„Ég var oft hrædd um hann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2020 10:31 Eva Dögg Sigurgeirsdóttir missti stjúpföður sinn Gísla Rúnar í sumar og hafa síðustu mánuðir verið henni erfiðir. Eftir skyndilegt andlát Gísla Rúnars Jónssonar ákvað stjúpdóttir hans Eva Dögg Sigurgeirsdóttir að koma fram opinberlega og ræða á gagnrýninn hátt um stöðu geðheilbrigðismála hér á landi. Gísli Rúnar svipti sig lífi í sumar. Vala Matt ræddi við Evu Dögg í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Pabbi var þjóðareign og þetta var ekki bara mikið áfall fyrir okkur fjölskylduna og vini hans heldur fyrir þjóðina alla,“ segir Eva og heldur áfram. „Maður fattar það svo mikið núna hvað hann var mikið þjóðargersemi þannig að við ákváðum að ræða þetta og tókum umræðuna og stýrðum henni strax frá upphafi, strax eftir andlátið sendum við út fréttatilkynningu og við ákváðum að þetta væri ekki tabú. Hann var með geðsjúkdóm og við vildum ræða þetta til að geta mögulega hjálpað, þó það væri ekki nema einum, þá væri tilganginum náð.“ Hefur reynt að láta gott af sér leiða Eva segist varla trúa þeim viðbrögðum sem hún hefur fengið. „Ótrúlegasta fólk sem jafnvel á sama stað og ég sem hefur haft samband við mig. Kannski búið að missa einhvern nákominn og við höfum verið að stúdera eitthvað saman. Ég er allavega búin að gera eitthvað gott og þá er ég rosalega glöð.“ Eva segir að Gísli Rúnar hafi verið með geðhvarfasýki 2 og hafi fengið lyf til að vinna á þeim sjúkdómi. En aukaverkanir af þeim lyfjum geta verið sjálfsvígshugsanir. Síðasta árið var erfitt hjá Gísla. Gísli Rúnar féll frá í sumar. „Eftir jólin er hann orðinn mjög þungur og við vorum í raun að hjálpa honum að halda jólin og gera fyrir hann það sem þurfti að gera, kaupa jólagjafir og þetta helsta. Ég tók það bara að mér því ég fann að hann gat þetta ekki. Svo eftir jólin fer hann mjög langt niður og þá fær hann greinilega kvíðalyf. Hann var óvirkur alkahólisti og svona kvíðalyf geta ýtt undir þær hvatir. Þó hann hafi ekki byrjað að drekka aftur þá var hann að nota þessi kvíðalyf eins og hann átti ekki að vera gera, og því fór hann í meðferð. Svo kemur Covid og hann nær ekki að fara í framhaldsmeðferð. Þá er hann pínulítið bara sendur heim og nær varla að fara á AA fundina sína,“ segir Eva og bætir við að hann hafi ekki fengið þá hjálp sem hann þurfti á að halda. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar með þessi sjálfsvígssamtök og Vog þau þurfa samt að reyna vinna aðeins saman að mínu mati. Fólk fer í meðferð, hættir sinni fíkn en svo fellur það aftur og það tekur jafnvel líf sitt. Mér finnst þetta haldast í hendur oft á tíðum en ég er enginn sérfræðingur og þetta er bara mín upplifun.“ Eva segir að Gísli hafi nokkrum sinnum rætt þessi lyf við hana. „Í gegnum tíðina gerði hann það aldrei, hann var búinn að vera á þunglyndislyfjum í mörg mörg ár. Svo var skipt um lyf hjá honum og honum leið svo illa á þeim og þau voru ekki alveg að fara vel í hann. Svo var verið að reyna stilla þau af og svona en svo eftir síðustu jól þá sendi hann mér oft skilaboð, Eva mín viltu tékka á mér oft, tékkaðu á kallinum. Mér fannst það oft svo óþægilegt því ég var oft hrædd um hann,“ segir Eva Dögg sem brotnaði þarna niður í viðtalinu. Ekki beint hægt að kenna honum um „Auðvitað veit maður að óvirkur alki á að hafa vit fyrir því að segja nei við róandi lyfjum en þegar viðkomandi líður svo illa að hann getur varla lyft upp símtólinu þá eiginlega getur maður ekki beint kennt honum um. Hvað ætli séu margir sem eru að deyja af því að kerfið er ekki að virka? Ég hugsa að það séu ansi margir, því miður. Bæði þeir sem eru að bíða eftir meðferð, bíða eftir því að komast í meðferð, bíða eftir úrræðum. Við þurfum að fara bjarga fólki. Við eigum ekki að telja hversu marga við höfum misst, heldur hversu mörgum ætlum við að bjarga. Það er markmið mitt núna, ef ég get.“ Eva og Róbert og öll fjölskyldan hafa stofnað minningarstjóð í nafni Gísla Rúnars. Fjölskyldan hefur nú stofnað minningarsjóð í nafni Gísla Rúnars en síðasta verk Gísla Rúnars, gleðibókin Gervilimrur Gísla Rúnars er komin út í annarri prentun en fyrri prentunin seldist upp á mettíma. Vala Matt fór og ræddi við Evu Dögg og bróður hennar Róbert Oliver um þessi erfiðu mál og má horfa á viðtalið hér að neðan. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Geðheilbrigði Ísland í dag Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Vala Matt ræddi við Evu Dögg í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Pabbi var þjóðareign og þetta var ekki bara mikið áfall fyrir okkur fjölskylduna og vini hans heldur fyrir þjóðina alla,“ segir Eva og heldur áfram. „Maður fattar það svo mikið núna hvað hann var mikið þjóðargersemi þannig að við ákváðum að ræða þetta og tókum umræðuna og stýrðum henni strax frá upphafi, strax eftir andlátið sendum við út fréttatilkynningu og við ákváðum að þetta væri ekki tabú. Hann var með geðsjúkdóm og við vildum ræða þetta til að geta mögulega hjálpað, þó það væri ekki nema einum, þá væri tilganginum náð.“ Hefur reynt að láta gott af sér leiða Eva segist varla trúa þeim viðbrögðum sem hún hefur fengið. „Ótrúlegasta fólk sem jafnvel á sama stað og ég sem hefur haft samband við mig. Kannski búið að missa einhvern nákominn og við höfum verið að stúdera eitthvað saman. Ég er allavega búin að gera eitthvað gott og þá er ég rosalega glöð.“ Eva segir að Gísli Rúnar hafi verið með geðhvarfasýki 2 og hafi fengið lyf til að vinna á þeim sjúkdómi. En aukaverkanir af þeim lyfjum geta verið sjálfsvígshugsanir. Síðasta árið var erfitt hjá Gísla. Gísli Rúnar féll frá í sumar. „Eftir jólin er hann orðinn mjög þungur og við vorum í raun að hjálpa honum að halda jólin og gera fyrir hann það sem þurfti að gera, kaupa jólagjafir og þetta helsta. Ég tók það bara að mér því ég fann að hann gat þetta ekki. Svo eftir jólin fer hann mjög langt niður og þá fær hann greinilega kvíðalyf. Hann var óvirkur alkahólisti og svona kvíðalyf geta ýtt undir þær hvatir. Þó hann hafi ekki byrjað að drekka aftur þá var hann að nota þessi kvíðalyf eins og hann átti ekki að vera gera, og því fór hann í meðferð. Svo kemur Covid og hann nær ekki að fara í framhaldsmeðferð. Þá er hann pínulítið bara sendur heim og nær varla að fara á AA fundina sína,“ segir Eva og bætir við að hann hafi ekki fengið þá hjálp sem hann þurfti á að halda. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar með þessi sjálfsvígssamtök og Vog þau þurfa samt að reyna vinna aðeins saman að mínu mati. Fólk fer í meðferð, hættir sinni fíkn en svo fellur það aftur og það tekur jafnvel líf sitt. Mér finnst þetta haldast í hendur oft á tíðum en ég er enginn sérfræðingur og þetta er bara mín upplifun.“ Eva segir að Gísli hafi nokkrum sinnum rætt þessi lyf við hana. „Í gegnum tíðina gerði hann það aldrei, hann var búinn að vera á þunglyndislyfjum í mörg mörg ár. Svo var skipt um lyf hjá honum og honum leið svo illa á þeim og þau voru ekki alveg að fara vel í hann. Svo var verið að reyna stilla þau af og svona en svo eftir síðustu jól þá sendi hann mér oft skilaboð, Eva mín viltu tékka á mér oft, tékkaðu á kallinum. Mér fannst það oft svo óþægilegt því ég var oft hrædd um hann,“ segir Eva Dögg sem brotnaði þarna niður í viðtalinu. Ekki beint hægt að kenna honum um „Auðvitað veit maður að óvirkur alki á að hafa vit fyrir því að segja nei við róandi lyfjum en þegar viðkomandi líður svo illa að hann getur varla lyft upp símtólinu þá eiginlega getur maður ekki beint kennt honum um. Hvað ætli séu margir sem eru að deyja af því að kerfið er ekki að virka? Ég hugsa að það séu ansi margir, því miður. Bæði þeir sem eru að bíða eftir meðferð, bíða eftir því að komast í meðferð, bíða eftir úrræðum. Við þurfum að fara bjarga fólki. Við eigum ekki að telja hversu marga við höfum misst, heldur hversu mörgum ætlum við að bjarga. Það er markmið mitt núna, ef ég get.“ Eva og Róbert og öll fjölskyldan hafa stofnað minningarstjóð í nafni Gísla Rúnars. Fjölskyldan hefur nú stofnað minningarsjóð í nafni Gísla Rúnars en síðasta verk Gísla Rúnars, gleðibókin Gervilimrur Gísla Rúnars er komin út í annarri prentun en fyrri prentunin seldist upp á mettíma. Vala Matt fór og ræddi við Evu Dögg og bróður hennar Róbert Oliver um þessi erfiðu mál og má horfa á viðtalið hér að neðan. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Geðheilbrigði Ísland í dag Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning