Klaufinn sem fær alla til að lesa Sögur 1. desember 2020 09:00 Ég er kannski ekki að skapa stórar bókmenntir en ég veit að ég er að búa til lesendur,” sagði Jeff Kinney í viðtali við Kiljuna fyrir nokkru. Filip Wolak Dagbók Kidda klaufa er einn mest seldi og vinsælast bókaflokkur fyrir börn og ungmenni um allan heim. Nýjasta bókin Snjóstríðið er komin út. Nýjasta bókin í bókaflokknum Dagbók Kidda klaufa kom út hér á landi í byrjun nóvember og er þetta þrettánda bókin í þessum vinsælasta bókaflokki landsins. Eftir fáeina daga flaug bókin rakleiðis á toppinn í verslunum og hvert einasta eintak hefur verið rifið úr hillum bókasafna um allt land og eru komnar til útláns. Kiddi klaufi virðist eiga talsverða sérstöðu þegar kemur að áhuga barna og ungs fólks á bókum. Dagbók Kidda klaufa er einn mest seldi og vinsælast bókaflokkur fyrir börn og ungmenni um allan heim. Bækurnar sem skrifaðar eru af bandaríska höfundinum og teiknaranum Jeff Kinney þykja aðgengilegar, fyndnar og stuðla að meiri og frekari áhuga lesenda á bókalestri. Dagbók Kidda klaufa leit fyrst dagsins ljós árið 2007 í Bandaríkjunum og telur flokkurinn í dag fjórtán bækur. Bækurnar hafa verið þýddar á yfir sjötíu tungumál og hafa selst í meira en 250 milljónum eintaka um allan heim. Hér á Íslandi kom fyrsta þýðingin út árið 2009. Hver er þessi Kiddi og af hverju er hann svona vinsæll? Í þessum skemmtilegu bókum kynnast lesendur hinum lífsglaða dreng, Kidda, vinum hans og fjölskyldu. Kiddi er ávallt til í hvað sem er, þó flest virðist nú mistakast. Bækurnar eru settar upp eins og dagbækur, línustrikaðar með fyndnum teikningum á hverri síðu. „Þetta eru sögur um æskuna, sögur sem við öll þekkjum. Flest okkar búa við systkini, hrekkjusvín, heimalærdóm, gæludýr. Allt eigum við þetta sameiginlegt,” segir Jeff Kinney, höfundur bókanna sem heita á frummálinu Diary of a Wimpy Kid, aðspurður að því í hverju velgengnin fælist. „Bækurnar snúast alfarið um að vera skemmtilegar og fyndnar. Ég er kannski ekki að skapa stórar bókmenntir en ég veit að ég er að búa til lesendur,” sagði Kinney í viðtali við Kiljuna fyrir nokkru. Kinney segir að teikningarnar í bókinni virki sem verðlaun og hvíld frá textanum rétt eins og í tímaritum og öðru sem fullorðna fólkið les. Barist um bækurnar á söfnunum Bækurnar um Kidda eru ekki eingöngu vinsælar í bókaverslunum því starfsfólk bókasafna hérlendis segir að Dagbók Kidda klaufa stoppi aldrei við í hillum safnanna og barist sé um þær. Í fyrra voru bækur um Kidda klaufa lánaðar út hátt í 70 þúsund sinnum. „Þegar heildartölur allra bókaútlána eru skoðaðar þá kemur í ljós að ein af Dagbókum Kidda klaufa er í fyrsta sæti. Kiddi klaufi er reyndar með eindæmum vinsæll en Dagbók Kidda klaufa með mismunandi undirtitlum vermir flest efstu sætin,” segir á heimasíðu Landskerfis bókasafna. Bækurnar um Kidda klaufa hafa undanfarin ár verið verðlaunar sem skemmtilegustu og best þýddu barnabækurnar á Íslandi og hefur Borgarbókasafnið margsinnis valið Dagbók Kidda klaufa sem bestu þýddu barna- og unglingabókina. Ekki er nóg með að Kiddi sé svona vinsæll heldur hefur besti vinur hans ruðst fram á ritvöllinn en það er hann Randver. Nú hefur Randver skrifað tvær bækur og Kiddi kannski ekki sérlega glaður með það. Bækurnar Randver kjaftar frá komu út í fyrra og nú sú nýja í nóvember; Randver kjaftar frá; Geggjað ævintýri. Eitt helsta afrek höfundarins Kinney er án efa að búa til sögur sem fá börn til að lesa, ekki síst þau sem almennt hneigjast kannski ekki sérstaklega til lestrar. Dagbók Kidda klaufa er með eindæmum aðgengileg, húmorinn er hlýlegur og léttur, letrið er stórt og auðlesið, bækurnar eru með skemmtilegum skopmyndum sem Kinney teiknar og byggir á bröndurum sem eiga að tengja sögurnar betur saman. Nú er Kiddi klaufi mættur enn á ný og er í miðju snjóstríði. Það er mikill og kaldur vetur og ekkert gefið eftir í stríðinu sem skellur á í hverfinu þeirra Kidda og Randvers. Barist þar til allar snjókúlurnar klárast! Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Sjá meira
Nýjasta bókin í bókaflokknum Dagbók Kidda klaufa kom út hér á landi í byrjun nóvember og er þetta þrettánda bókin í þessum vinsælasta bókaflokki landsins. Eftir fáeina daga flaug bókin rakleiðis á toppinn í verslunum og hvert einasta eintak hefur verið rifið úr hillum bókasafna um allt land og eru komnar til útláns. Kiddi klaufi virðist eiga talsverða sérstöðu þegar kemur að áhuga barna og ungs fólks á bókum. Dagbók Kidda klaufa er einn mest seldi og vinsælast bókaflokkur fyrir börn og ungmenni um allan heim. Bækurnar sem skrifaðar eru af bandaríska höfundinum og teiknaranum Jeff Kinney þykja aðgengilegar, fyndnar og stuðla að meiri og frekari áhuga lesenda á bókalestri. Dagbók Kidda klaufa leit fyrst dagsins ljós árið 2007 í Bandaríkjunum og telur flokkurinn í dag fjórtán bækur. Bækurnar hafa verið þýddar á yfir sjötíu tungumál og hafa selst í meira en 250 milljónum eintaka um allan heim. Hér á Íslandi kom fyrsta þýðingin út árið 2009. Hver er þessi Kiddi og af hverju er hann svona vinsæll? Í þessum skemmtilegu bókum kynnast lesendur hinum lífsglaða dreng, Kidda, vinum hans og fjölskyldu. Kiddi er ávallt til í hvað sem er, þó flest virðist nú mistakast. Bækurnar eru settar upp eins og dagbækur, línustrikaðar með fyndnum teikningum á hverri síðu. „Þetta eru sögur um æskuna, sögur sem við öll þekkjum. Flest okkar búa við systkini, hrekkjusvín, heimalærdóm, gæludýr. Allt eigum við þetta sameiginlegt,” segir Jeff Kinney, höfundur bókanna sem heita á frummálinu Diary of a Wimpy Kid, aðspurður að því í hverju velgengnin fælist. „Bækurnar snúast alfarið um að vera skemmtilegar og fyndnar. Ég er kannski ekki að skapa stórar bókmenntir en ég veit að ég er að búa til lesendur,” sagði Kinney í viðtali við Kiljuna fyrir nokkru. Kinney segir að teikningarnar í bókinni virki sem verðlaun og hvíld frá textanum rétt eins og í tímaritum og öðru sem fullorðna fólkið les. Barist um bækurnar á söfnunum Bækurnar um Kidda eru ekki eingöngu vinsælar í bókaverslunum því starfsfólk bókasafna hérlendis segir að Dagbók Kidda klaufa stoppi aldrei við í hillum safnanna og barist sé um þær. Í fyrra voru bækur um Kidda klaufa lánaðar út hátt í 70 þúsund sinnum. „Þegar heildartölur allra bókaútlána eru skoðaðar þá kemur í ljós að ein af Dagbókum Kidda klaufa er í fyrsta sæti. Kiddi klaufi er reyndar með eindæmum vinsæll en Dagbók Kidda klaufa með mismunandi undirtitlum vermir flest efstu sætin,” segir á heimasíðu Landskerfis bókasafna. Bækurnar um Kidda klaufa hafa undanfarin ár verið verðlaunar sem skemmtilegustu og best þýddu barnabækurnar á Íslandi og hefur Borgarbókasafnið margsinnis valið Dagbók Kidda klaufa sem bestu þýddu barna- og unglingabókina. Ekki er nóg með að Kiddi sé svona vinsæll heldur hefur besti vinur hans ruðst fram á ritvöllinn en það er hann Randver. Nú hefur Randver skrifað tvær bækur og Kiddi kannski ekki sérlega glaður með það. Bækurnar Randver kjaftar frá komu út í fyrra og nú sú nýja í nóvember; Randver kjaftar frá; Geggjað ævintýri. Eitt helsta afrek höfundarins Kinney er án efa að búa til sögur sem fá börn til að lesa, ekki síst þau sem almennt hneigjast kannski ekki sérstaklega til lestrar. Dagbók Kidda klaufa er með eindæmum aðgengileg, húmorinn er hlýlegur og léttur, letrið er stórt og auðlesið, bækurnar eru með skemmtilegum skopmyndum sem Kinney teiknar og byggir á bröndurum sem eiga að tengja sögurnar betur saman. Nú er Kiddi klaufi mættur enn á ný og er í miðju snjóstríði. Það er mikill og kaldur vetur og ekkert gefið eftir í stríðinu sem skellur á í hverfinu þeirra Kidda og Randvers. Barist þar til allar snjókúlurnar klárast!
Menning Bókmenntir Jól Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Sjá meira