Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 20:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir koma til greina að binda endi á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar með lögum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. Landhelgisgæslan hefur aðeins eina þyrlu til afnota eins og stendur og liggur fyrir að hún þurfi að fara í viðhald í næstu viku. Verði verkfallinu ekki lokið mun Gæslan ekki hafa neina þyrlu til afnota. „Þetta er öryggismál almennings, að Landhelgisgæslan geti sinnt sínu öryggishlutverki og ekki sjófarenda. Það öryggi má ekki tefla í tvísýnu,“ sagði Áslaug Arna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri grafalvarleg. Aðspurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“ Áslaug Arna sagði í dag að það kæmi til greina að lög verði sett til að binda endi á verkfallið. „Það er auðvitað ein af leiðunum sem hægt er að fara og ég mun auðvitað skoða alla möguleika en bind enn þá vonir við það að samningar náist,“ sagði Áslaug. Hún segist enn binda vonir við það að samningar náist, þó að svo virðist vera að hvorug hlið málsins ætli að haggast. „Það er verið að bjóða flugvirkjum sömu launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið. Ég bind miklar vonir við það að það verði hægt að tryggja öryggi fólks og Landhelgisgæslan sinni því hlutverki. „ Ertu tilbúin að leggja fram þetta frumvarp? Er það í vinnslu hjá þér? „Ég mun skoða það mjög alvarlega ef þetta verður enn þá staðan í næstu viku þegar öryggi fólks verður teflt í tvísýnu með þessum verkföllum.“ Hún segir stöðuna ekki orðna þannig nú þegar. Enn sé þyrla Landhelgisgæslunni til taks. Hún þurfi hins vegar að vera til taks öllum stundum og því sé búið að fella niður allar æfingar og fleira svo hægt sé að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. „Ég tala reglulega við Landhelgisgæsluna og Georg þar á meðal og það er lang mikilvægast að Landhelgisgæslan geti sinnt þessum öryggis- og almannavörnum og við tölum reglulega saman og munum halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. Landhelgisgæslan hefur aðeins eina þyrlu til afnota eins og stendur og liggur fyrir að hún þurfi að fara í viðhald í næstu viku. Verði verkfallinu ekki lokið mun Gæslan ekki hafa neina þyrlu til afnota. „Þetta er öryggismál almennings, að Landhelgisgæslan geti sinnt sínu öryggishlutverki og ekki sjófarenda. Það öryggi má ekki tefla í tvísýnu,“ sagði Áslaug Arna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri grafalvarleg. Aðspurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“ Áslaug Arna sagði í dag að það kæmi til greina að lög verði sett til að binda endi á verkfallið. „Það er auðvitað ein af leiðunum sem hægt er að fara og ég mun auðvitað skoða alla möguleika en bind enn þá vonir við það að samningar náist,“ sagði Áslaug. Hún segist enn binda vonir við það að samningar náist, þó að svo virðist vera að hvorug hlið málsins ætli að haggast. „Það er verið að bjóða flugvirkjum sömu launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið. Ég bind miklar vonir við það að það verði hægt að tryggja öryggi fólks og Landhelgisgæslan sinni því hlutverki. „ Ertu tilbúin að leggja fram þetta frumvarp? Er það í vinnslu hjá þér? „Ég mun skoða það mjög alvarlega ef þetta verður enn þá staðan í næstu viku þegar öryggi fólks verður teflt í tvísýnu með þessum verkföllum.“ Hún segir stöðuna ekki orðna þannig nú þegar. Enn sé þyrla Landhelgisgæslunni til taks. Hún þurfi hins vegar að vera til taks öllum stundum og því sé búið að fella niður allar æfingar og fleira svo hægt sé að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. „Ég tala reglulega við Landhelgisgæsluna og Georg þar á meðal og það er lang mikilvægast að Landhelgisgæslan geti sinnt þessum öryggis- og almannavörnum og við tölum reglulega saman og munum halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51
„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20
Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13