held að Instagram hati mig. Instagram er búið að „skuggabanna“ mig. Þetta þýðir að ég get ekki merkt neinn eða sett nein myllumerki undir myndirnar mínar til að auka myndbirtingu og sjáanleika. Myndirnar mínar eru því ekki sýnilegar öðrum en þeim sem kjósa að fylgja reikningnum mínum. Þau hafa líka hótað því að eyða mér út af Instagram því að ég vogaði mér að setja mynd af mér með brjóstadúska og myndir af mér í undirfötum. Það þykir of gróft.“ Hvað var það nákvæmlega sem þótti of gróft? Í skilaboðunum sem ég fékk frá Instagram kom fram að myndin sem ég deildi á prófílnum mínum stæðist ekki siðferðisviðmið þeirra vegna þess að það sást í kvenngeirvörtur. Aftur á móti sér Instagram ekkert að því að birta myndir af karlmönnum berum að ofan því að geirvörtur á karlmönnum eru leyfðar. Carmen segist sjálf furða sig á því hver viðmiðin eru þegar myndir eru bannaðar því það sé greinilega ekki sama hver er á nærfötunum eða fáklæddur á myndum sem birtast. „Margir einstaklingar komast upp með það að birta myndir af sér fáklæddum. En það er eitthvað við mínar myndir sem ekki má og þykir of gróft.“ Þessi mynd þótti of gróf fyrir samfélagsmiðilinn Instagram og var því eytt út. Aðsend mynd Fyrsta íslenska rafræna fullorðinssýningin Hvað er svo á döfinni hjá þér hérna heima? „Ég og nokkrar úr burlesque-hópnum Túttífrúttunum erum að halda rafræna kabarettsýningu næsta Laugardagskvöld. Sýningin kallast Couch Cabaret og er svona erótísk fullorðinssýning með húmor, töfrabrögðum, sirkusatriðum og allskonar skemmtilegum atriðum.“ Þetta er í annað skipti sem við höldum þessa sýninu Couch Cabaret og er hún í rauninni fyrsta íslenska rafræna kabarett sýningin. Við slógum algjört met í áhorfendafjölda á fyrstu sýningunni okkar ef miða má við aðrar rafrænar kabarett-sýningar víðsvegar um heiminn svo að það er greinilega mikill áhugi hjá fólki hér á landi. Hvernig virkar fyrirkomulagið á sýningunni, er henni streymt? „Fyrir þá sem vilja kaupa miða á sýninguna geta nálgast þá á Tix.is en þá færðu sendan link. Svo getur þú bara notið sýningarinnar heima úr sófanum.“ Við hverju getur fólk búist, er eitthvað aldurstakmark? Já þetta er fullorðinssýning og þú getur búist við mikilli skemmtun. Að sjálfsögðu erótík, burlesque, töfrum, sirkusatriðum og miklum húmor. Í rauninni er þetta bara svona ekta kabarett stemmning. Og ef þú veist ekki hvað það er þá hvet ég fólk til að kaupa miða á sýninguna og upplifa þetta sjálft. Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndir af þeim sviðslistakonum sem munu koma fram á sýningunni. Clitty Danger Lula Spatula Ljósmynd - Elín Björg Vanilla Darling Maria Callista Carmen Dea Untamed Ljósmynd - Tyggvi Már Silver Foxy Ljósmynd - Yanshu Lee
Dans Menning Tengdar fréttir Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Sýningin Couch Cabaret er rafræn sviðslistasýning sem hægt er að kaupa aðgang að á netinu. Óhætt er að segja að þessi tiltekna sýning sé nokkuð óhefðbundin. 24. október 2020 17:41 Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Tónlistarmaður með Titanic-röskun Makamál Hláturinn lengir sambandið Makamál „Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag“ Makamál „Eins og verstu unglingar í sleepover“ Makamál Einhleypan: Vill hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Sýningin Couch Cabaret er rafræn sviðslistasýning sem hægt er að kaupa aðgang að á netinu. Óhætt er að segja að þessi tiltekna sýning sé nokkuð óhefðbundin. 24. október 2020 17:41
Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59