Nýtur þess að spila „kamikaze“ leikstíl Bodø/Glimt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 11:00 Alfons Sampsted í baráttu við Franck Kessie í leik Bodø/Glimt og AC Milan. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Leikstíll Bodø/Glimt, sem varð norskur meistari í fyrsta sinn í fyrradag, hefur vakið mikla athygli. Liðið spilar mikinn sóknarbolta og hefur skorað 85 mörk í 25 leikjum í norsku úrvalsdeildinni, eða 3,4 mörk að meðaltali í leik. Fyrirliði Bodø/Glimt, Ulrik Saltnes, hefur lýst leikstíl liðsins sem kamikaze fótbolta. Í samtali við Vísi fór Alfons Sampsted aðeins nánar út í leikstílinn. „Við spilum 4-3-3 eða 4-1-4-1, hvað sem þú vilt kalla þetta. Kantmennirnir okkar eru utarlega og fyrsta hugsun er alltaf hvernig við getum farið fram á við. Hvernig getum við „brotið línur“ og komið hinu liðinu úr jafnvægi,“ sagði Alfons. „Þegar við komum þeim úr jafnvægi færist áherslan á að reyna að klára þær sóknir sem við fáum og hjá okkur í öftustu línu hvernig við getum unnið boltann um leið og við töpum honum. Við reynum að skapa ójafnvægi hjá hinu liðinu á meðan að við reynum annað hvort að klára sóknirnar eða komið okkur í stöður þar sem við getum sett þá í enn meira ójafnvægi í næstu bylgju.“ Alfons segir að þessi leikstíll Bodø/Glimt sé ólíkur öðru sem hann hefur upplifað hingað til á ferlinum. „Þetta er kannski líkt Blikunum á einn og annan máta en í heildina er þetta þvílíkt ólíkt. Mér finnst þetta frekar líkt því sem við spilum í U-21 árs landsliðinu,“ sagði Alfons. Hann nýtur þess að spila í þennan leikstíl. „Við fáum mjög mikið frelsi til að taka ákvarðanir inni á vellinum. Þeir gefa okkur traust til að taka þær ákvarðanir sem við teljum bestar hverju sinni út frá því plani sem þeir leggja upp. Að spila í svona kerfi er helvíti gaman. Maður fær aðeins að leika sér en samt er skrúktúr á öllu.“ Klippa: Alfons um leikstíl Bodø/Glimt Norski boltinn Tengdar fréttir Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30 KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Leikstíll Bodø/Glimt, sem varð norskur meistari í fyrsta sinn í fyrradag, hefur vakið mikla athygli. Liðið spilar mikinn sóknarbolta og hefur skorað 85 mörk í 25 leikjum í norsku úrvalsdeildinni, eða 3,4 mörk að meðaltali í leik. Fyrirliði Bodø/Glimt, Ulrik Saltnes, hefur lýst leikstíl liðsins sem kamikaze fótbolta. Í samtali við Vísi fór Alfons Sampsted aðeins nánar út í leikstílinn. „Við spilum 4-3-3 eða 4-1-4-1, hvað sem þú vilt kalla þetta. Kantmennirnir okkar eru utarlega og fyrsta hugsun er alltaf hvernig við getum farið fram á við. Hvernig getum við „brotið línur“ og komið hinu liðinu úr jafnvægi,“ sagði Alfons. „Þegar við komum þeim úr jafnvægi færist áherslan á að reyna að klára þær sóknir sem við fáum og hjá okkur í öftustu línu hvernig við getum unnið boltann um leið og við töpum honum. Við reynum að skapa ójafnvægi hjá hinu liðinu á meðan að við reynum annað hvort að klára sóknirnar eða komið okkur í stöður þar sem við getum sett þá í enn meira ójafnvægi í næstu bylgju.“ Alfons segir að þessi leikstíll Bodø/Glimt sé ólíkur öðru sem hann hefur upplifað hingað til á ferlinum. „Þetta er kannski líkt Blikunum á einn og annan máta en í heildina er þetta þvílíkt ólíkt. Mér finnst þetta frekar líkt því sem við spilum í U-21 árs landsliðinu,“ sagði Alfons. Hann nýtur þess að spila í þennan leikstíl. „Við fáum mjög mikið frelsi til að taka ákvarðanir inni á vellinum. Þeir gefa okkur traust til að taka þær ákvarðanir sem við teljum bestar hverju sinni út frá því plani sem þeir leggja upp. Að spila í svona kerfi er helvíti gaman. Maður fær aðeins að leika sér en samt er skrúktúr á öllu.“ Klippa: Alfons um leikstíl Bodø/Glimt
Norski boltinn Tengdar fréttir Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30 KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið. 23. nóvember 2020 13:30
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01
Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03