Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2020 10:51 Í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Eiríkur lætur lítið fyrir sér fara að baki verjanda síns, Jóns Arnars. visir/vilhelm Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ætíð er kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot, eins og segir í ákæru héraðssaksóknara, gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Í ákæru kemur fram að persónulegur ávinningur hans af brotunum sé 36 milljónir. Í gær var tekin fyrir frávísunarkrafa Eiríks í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu (eins og sjá má í meðfylgjandi frétt) en Eiríkur, sem mætti í gær í dóminn þegar frávísunarkrafan var tekin fyrir, hefur ekki viljað tjá sig um ákæruna. Að sögn lögmanns hans, Jóns Arnar Árnasonar, vill hann njóta þeirrar stöðu sakbornings að teljast saklaus uns sekt sannast. Málið er nokkuð flókið en um er að ræða tvöfalda málsmeðferð, bæði gagnvart skattinum en þar hefur ekki verið farið fram á endurákvörðun og svo gagnvart ákæruvaldinu. Eins og fram kom í héraði í gær, í máli Jóns Arnars, byggir frávísunarkrafan meðal annars á því að Eiríkur hafi afhent gögn til ríkisskattstjóra, í góðri trú sem í raun felldu á hann sök; honum hafi ekki verið kunnugt um að hann væri með réttarstöðu sakbornings. Og á þeim gögnum byggði málið. Eiríkur mætti til að hlýða á málflutning verjanda síns þar sem hann lagði fram frávísunarkröfu.visir/vilhelm Þannig hafi hann ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Gera yrði greinarmun á ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins. Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari taldi þetta ekki standast, ríkisskattstjóri hafi talið að ástæða væri til að ætla að um umfangsmikil skattsvik væri að ræða, þetta eitt og sér gaf ekki til kynna umfang málsins og ríkisskattstjóri því vísað málinu til skattrannsóknarstjóra. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstaða fæst, hvort fallist verður á frávísunarkröfu Eiríks eða ekki en það liggur nú hjá dómara. Dómarinn hefur fjórar vikur lögum samkvæmt. Uppfært 12:00 Mishermt var í fyrri útgáfu þessarar fréttar að mál á hendur Eiríki væri fjársvikamál, en það er rangt. Um er að ræða skattsvik og er beðist velvirðingar á því. Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Eiríkur Sigurbjörnsson, sem ætíð er kenndur við kristilegu sjónvarpsstöðina Omega, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot, eins og segir í ákæru héraðssaksóknara, gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Í ákæru kemur fram að persónulegur ávinningur hans af brotunum sé 36 milljónir. Í gær var tekin fyrir frávísunarkrafa Eiríks í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir hefur greint ítarlega frá málinu (eins og sjá má í meðfylgjandi frétt) en Eiríkur, sem mætti í gær í dóminn þegar frávísunarkrafan var tekin fyrir, hefur ekki viljað tjá sig um ákæruna. Að sögn lögmanns hans, Jóns Arnar Árnasonar, vill hann njóta þeirrar stöðu sakbornings að teljast saklaus uns sekt sannast. Málið er nokkuð flókið en um er að ræða tvöfalda málsmeðferð, bæði gagnvart skattinum en þar hefur ekki verið farið fram á endurákvörðun og svo gagnvart ákæruvaldinu. Eins og fram kom í héraði í gær, í máli Jóns Arnars, byggir frávísunarkrafan meðal annars á því að Eiríkur hafi afhent gögn til ríkisskattstjóra, í góðri trú sem í raun felldu á hann sök; honum hafi ekki verið kunnugt um að hann væri með réttarstöðu sakbornings. Og á þeim gögnum byggði málið. Eiríkur mætti til að hlýða á málflutning verjanda síns þar sem hann lagði fram frávísunarkröfu.visir/vilhelm Þannig hafi hann ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Gera yrði greinarmun á ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins. Kristín Ingileifsdóttir aðstoðarsaksóknari taldi þetta ekki standast, ríkisskattstjóri hafi talið að ástæða væri til að ætla að um umfangsmikil skattsvik væri að ræða, þetta eitt og sér gaf ekki til kynna umfang málsins og ríkisskattstjóri því vísað málinu til skattrannsóknarstjóra. Ekki liggur fyrir hvenær niðurstaða fæst, hvort fallist verður á frávísunarkröfu Eiríks eða ekki en það liggur nú hjá dómara. Dómarinn hefur fjórar vikur lögum samkvæmt. Uppfært 12:00 Mishermt var í fyrri útgáfu þessarar fréttar að mál á hendur Eiríki væri fjársvikamál, en það er rangt. Um er að ræða skattsvik og er beðist velvirðingar á því.
Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira