Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2020 23:22 Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar. Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan Sigríðar Á. Andersen þáverandi dómsmálaráðherra á dómurum við Landsrétt vorið 2017. Þannig var endanlega staðfest að skipan fjögurra dómara, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, fram yfir aðra sem þar voru braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Í dómi yfirdeildarinnar er m.a. fjallað um áberandi brest í meðferð málsins á Alþingi á sínum tíma, þar sem ekki var greitt atkvæði um hvern dómara fyrir sig þegar skipan dómaranna hlaut þinglega meðferð. Málið var afgreitt á Alþingi, á sjö tíma hitafundi, í júní 2017 og samþykkt með 31 atkvæði stjórnarmeirihlutans gegn 22 atkvæðum minnihlutans. Þá voru Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð í ríkisstjórn. Á meðal þeirra sem greiddi atkvæði í málinu var Bjarni Halldór Janusson. Hann var þá 21 árs og varaþingmaður fyrir Viðreisn. Hann greiddi atkvæði með skipan dómaranna eins og aðrir þingmenn stjórnarmeirihlutans en segir frá því á Twitter-reikningi sínum í kvöld að hann hafi ætíð séð eftir því. Hef sterkar skoðanir á þessu Landsréttarmáli því ég sat á þingi þegar málið var tekið fyrir, greiddi með en hafði alla tíð mjög slæma tilfinningu fyrir því, einkum vegna hótana XD. Ástæðan fyrir því að ég hætti svo og hef séð eftir málinu alla tíð síðan. Skyggði á önnur góð mál.— Bjarni Halldór (@bjarnihalldor) December 1, 2020 Bjarni segir í samtali við Vísi að hann hafi fundið fyrir miklum þrýstingi frá Sjálfstæðisflokknum um að fá málið í gegn og hótunum um stjórnarslit hafi ítrekað verið beitt. „Í rauninni var þetta þannig að það var óánægja með þetta mál innan þingflokkanna tveggja sem voru í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sérstaklega hjá varamönnum sem voru þá inni,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Málið hafi strax á þessum tíma hringt ákveðnum viðvörunarbjöllum. „Það var mjög erfitt að fá að sitja hjá eða styðja frávísunartillögu, sem var þarna talin ígildi vantrausts, sem ég hefði viljað gera. En maður réttlætti þetta fyrir sér. Maður hugsaði: Ókei, ég hef mjög slæma tilfinningu fyrir þessu máli en ef verið er að hóta ríkisstjórnarslitum þá er náttúrulega verið að hrifsa burt málin sem maður vildi sjálfur fá í gegn. En svo er bara takmarkað hvað þú getur gleypt ælunni.“ Fljótlega eftir þetta sagði Bjarni skilið við stjórnmálin. Hann kveðst þó enn hafa ákveðnar skoðanir á því hvaða stefnu Viðreisn ætti að taka, myndi hann aftur ríkisstjórn. „Þetta er svolítið ástæðan fyrir því að ég ákvað að bakka út úr þingstarfinu. Þó að ég hafi ekki gegnt stöðu innan Viðreisnar síðan 2017 þá þekki ég þar enn mjög marga og hef alla tíð talað fyrir því að verði Viðreisn aftur í ríkisstjórn myndi hún aðra stjórn, ekki með Sjálfstæðisflokknum. Þetta var óheilbrigt samstarf, það voru hótanir um ríkisstjórnarslit við minnstu tilefni. Það er hvorki lýðræðislegt né heilbrigt fyrir starfsandann.“ Alþingi Landsréttarmálið Viðreisn Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan Sigríðar Á. Andersen þáverandi dómsmálaráðherra á dómurum við Landsrétt vorið 2017. Þannig var endanlega staðfest að skipan fjögurra dómara, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, fram yfir aðra sem þar voru braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Í dómi yfirdeildarinnar er m.a. fjallað um áberandi brest í meðferð málsins á Alþingi á sínum tíma, þar sem ekki var greitt atkvæði um hvern dómara fyrir sig þegar skipan dómaranna hlaut þinglega meðferð. Málið var afgreitt á Alþingi, á sjö tíma hitafundi, í júní 2017 og samþykkt með 31 atkvæði stjórnarmeirihlutans gegn 22 atkvæðum minnihlutans. Þá voru Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð í ríkisstjórn. Á meðal þeirra sem greiddi atkvæði í málinu var Bjarni Halldór Janusson. Hann var þá 21 árs og varaþingmaður fyrir Viðreisn. Hann greiddi atkvæði með skipan dómaranna eins og aðrir þingmenn stjórnarmeirihlutans en segir frá því á Twitter-reikningi sínum í kvöld að hann hafi ætíð séð eftir því. Hef sterkar skoðanir á þessu Landsréttarmáli því ég sat á þingi þegar málið var tekið fyrir, greiddi með en hafði alla tíð mjög slæma tilfinningu fyrir því, einkum vegna hótana XD. Ástæðan fyrir því að ég hætti svo og hef séð eftir málinu alla tíð síðan. Skyggði á önnur góð mál.— Bjarni Halldór (@bjarnihalldor) December 1, 2020 Bjarni segir í samtali við Vísi að hann hafi fundið fyrir miklum þrýstingi frá Sjálfstæðisflokknum um að fá málið í gegn og hótunum um stjórnarslit hafi ítrekað verið beitt. „Í rauninni var þetta þannig að það var óánægja með þetta mál innan þingflokkanna tveggja sem voru í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sérstaklega hjá varamönnum sem voru þá inni,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Málið hafi strax á þessum tíma hringt ákveðnum viðvörunarbjöllum. „Það var mjög erfitt að fá að sitja hjá eða styðja frávísunartillögu, sem var þarna talin ígildi vantrausts, sem ég hefði viljað gera. En maður réttlætti þetta fyrir sér. Maður hugsaði: Ókei, ég hef mjög slæma tilfinningu fyrir þessu máli en ef verið er að hóta ríkisstjórnarslitum þá er náttúrulega verið að hrifsa burt málin sem maður vildi sjálfur fá í gegn. En svo er bara takmarkað hvað þú getur gleypt ælunni.“ Fljótlega eftir þetta sagði Bjarni skilið við stjórnmálin. Hann kveðst þó enn hafa ákveðnar skoðanir á því hvaða stefnu Viðreisn ætti að taka, myndi hann aftur ríkisstjórn. „Þetta er svolítið ástæðan fyrir því að ég ákvað að bakka út úr þingstarfinu. Þó að ég hafi ekki gegnt stöðu innan Viðreisnar síðan 2017 þá þekki ég þar enn mjög marga og hef alla tíð talað fyrir því að verði Viðreisn aftur í ríkisstjórn myndi hún aðra stjórn, ekki með Sjálfstæðisflokknum. Þetta var óheilbrigt samstarf, það voru hótanir um ríkisstjórnarslit við minnstu tilefni. Það er hvorki lýðræðislegt né heilbrigt fyrir starfsandann.“
Alþingi Landsréttarmálið Viðreisn Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20
Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04