Gæi hetja þegar bjart bál blasti við hjónum í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2020 21:19 Jóhannes tók þessa mynd á meðan beðið var eftir slökkviliðinu. Þarna var eldurinn nálægt því að ná hámarki. Jóhannes Örn Ævarsson Hjónum í Fagrahjalla í Kópavogi var verulega brugðið um þrjúleytið í nótt þegar þau áttuðu sig á því að bjart bál var á lóð þeirra. Heitur pottur, garðskúr og skjólveggir stóðu í ljósum logum. Eldsupptök eru ókunn en tæknideild lögreglu er með málið til rannsóknar. Kötturinn Gæi átti sinn þátt í því hjónin komust út áður en eldurinn náði hámarki. Slökkvilið tjáði hjónunum að aðeins munaði nokkrum mínútum á því að kviknaði í húsinu. Jóhannes Ævarsson, íbúi í Fagrahjalla, segir að árið 2020 haldi áfram að koma sér á óvart. Tíu rúður brotnuðu „Það var ansi óþægilegt að vakna uppúr þrjú í nótt og sjá að heiti potturinn, garðskúr og skjólveggir voru í björtu báli,“ segir Jóhannes í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann þakkar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, úr starfstöðinni í Hafnarfirði sem voru fyrstir á staðinn, að ekki fór verr. Húsið hafi sloppið svo til óskemt að innan. Frá vinnu slökkvliðsins í nótt.Jóhannes Örn Ævarsson „Flest sem var á pallinum brann, 10 rúður brotnuðu, 1 gluggi, þakkantur og rennur farið en ótrúlegt að ekkert sót komst inn en það munaði bara örfáum mínútum sagði slökviliðsmaður að eldurinn kæmist inn. Við erum því mjög heppin að ekki fór verr og berum okkur vel.“ Jóhannes segir að því miður hafi nokkrar rúður brotnað í húsi nágranna í nótt en íbúar í nærliggjandi húsum yfirgáfu hús sín sömuleiðis í nótt enda stutt á milli húsa í götunni. Jóhann þakkar grönnum sínum fyrir aðstoð og samhug í nótt. Gott sé að eiga góða granna. „Helvítis læti“ í kettinum Svo virðist sem köttur þeirra hjóna, sem ber hið gæjalega nafn Gæi, hafi reynst betri en enginn í nótt. Jóhannes segir konu sína þakka kettinum fyrir að hafa vakið sig en sjálfur segist hann reyndar hafa verið vaknaður. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að eldur hafi verið fyrir utan húsið. Jóhannes er þakklátur fyrir að ekki fór verr. Jóhannes Örn Ævarsson „Hann kemur einstaka sinnum upp í á milli til okkar, ekki oft, en gerði það í nótt. Ég vaknaði alveg við það og lá svo sem vakandi. Svo verð ég var við það að konan veltir sé eitthvað og rekur höndina í köttinn sem stekkur upp og fram. Það þarf stundum ekkert mikið að koma við hann til að hann stökkvi fram,“ segir Jóhannes. Kona hans hafi vaknað við einhver „helvítis læti“ í kettinum. Hún heyri eitthvað snark en Jóhannes er sjálfur smiður og segir heyrnina ekki batna með árunum við þá iðju. Jóhannes ákvað að fara fram á snyrtinguna fyrst hann var vaknaður, leit út um gluggann og við honum blasti bál. Fór eins vel og farið gat miðað við aðstæður Jóhannes segist strax hafa hringt í Neyðarlínuna og þau hjónin komið sér út. Eldurinn hafi ekki náð hápunkti þarna og hann hafi reynt að slökkva í einhverju með garðslöngu til að byrja með. Það hafi fljótt reynst vonlaust. Slökkviliðið kom eftir um fimmtán mínútur að sögn Jóhannesar og þá var eldurinn orðinn töluvert mikill. Pallurinn og potturinn eru rústir einar.Jóhannes Örn Ævarsson Aðspurður hvort Gæi hafi reynst hetja segir Jóhannes á léttum nótum: „Þessi djöflagangur flýtti allavega fyrir að við vöknuðum.“ Eldurinn hafi aðeins komist í þakið svo það sé smá tjón á húsinu. Skjólveggur, heitur pottur, garðhúsgögn og pallurinn eru rústir einar. Ekkert sót hafi komist inn í húsið. „Þetta fór eins vel og það gat farið miðað við hvernig það leit út.“ Slökkvilið Kópavogur Dýr Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Sjá meira
Hjónum í Fagrahjalla í Kópavogi var verulega brugðið um þrjúleytið í nótt þegar þau áttuðu sig á því að bjart bál var á lóð þeirra. Heitur pottur, garðskúr og skjólveggir stóðu í ljósum logum. Eldsupptök eru ókunn en tæknideild lögreglu er með málið til rannsóknar. Kötturinn Gæi átti sinn þátt í því hjónin komust út áður en eldurinn náði hámarki. Slökkvilið tjáði hjónunum að aðeins munaði nokkrum mínútum á því að kviknaði í húsinu. Jóhannes Ævarsson, íbúi í Fagrahjalla, segir að árið 2020 haldi áfram að koma sér á óvart. Tíu rúður brotnuðu „Það var ansi óþægilegt að vakna uppúr þrjú í nótt og sjá að heiti potturinn, garðskúr og skjólveggir voru í björtu báli,“ segir Jóhannes í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann þakkar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, úr starfstöðinni í Hafnarfirði sem voru fyrstir á staðinn, að ekki fór verr. Húsið hafi sloppið svo til óskemt að innan. Frá vinnu slökkvliðsins í nótt.Jóhannes Örn Ævarsson „Flest sem var á pallinum brann, 10 rúður brotnuðu, 1 gluggi, þakkantur og rennur farið en ótrúlegt að ekkert sót komst inn en það munaði bara örfáum mínútum sagði slökviliðsmaður að eldurinn kæmist inn. Við erum því mjög heppin að ekki fór verr og berum okkur vel.“ Jóhannes segir að því miður hafi nokkrar rúður brotnað í húsi nágranna í nótt en íbúar í nærliggjandi húsum yfirgáfu hús sín sömuleiðis í nótt enda stutt á milli húsa í götunni. Jóhann þakkar grönnum sínum fyrir aðstoð og samhug í nótt. Gott sé að eiga góða granna. „Helvítis læti“ í kettinum Svo virðist sem köttur þeirra hjóna, sem ber hið gæjalega nafn Gæi, hafi reynst betri en enginn í nótt. Jóhannes segir konu sína þakka kettinum fyrir að hafa vakið sig en sjálfur segist hann reyndar hafa verið vaknaður. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að eldur hafi verið fyrir utan húsið. Jóhannes er þakklátur fyrir að ekki fór verr. Jóhannes Örn Ævarsson „Hann kemur einstaka sinnum upp í á milli til okkar, ekki oft, en gerði það í nótt. Ég vaknaði alveg við það og lá svo sem vakandi. Svo verð ég var við það að konan veltir sé eitthvað og rekur höndina í köttinn sem stekkur upp og fram. Það þarf stundum ekkert mikið að koma við hann til að hann stökkvi fram,“ segir Jóhannes. Kona hans hafi vaknað við einhver „helvítis læti“ í kettinum. Hún heyri eitthvað snark en Jóhannes er sjálfur smiður og segir heyrnina ekki batna með árunum við þá iðju. Jóhannes ákvað að fara fram á snyrtinguna fyrst hann var vaknaður, leit út um gluggann og við honum blasti bál. Fór eins vel og farið gat miðað við aðstæður Jóhannes segist strax hafa hringt í Neyðarlínuna og þau hjónin komið sér út. Eldurinn hafi ekki náð hápunkti þarna og hann hafi reynt að slökkva í einhverju með garðslöngu til að byrja með. Það hafi fljótt reynst vonlaust. Slökkviliðið kom eftir um fimmtán mínútur að sögn Jóhannesar og þá var eldurinn orðinn töluvert mikill. Pallurinn og potturinn eru rústir einar.Jóhannes Örn Ævarsson Aðspurður hvort Gæi hafi reynst hetja segir Jóhannes á léttum nótum: „Þessi djöflagangur flýtti allavega fyrir að við vöknuðum.“ Eldurinn hafi aðeins komist í þakið svo það sé smá tjón á húsinu. Skjólveggur, heitur pottur, garðhúsgögn og pallurinn eru rústir einar. Ekkert sót hafi komist inn í húsið. „Þetta fór eins vel og það gat farið miðað við hvernig það leit út.“
Slökkvilið Kópavogur Dýr Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Sjá meira