„Verðum að fá að tala um hlutina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 07:00 Helgi Ómarsson ræddi málefni sem er honum hugleikið. Mynd/Helgi Ómarsson Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í gær. Þar ræddi hann um samfélagsmiðla og hvernig fólk keppist við það að rífa hvort annað niður fyrir allskyns ummæli. Hann segir að það verði að vera hægt að taka umræðuna um ýmis málefni. „Við lifum í svona cancel-kúltur sem á að mörgu leyti rétt á sér. T.d. eiga afbrotamenn eða kynferðisbrotamenn ekki að vera í bíómyndum og allskonar. En við verðum að fá að tala um hlutina, við verðum að fá að tala um rasisma. Umræðan um rasisma er bara þegar verið er að benda á fólki. Þú ert talar eins og Kínverji eða Rússi,“ segir Helgi. „Við megum ekki forðast að tala um rasisma og endalaust vera að labba á einhverjum eggjaskeljum. Hjálpumst að að fræða hvert annað. Ég veit ekki hversu oft ég hef hætt að fylgja einhverjum á Instagram því það er bara verið að skamma mann fyrir eitthvað sem á ekki einu sinni rétt á sér. En hvað veitir okkur innblástur til þess að verða betri? Það er þegar við verðum fróðari.“ Lærði að verða femínisti Hann segist fá mikið af skilaboðum þar sem verið sé að benda honum á hluti sem gæti verið óheppilegir. „Ég segi alltaf bara takk, þetta virkilega virkar. En ef það er sagt við mig, fokkaðu þér, þú ert rasisti, sem ég hef svo sem ekki lent í, þá myndi maður fara í klessu. Af hverju tölum við bara ekki um hlutina, setjum þá upp á borðið og leyfum okkur að segja eitthvað sem við erum ekki alveg viss um og þá getur fólk bara kennt okkur. Eins og hvernig ég varð femínisti, það er góð saga. Dagný systir var að vinna á Laufásborg og þar vinna tvær systur. Þær kenndu mér bara að vera femínisti og ég er svo þakklátur fyrir það. Þær voru bara, nú skulum við passa orðin okkar og þær ræddu við mig. Þetta var svo hollt.“ Og Helgi heldur áfram. „Nú er ég t.d. að hugsa til baka og ég sagði pottþétt eitthvað vitlaust. En það er kannski bara af því að ég veit ekki betur. Ef einhver vill benda mér á, að ég hefði geta sagt eitthvað betur þá má endilega senda á mig. Segið mér það bara með kærleik af því þá get ég orðið betri fyrir næsta viðtal,“ segir Helga en hann var spurður út í samfélagsmiðilinn Twitter. „Það er bara eineltisbúlla. Þar er alveg rosalega mikið af leiðinlegu fólki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helga Ómars. Brennslan Samfélagsmiðlar Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í gær. Þar ræddi hann um samfélagsmiðla og hvernig fólk keppist við það að rífa hvort annað niður fyrir allskyns ummæli. Hann segir að það verði að vera hægt að taka umræðuna um ýmis málefni. „Við lifum í svona cancel-kúltur sem á að mörgu leyti rétt á sér. T.d. eiga afbrotamenn eða kynferðisbrotamenn ekki að vera í bíómyndum og allskonar. En við verðum að fá að tala um hlutina, við verðum að fá að tala um rasisma. Umræðan um rasisma er bara þegar verið er að benda á fólki. Þú ert talar eins og Kínverji eða Rússi,“ segir Helgi. „Við megum ekki forðast að tala um rasisma og endalaust vera að labba á einhverjum eggjaskeljum. Hjálpumst að að fræða hvert annað. Ég veit ekki hversu oft ég hef hætt að fylgja einhverjum á Instagram því það er bara verið að skamma mann fyrir eitthvað sem á ekki einu sinni rétt á sér. En hvað veitir okkur innblástur til þess að verða betri? Það er þegar við verðum fróðari.“ Lærði að verða femínisti Hann segist fá mikið af skilaboðum þar sem verið sé að benda honum á hluti sem gæti verið óheppilegir. „Ég segi alltaf bara takk, þetta virkilega virkar. En ef það er sagt við mig, fokkaðu þér, þú ert rasisti, sem ég hef svo sem ekki lent í, þá myndi maður fara í klessu. Af hverju tölum við bara ekki um hlutina, setjum þá upp á borðið og leyfum okkur að segja eitthvað sem við erum ekki alveg viss um og þá getur fólk bara kennt okkur. Eins og hvernig ég varð femínisti, það er góð saga. Dagný systir var að vinna á Laufásborg og þar vinna tvær systur. Þær kenndu mér bara að vera femínisti og ég er svo þakklátur fyrir það. Þær voru bara, nú skulum við passa orðin okkar og þær ræddu við mig. Þetta var svo hollt.“ Og Helgi heldur áfram. „Nú er ég t.d. að hugsa til baka og ég sagði pottþétt eitthvað vitlaust. En það er kannski bara af því að ég veit ekki betur. Ef einhver vill benda mér á, að ég hefði geta sagt eitthvað betur þá má endilega senda á mig. Segið mér það bara með kærleik af því þá get ég orðið betri fyrir næsta viðtal,“ segir Helga en hann var spurður út í samfélagsmiðilinn Twitter. „Það er bara eineltisbúlla. Þar er alveg rosalega mikið af leiðinlegu fólki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helga Ómars.
Brennslan Samfélagsmiðlar Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“