„Þau koma í heiminn og maður er með samviskubit frá fyrstu mínútu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. desember 2020 14:31 Sigmar Vilhjálmsson á þrjá drengi á öllum aldri. vísir/vilhelm Sigmar sló fyrst í gegn í þáttunum 70 mínútur á Popp Tíví um aldamótin og hefur síðan þá verið þjóðþekktur einstaklingur hér á landi. Í dag á hann nokkra veitingastaði og hefur gert það gott á því sviði. Sigmar Vilhjálmsson er gestur vikunnar í Einkalífinu. Sigmar er fráskilinn og á þrjá drengi með barnsmóður sinni. Hann segir að það sé mikilvægt að standa sig vel í föðurhlutverkinu og segist hann oft þurfa að forgangsraða hlutunum í tengslum við drengina sína. Í sumar opnaði Sigmar skemmti- og veitingastaðinn Minigarðinn sem er verulega stórt verkefni og gat hann opnað staðinn án sóttvarnartakmarkana í sumar. Um opnunarhelgina var Simmi aftur á móti staddur á N1 mótinu á Akureyri með syni sínum sem vakti athygli margra. „Ég held að það skipti rosalega miklu máli að forgangsraða rétt og það er hægt að vera margar útgáfur af góðum pabba og ég held að allir foreldrar finni það hjá sér að þau vildu geta gert meira og betur,“ segir Sigmar og heldur áfram. „Þau koma í heiminn og maður er með samviskubit frá fyrstu mínútu og ég held að það sé bara eðli allra foreldra. Mér finnst skipta máli að vera í góðu sambandi við börnin sín. Það snýst ekki alltaf um að gera allt fyrir þau og vera alltaf með þeim, heldur vita hvar þau eru stödd og eiga heilbrigt samtal við þau, trúnað og traust.“ Hann segir að það sé lykilatriði og sérstaklega í dag þar sem áreitið er alls staðar. „Ein lítil regla sem ég hef á mínu heimili er að við borðum alltaf saman kvöldmat, sama hvað er í gangi. Þar setjumst við niður, þó það sé ekki nema í fimm mínútur en stundum verður umræðan lengri og skemmtilegri en það verður að vera þessi eini punktur.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Simmi Vill um upphafið á fjölmiðlaferli sínum, veitingabransann og það hvernig er að reka veitingastaði í miðju Covid, um fráfall föður hans seint á síðasta ári, þristamúsina frægu, framtíðina og svo margt fleira. Einkalífið Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
Sigmar er fráskilinn og á þrjá drengi með barnsmóður sinni. Hann segir að það sé mikilvægt að standa sig vel í föðurhlutverkinu og segist hann oft þurfa að forgangsraða hlutunum í tengslum við drengina sína. Í sumar opnaði Sigmar skemmti- og veitingastaðinn Minigarðinn sem er verulega stórt verkefni og gat hann opnað staðinn án sóttvarnartakmarkana í sumar. Um opnunarhelgina var Simmi aftur á móti staddur á N1 mótinu á Akureyri með syni sínum sem vakti athygli margra. „Ég held að það skipti rosalega miklu máli að forgangsraða rétt og það er hægt að vera margar útgáfur af góðum pabba og ég held að allir foreldrar finni það hjá sér að þau vildu geta gert meira og betur,“ segir Sigmar og heldur áfram. „Þau koma í heiminn og maður er með samviskubit frá fyrstu mínútu og ég held að það sé bara eðli allra foreldra. Mér finnst skipta máli að vera í góðu sambandi við börnin sín. Það snýst ekki alltaf um að gera allt fyrir þau og vera alltaf með þeim, heldur vita hvar þau eru stödd og eiga heilbrigt samtal við þau, trúnað og traust.“ Hann segir að það sé lykilatriði og sérstaklega í dag þar sem áreitið er alls staðar. „Ein lítil regla sem ég hef á mínu heimili er að við borðum alltaf saman kvöldmat, sama hvað er í gangi. Þar setjumst við niður, þó það sé ekki nema í fimm mínútur en stundum verður umræðan lengri og skemmtilegri en það verður að vera þessi eini punktur.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Simmi Vill um upphafið á fjölmiðlaferli sínum, veitingabransann og það hvernig er að reka veitingastaði í miðju Covid, um fráfall föður hans seint á síðasta ári, þristamúsina frægu, framtíðina og svo margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira