Biður fólk að íhuga hvort það þurfi að eltast við 10% afslátt á gallabuxum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 12:31 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn virðist ekki líklegur til að nýta sér afslátt í verslunum á morgun. Hann minnir á netverslun sem komi í veg fyrir að fólk komi saman. Almannavarnir Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til að meta hvort nauðsynlegt sé að flykkjast í verslunarmiðstöðvar á Svörtum föstudegi og kaupa sér gallabuxur á 10% prósenta afslætti. Sóttvarnalæknir deilir áhyggjum af samþjöppun fólks í stórum verslunum. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að velta fyrir sér hvort það þurfi að flykkjast í verslunarmiðstöðvar til að nýta sér einhvern smávegis afslátt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir deilir áhyggjunum og segir fólk hafa verið að smitast í stóru verslunarmiðstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru um uppsveiflu á ný í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af fjölda samfélagslegra smita, fáir séu í sóttkví og erfitt að rekja smitin. Fyrirhuguð aflétting aðgerða, sem flestir reiknuðu með í næstu viku þó hún yrði ekki mikil, er í uppnámi. Enginn sérstakur viðbúnaður Rögnvaldur var spurður út í það á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort einhver sérstakur viðbúnaður yrði í Kringlunni og Smáralind á morgun. Stór verslunardagur er á morgun, svonefndur svartur föstudagur að bandarískum sið. „Mér er ekki kunnugt um sérstakan viðbúnað lögreglu út af þessu. En eins og við höfum alltaf sagt að ef þér er umhugað um sóttvarnir og kominn inn í aðstæður sem þér líst ekki á þá áttu bara að snúa við og fara til baka,“ sagði Rögnvaldur. Þá minnti hann á að margt væri hægt að versla á netinu. Einnig ætti fólk að velta fyrir sér „hversu mikilvægt sé að fara stað og sækja gallabuxurnar á 10% afslætti eða hvað það er.“ Auðvitað verði hver og einn að gera upp við sig en Rögnvaldur bað fólk um að huga að smitvörnum, sem fyrr og sérstaklega núna. Hópamyndun í verslunarmiðstöðvum til skoðunar Þórólfur tók undir áhyggjum Rögnvaldar af því að fólki sé smalað í stórum hópum í stórar verslanir. „Það getur ýmislegt gerst þar svo ég hef ákveðnar áhyggjur af því.“ Rakning leiði í ljós að smit hafi orðið í verslunarmiðstöðvum. Samtök verslunar- og þjónustu hafa kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir hópamyndanir í röðum fyrir utan verslanir þar sem víðast hvar er tíu manna hámark. Þórólfur segir til skoðunar að koma frekar í veg fyrir hópamyndun í verslunarmiðstöðvum. Hann var spurður út í tilhneigingu til þess að fólk safnist saman ótakmarkað í miðstöðvum jafnvel þó að tíu manns hámark sé í einstökum verslunum. Hvetur fólk til að passa sig í hópamyndun. Allar takmarkanir sem eru á núna séu í sífelldri endurskoðun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að velta fyrir sér hvort það þurfi að flykkjast í verslunarmiðstöðvar til að nýta sér einhvern smávegis afslátt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir deilir áhyggjunum og segir fólk hafa verið að smitast í stóru verslunarmiðstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru um uppsveiflu á ný í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af fjölda samfélagslegra smita, fáir séu í sóttkví og erfitt að rekja smitin. Fyrirhuguð aflétting aðgerða, sem flestir reiknuðu með í næstu viku þó hún yrði ekki mikil, er í uppnámi. Enginn sérstakur viðbúnaður Rögnvaldur var spurður út í það á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort einhver sérstakur viðbúnaður yrði í Kringlunni og Smáralind á morgun. Stór verslunardagur er á morgun, svonefndur svartur föstudagur að bandarískum sið. „Mér er ekki kunnugt um sérstakan viðbúnað lögreglu út af þessu. En eins og við höfum alltaf sagt að ef þér er umhugað um sóttvarnir og kominn inn í aðstæður sem þér líst ekki á þá áttu bara að snúa við og fara til baka,“ sagði Rögnvaldur. Þá minnti hann á að margt væri hægt að versla á netinu. Einnig ætti fólk að velta fyrir sér „hversu mikilvægt sé að fara stað og sækja gallabuxurnar á 10% afslætti eða hvað það er.“ Auðvitað verði hver og einn að gera upp við sig en Rögnvaldur bað fólk um að huga að smitvörnum, sem fyrr og sérstaklega núna. Hópamyndun í verslunarmiðstöðvum til skoðunar Þórólfur tók undir áhyggjum Rögnvaldar af því að fólki sé smalað í stórum hópum í stórar verslanir. „Það getur ýmislegt gerst þar svo ég hef ákveðnar áhyggjur af því.“ Rakning leiði í ljós að smit hafi orðið í verslunarmiðstöðvum. Samtök verslunar- og þjónustu hafa kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir hópamyndanir í röðum fyrir utan verslanir þar sem víðast hvar er tíu manna hámark. Þórólfur segir til skoðunar að koma frekar í veg fyrir hópamyndun í verslunarmiðstöðvum. Hann var spurður út í tilhneigingu til þess að fólk safnist saman ótakmarkað í miðstöðvum jafnvel þó að tíu manns hámark sé í einstökum verslunum. Hvetur fólk til að passa sig í hópamyndun. Allar takmarkanir sem eru á núna séu í sífelldri endurskoðun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira