Fæðingarsaga Blævar: „Fædd til að ganga með barn en ekki fæða það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 13:30 Þuríður Blær eignaðist sitt fyrsta barn í sumar. vísir/vilhelm Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Það leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu. Blær eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári en þá kom Arnaldur Snær í heiminn. Hún er í sambandi með Guðmundi Felixsyni en Blær segir að meðgangan hafi gengið vel en fæðingin sjálf ekki eins vel. „Meðgangan var bara góð og ég veit að það eru sumar konur sem þola ekki að heyra þetta, af því að þeirra meðganga var svo hræðileg en ég var ótrúlega heppin. Ég fékk enga ógleði, ég slitnaði smá í lokin. Ég var alltaf fullfær um að ganga og þetta var rosalega góð meðganga,“ segir Blær og heldur áfram. Blessunarlega á milli fyrstu og annarrar bylgju „Aftur á móti var fæðingin mjög erfið. Ég er greinilega fædd til að ganga með barn en ekki fæða það,“ segir Blær sem var nokkuð stressuð fyrir fæðingunni og það bætti ekki stöðuna að kórónuveiran var alltaf í kollinum á parinu. „Blessunarlega átti ég barnið á milli fyrstu og annarrar bylgju og því mátti Gummi vera með mér í fæðingunni og mátti líka vera með mér á sængurlegudeildinni,“ segir Þuríður Blær sem lýsir fæðingunni í viðtalinu, fæðing sem hefði mátt ganga betur. Frásögn hennar hefst þegar 18:30 mín er liðnar af viðtalinu. Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig er farið vel yfir rappsveitina Reykjavíkurdætur og hennar sögu. Einkalífið Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Það leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu. Blær eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári en þá kom Arnaldur Snær í heiminn. Hún er í sambandi með Guðmundi Felixsyni en Blær segir að meðgangan hafi gengið vel en fæðingin sjálf ekki eins vel. „Meðgangan var bara góð og ég veit að það eru sumar konur sem þola ekki að heyra þetta, af því að þeirra meðganga var svo hræðileg en ég var ótrúlega heppin. Ég fékk enga ógleði, ég slitnaði smá í lokin. Ég var alltaf fullfær um að ganga og þetta var rosalega góð meðganga,“ segir Blær og heldur áfram. Blessunarlega á milli fyrstu og annarrar bylgju „Aftur á móti var fæðingin mjög erfið. Ég er greinilega fædd til að ganga með barn en ekki fæða það,“ segir Blær sem var nokkuð stressuð fyrir fæðingunni og það bætti ekki stöðuna að kórónuveiran var alltaf í kollinum á parinu. „Blessunarlega átti ég barnið á milli fyrstu og annarrar bylgju og því mátti Gummi vera með mér í fæðingunni og mátti líka vera með mér á sængurlegudeildinni,“ segir Þuríður Blær sem lýsir fæðingunni í viðtalinu, fæðing sem hefði mátt ganga betur. Frásögn hennar hefst þegar 18:30 mín er liðnar af viðtalinu. Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig er farið vel yfir rappsveitina Reykjavíkurdætur og hennar sögu.
Einkalífið Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira