Viðreisn

Fréttamynd

Flestum þykir Guð­rún og Sig­mundur hafa staðið sig illa

Flestum þykir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu meðal formanna stjórnmálaflokkanna en fæstir telja Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar hafa staðið sig vel. Meirihluti telur svo Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

Við erum að vinna fyrir þig

Eftir eitt veðursælasta haust í manna minnum vorum við minnt allhressilega á að það getur víst enn gert almennilegan vetur á Íslandi. Út um borg og bý, við strendur og til sveita höfum við öll þurft að stökkva til, huga að eignum okkar og hjálpa fólkinu í kringum okkur að gera slíkt hið sama. Við vorum misvel undirbúin, og sumir kannski alls ekki. Það getur stundum spilast svona.

Skoðun
Fréttamynd

„Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykja­vík“

Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni klemmu á milli vinstri og hægri í kjölfar fundar í gær þar sem engar markvissar breytingar á stefnu voru kynntar. Stórsigur í komandi borgarstjórnarkosningum sé nauðsynlegur fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Meti kostnað og á­byrgð annarra á að greiða varnar­garða

Eðlilegt þykir í ljósi kostnaðar af gerð varnargarða á Reykjanesi að skoða hvort rétt sé að þeir sem eigi hagsmuna að gæta á svæðinu beri hluta af kostnaði ríkissjóðs vegna aðgerðanna. Fjármálaráðherra hefur af þeim sökum farið þess á leit að dómkvaddir verði matsmenn til að meta kostnað ríkissjóðs af aðgerðunum á Reykjanesskaga.

Innlent
Fréttamynd

Valdi fal­legasta karl­manninn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ljóstraði upp um það hver henni þætti fallegasti karlmaður heims. Valið stóð á milli nokkurra Hollywood-leikara og hávaxins varnarmanns.

Lífið
Fréttamynd

Ekki lengur gert ráð fyrir að fanga­verðir starfi í brottfararstöð

Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnisverð hegðun

Þingflokksformaður Viðreisnar telur viðskipti embættis Ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið vera gagnrýnisverð. Hann segir ríkislögreglustjóra ekki endilega rétta einstaklinginn til að endurvinna traust til embættisins.

Innlent
Fréttamynd

Flestir van­treysta ráð­herrum Flokks fólksins

Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í könnuninni var annars vegar mælt hversu mikið traust fólk ber til tiltekinna ráðherra og hins vegar hversu lítið. Vantraust til flestra ráðherra eykst talsvert á milli kannana.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn stillir upp á lista í Mos­fells­bæ

Stillt verður upp á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi flokksins í Mosfellsbæ á fimmtudaginn í síðustu viku og var tillaga stjórnar um uppstillingu á lista samþykkt einróma að því er fram kemur í tilkynningu frá Viðreisn.

Innlent
Fréttamynd

Þegar krónur skipta meira máli en vel­ferð barna

Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði. Byrjum á niðurstöðunni. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna ætlaði að spara sér nokkrar krónur á kostnað gæða og skilvirkni. Hafnfirsk börn eru ekki krónur eða aurar og þau eiga skilið það besta. Útboðsskilmálarnir voru þannig að reyndustu og stærstu fyrirtækin á markaði treystu sér ekki til að sinna þessari þjónustu þannig að sómi sé að. Afleiðingin er sú að samið er við lítið fyrirtæki sem ekki hefur burði, aðstöðu, eða reynslu til að sinna þessu risastóra verkefni. Niðurstaðan er að allir tapa.

Skoðun
Fréttamynd

Konur Ís­lands og alþjóðakerfið í takt

Fimmtíu ár eru í dag liðin frá kvennafrídeginum, atburði sem enginn efast lengur um að hafi markað þáttaskil í kvenfrelsisbaráttu á Íslandi. Þann dag lögðu konur niður störf, söfnuðust saman og kröfðust jafnréttis og virðingar.

Skoðun
Fréttamynd

Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Krist­rún með fjöl­skyldunni, Inga vill kíkja á Arnar­hól og Þor­gerður með í bar­áttu­anda

Kristrún Frostadóttir ætlar að vera með börnum sínum og fjölskyldu á kvennafrídeginum á morgun vegna vetrarfrís í skólum. Hún verður þó ekki í fríi en meðal annars er gert ráð fyrir að hún muni taka þátt í leiðtogafundi bandalagsríkja sem styðja Úkraínu eftir hádegi. Inga Sæland ætlar ekki að leggja niður störf en hyggst reyna að líta við á Arnarhóli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í fríi og mun ekki hafa færi á að taka þátt í samstöðufundi en verður með í anda.

Innlent
Fréttamynd

Betri hellir, stærri kylfur?

Ég man nú ekki nákvæmlega hvar ég las eða heyrði það, en til er skemmtileg hugsunaræfing. Í henni ferðast ósköp venjuleg nútímamanneskja aftur til steinaldar og hittir þar fyrir vísitölusteinaldarmanneskju. Sú úr nútímanum býður þeirri úr fortíð hvaða hlut sem hún kann að vilja.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­þykktu leiðtogaprófkjör hjá Við­reisn í Reykja­vík

Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum í kvöld að fara í leiðtogaprófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, hefur þegar tilkynnt að hún ætli sér ekki fram aftur.

Innlent
Fréttamynd

Sam­eigin­legt sundkort fyrir höfuð­borgar­svæðið – löngu tíma­bært

Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Mið­flokkurinn rýkur upp

Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Skilji á­hyggjurnar

Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Krónupíning for­eldra er engin lausn

Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hluti hlynntur að­skilnaði ríkis og kirkju

Alls eru 52 prósent svarenda í könnun Prósents hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, 27 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 21 prósent eru andvíg. Þau sem eru á aldrinum 18 til 24 ára eru marktækt hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en þau sem eru 35 ára og eldri. 65 ára og eldri eru marktækt andvígari aðskilnaði en þau sem eru 54 ára og yngri.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin með mesta fylgi allra flokka

Samfylkingin mælist með mesta fylgi allra flokka á landsvísu samkvæmt nýrri könnun Prósents. Rúm 30 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna yrði kosið til Alþingis í dag. Samkvæmt könnun er fylgið marktækt meira hjá konum og hjá þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 54 prósent fylgi. 

Innlent
Fréttamynd

Á að tak­marka samfélagsmiðlanotkun barna?

Ég var að skrolla í símanum um daginn og rakst þar á myndband. Umhyggjusamur faðir var mættur í dyragætt sonar síns sem var að fara að sofa. Hann býður góða nótt og segir: „Elskan mín, mundu svo að í horninu er kassi með klámfengnu efni sem gæti haft töluverð áhrif á þig - ég treysti þér til að kíkja ekki í hann.“

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi fylgir á­byrgð

Frelsi á Íslandi á sér djúpar rætur og er óaðskiljanlegur þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Frá landnámsöld til okkar tíma hefur hugmyndin um frelsi þróast og það er margt í sögu Íslands sem hefur mótað afstöðu Íslendinga til frelsis.

Skoðun
Fréttamynd

„Hvað varð um að gera meira, hraðar?“

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir fleira verða að koma til en aðhald í ríkisrekstri svo Seðlabankinn taki að lækka vexti á nýjan leik. Forgangsmál ríkisstjórnarinnar væri að draga úr víðtækri útbreiðslu vertryggingar hér á landi.

Innlent