Segja Real ætla að næla í bæði Håland og Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 23:00 Undrabörnin tvö heilsast fyrir leik Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu fyrr á þessu ári. Alex Grimm/Getty Images Spænska stórveldið Real Madrid vill festa kaup á bæði Erling Braut Håland og Kylian Mbappé á komandi misserum. Talið er að spænski risinn stefni á að báðir leikmenn verði komnar í hinar frægu hvítu treyjur félagsins sumarið 2022. Það er miðillinn FourFourTwo sem greinir frá. Samkvæmt heimildum miðilsins ætla Spánarmeistararnir að festa kaup á franska undrabarninu Mbappé þegar þessari leiktíð lýkur og sumarið 2022 er ætlunin að fá norska mannbarnið Håland sömuleiðis. Ástæðan er sú að það sumar verður klásúla virk í samningi Håland við Borussia Dortmund sem gerir Real kleift að kaupa leikmanninn á 75 milljónir evra. Mbappé hefur lengi verið orðaður við Real og var talið að Real gæti reynt að næla í kauða er hann gekk í raðir Paris Saint-Germain árið 2018. Zinedine Zidane, þjálfari Real, er að byggja upp nýtt lið og er Mbappé efstur á lista yfir leikmenn sem hann vill fá næsta sumar. Á listanum er einnig Eduardo Camavinga, 18 ára miðjumaður Rennes í Frakklandi. Hvort Zidane stefni á að næla í fleiri landa sína verður að koma í ljós en tveir Frakkar eru nú þegar í röðum liðsins. Það eru varnarmennirnir Ferland Mendy og Raphaël Varane. Erling Braut Håland er með eftirsóttari leikmönnum Evrópu og er talið að flest stórlið álfunnar reyni að næla í hann er klásúlan verður virk. Håland hefur verið magnaður í liði Dortmund það sem af er tímabili og er kominn með 17 mörk í aðeins 13 leikjum. Enginn hefur skorað 16 mörk í Meistaradeild Evrópu jafn hratt og Håland, það tók hann aðeins 12 leiki. Gengi Real hefur verið slakt það sem af er leiktíð og verður forvitnilegt að sjá hvort leikmenn á borð við Mbappé og Håland hafi áhuga á að færa sig til Madrídar-borgar ef Real er aðeins næst besta lið borgarinnar þegar tímabilinu lýkur. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00 Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Talið er að spænski risinn stefni á að báðir leikmenn verði komnar í hinar frægu hvítu treyjur félagsins sumarið 2022. Það er miðillinn FourFourTwo sem greinir frá. Samkvæmt heimildum miðilsins ætla Spánarmeistararnir að festa kaup á franska undrabarninu Mbappé þegar þessari leiktíð lýkur og sumarið 2022 er ætlunin að fá norska mannbarnið Håland sömuleiðis. Ástæðan er sú að það sumar verður klásúla virk í samningi Håland við Borussia Dortmund sem gerir Real kleift að kaupa leikmanninn á 75 milljónir evra. Mbappé hefur lengi verið orðaður við Real og var talið að Real gæti reynt að næla í kauða er hann gekk í raðir Paris Saint-Germain árið 2018. Zinedine Zidane, þjálfari Real, er að byggja upp nýtt lið og er Mbappé efstur á lista yfir leikmenn sem hann vill fá næsta sumar. Á listanum er einnig Eduardo Camavinga, 18 ára miðjumaður Rennes í Frakklandi. Hvort Zidane stefni á að næla í fleiri landa sína verður að koma í ljós en tveir Frakkar eru nú þegar í röðum liðsins. Það eru varnarmennirnir Ferland Mendy og Raphaël Varane. Erling Braut Håland er með eftirsóttari leikmönnum Evrópu og er talið að flest stórlið álfunnar reyni að næla í hann er klásúlan verður virk. Håland hefur verið magnaður í liði Dortmund það sem af er tímabili og er kominn með 17 mörk í aðeins 13 leikjum. Enginn hefur skorað 16 mörk í Meistaradeild Evrópu jafn hratt og Håland, það tók hann aðeins 12 leiki. Gengi Real hefur verið slakt það sem af er leiktíð og verður forvitnilegt að sjá hvort leikmenn á borð við Mbappé og Håland hafi áhuga á að færa sig til Madrídar-borgar ef Real er aðeins næst besta lið borgarinnar þegar tímabilinu lýkur.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00 Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. 28. nóvember 2020 22:00
Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. 29. nóvember 2020 09:46