Hefur klæðst búningi í heimavinnunni í meira en 50 daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 19:22 Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur klæðst búningi í vinnuna í nærri sextíu daga, frá því að heimavinna hófst að nýju. Oddur Jónasson Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur brotið upp á heimavinnuna nú í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins en hann hefur klæðst búningum frá því að hann hóf heimavinnu að nýju. Nú hefur hann sett saman meira en sextíu búninga og fara þeir úr því að vera kennari yfir í víking, M&M nammi og sovéskan leynilögreglumann. Oddur er mikill stemningsmaður, elskar Eurovision og Game of Thrones sem hann sér alltaf fyrstur Íslendinga enda þýðir hann þættina. Oddur hefur undanfarna mánuði skemmt samstarfsfélögum sínum með því að mæta í litríkum búningum í vinnuna og á alla fjarfundi, sem hefur skemmt samstarfsfólkinu vel. Oddur var heimsóttur í Íslandi í dag í kvöld og sýndi hann þar alla búningana. Klippa: Fer í nýjan búning fyrir hvern Teams fund „Það hefur bara gengið mjög vel, við höfum þurft að breyta borðstofuborðinu í tveggja manna skrifstofu og það hefur allt bara rúllað þokkalega. Í fyrstu bylgjunni núna í vor fannst okkur þetta vera orðið hálfleiðinlegt og ég hóaði í liðið mitt og ætlaði að setja upp smá dagskrá, hvort við ættum ekki að hafa ljótupeysudaga, sólgleraugnadaga, hattadaga og þess háttar. Svo vatt þetta hægt og rólega upp á sig,“ segir Oddur. Hann segir að fleiri samstarfsfélagar hans taki þátt í búningagleðinni en hafi kannski ekki allir farið „all-in“ eins og hann. Túristaþema og mafíósaþema.Stjörnustríð og mötuneytisþema.Röndóttur dagur og dekurdagur.Prinsessuþema og veiðidagur.Skítadjobb þema og vetrarþema.Hrekkjavökuþema og mynsturþema.Goth-þema og Astrid Lindgren þema.Sánadagur og franskur dagur. „Ég setti mér reglur, ég ætlaði ekki að kaupa mér neitt, fór í gegn um fataskápana og raðaði saman og það hefur bara gengið vel hingað til,“ segir Oddur. Hann segir að búningarnir séu hátt í sextíu núna. Uppáhaldsbúningurinn hafi verið „herramanns-búningur,“ þar sem hann var í jakkafötum, með kúluhatt og drakk te úr fínum postulínsbolla. Skoskt þema og nammidagur.Tímaflakkaraþema og þynnkuþema.Tölvuleikjadagur og víkingaþema.Buxnalaus dagur og sólstrandardagur.Jakkaföt og hjólhýsahyski.Ofurhetjuþema (stjörnuþýðandinn) og latino-þema.Rokkstjörnuþema og grænn dagur.Spæjaraþema og trúðaþema. Hann segist halda mikið upp á Eurovision, og fólk í hverfinu öllu vant, en ár hvert eru hengdir upp fánar í gluggana á heimili Odds. Það eru, þjóðfánar þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision, svo það má með sanni segja að Oddur sé stemningsmaður. Hann segir að þegar fregnir hafi borist þess efnis í vor að Eurovision yrði ekki haldið í ár hafi verið haldin erfidrykkja á heimilinu, heimilsmenn klæddir í svart og sorgarörlögin syrgð. Peppdagur og sumarkjóladagur.Eurovision-dagur og lopadagur.Sófakartöfludagur og Austurlandadagur.Tiger King þema og neon-dagur.Landsleikjadagur og Ladies and Gentlemen þema.Konungsfjölskylduþema (konungur sjónvarpsstólsins) og rússneskur dagur.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Grín og gaman Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur brotið upp á heimavinnuna nú í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins en hann hefur klæðst búningum frá því að hann hóf heimavinnu að nýju. Nú hefur hann sett saman meira en sextíu búninga og fara þeir úr því að vera kennari yfir í víking, M&M nammi og sovéskan leynilögreglumann. Oddur er mikill stemningsmaður, elskar Eurovision og Game of Thrones sem hann sér alltaf fyrstur Íslendinga enda þýðir hann þættina. Oddur hefur undanfarna mánuði skemmt samstarfsfélögum sínum með því að mæta í litríkum búningum í vinnuna og á alla fjarfundi, sem hefur skemmt samstarfsfólkinu vel. Oddur var heimsóttur í Íslandi í dag í kvöld og sýndi hann þar alla búningana. Klippa: Fer í nýjan búning fyrir hvern Teams fund „Það hefur bara gengið mjög vel, við höfum þurft að breyta borðstofuborðinu í tveggja manna skrifstofu og það hefur allt bara rúllað þokkalega. Í fyrstu bylgjunni núna í vor fannst okkur þetta vera orðið hálfleiðinlegt og ég hóaði í liðið mitt og ætlaði að setja upp smá dagskrá, hvort við ættum ekki að hafa ljótupeysudaga, sólgleraugnadaga, hattadaga og þess háttar. Svo vatt þetta hægt og rólega upp á sig,“ segir Oddur. Hann segir að fleiri samstarfsfélagar hans taki þátt í búningagleðinni en hafi kannski ekki allir farið „all-in“ eins og hann. Túristaþema og mafíósaþema.Stjörnustríð og mötuneytisþema.Röndóttur dagur og dekurdagur.Prinsessuþema og veiðidagur.Skítadjobb þema og vetrarþema.Hrekkjavökuþema og mynsturþema.Goth-þema og Astrid Lindgren þema.Sánadagur og franskur dagur. „Ég setti mér reglur, ég ætlaði ekki að kaupa mér neitt, fór í gegn um fataskápana og raðaði saman og það hefur bara gengið vel hingað til,“ segir Oddur. Hann segir að búningarnir séu hátt í sextíu núna. Uppáhaldsbúningurinn hafi verið „herramanns-búningur,“ þar sem hann var í jakkafötum, með kúluhatt og drakk te úr fínum postulínsbolla. Skoskt þema og nammidagur.Tímaflakkaraþema og þynnkuþema.Tölvuleikjadagur og víkingaþema.Buxnalaus dagur og sólstrandardagur.Jakkaföt og hjólhýsahyski.Ofurhetjuþema (stjörnuþýðandinn) og latino-þema.Rokkstjörnuþema og grænn dagur.Spæjaraþema og trúðaþema. Hann segist halda mikið upp á Eurovision, og fólk í hverfinu öllu vant, en ár hvert eru hengdir upp fánar í gluggana á heimili Odds. Það eru, þjóðfánar þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision, svo það má með sanni segja að Oddur sé stemningsmaður. Hann segir að þegar fregnir hafi borist þess efnis í vor að Eurovision yrði ekki haldið í ár hafi verið haldin erfidrykkja á heimilinu, heimilsmenn klæddir í svart og sorgarörlögin syrgð. Peppdagur og sumarkjóladagur.Eurovision-dagur og lopadagur.Sófakartöfludagur og Austurlandadagur.Tiger King þema og neon-dagur.Landsleikjadagur og Ladies and Gentlemen þema.Konungsfjölskylduþema (konungur sjónvarpsstólsins) og rússneskur dagur.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Grín og gaman Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning